„Ég get ekki hugsað mér mikið alvarlegri nauðgunarmál“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. nóvember 2015 11:03 Athygli vekur að ekki hefur verið farið fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur sem liggja undir grun. Vísir/GVA Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segir að málin gerist ekki alvarlegri en í kynferðisbrotamáli sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að framkvæmd hefði verið húsleit í íbúð í Hlíðunum þar sem grunur leikur á að brotið hafi verið á tveimur konum. Tvær kærur hafa verið lagðar fram í málinu. Athygli vekur að ekki hefur verið farið fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur sem liggja undir grun. „Ég vil byrja á að taka það fram að ég veit ekki hvað er rétt í málinu en ef það er rétt sem ég les um að þarna sé um að ræða hópnauðgun, lyfjanauðgun og raðnauðgun þá gerast málin ekki alvarlegra,“ segir Guðrún við Vísi. Hún segir málið með þeim ljótari. Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar, segir í viðtali við Vísi að það hafi ekki verið talið þjóna almannahagsmunum að fara fram á gæsluvarðhald. „Þarna er maður sem að virðist hafa tvínauðgað og beitt öllum þeim alvarlegustu aðferðum sem beitt er. Og þegar um tvo er að ræða kemst ofbeldið inn í nýja vídd. Ég get ekki hugsað mér mikið alvarlegri nauðgunarmál. Mér er alveg gjörsamlega óskiljanlegt hvaða rök geta verið sterkari en bæði rannsóknarhagsmunir, að menn tali sig saman, og almannahagsmunir. Almannahagsmunir eru að brotin séu ekki endurtekin en þarna virðist maðurinn hafa endurtekið brotið nú þegar.“Fyrri nauðgunin er sögð hafa átt sér stað eftir bekkjarskemmtun á skemmtistaðnum Austur.vísir/ktdEins og í Fifty shades of grey Fyrri nauðgunin er sögð hafa átt sér stað eftir bekkjarskemmtun háskólanemanna á skemmtistaðnum Austur, í umræddri íbúð í Hlíðunum. Níu dögum síðar á hinni konunni að hafa verið nauðgað, í sömu íbúð, af báðum mönnunum eftir bekkjarskemmtun á Slippbarnum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fann lögregla í íbúðinni ýmis tól og tæki í íbúðinni, svo sem svipur, reipi og keðjur. „Fyrst og síðast minnir þetta mig á bókina Fifty Shades of Grey. Hljómar eins og það eigi að normalísera þær pyntingar sem fjallað var um í þeirri bók. Burtséð frá því er þetta mál með ólíkindum ef fréttirnar af því eru réttar.“ Guðrún segist ekki vita nákvæmlega til hvaða aðgerða lögregla hafi gripið nú þegar. „Það sem er þegar vitað er að réttarkerfið nær mjög illa utan um kynferðisbrot. Það er ekki nema mjög lítill hluti þessara brota sem leiðir til dóms. Auðvitað þarf að gera allt eins vel og hugsanlegt er til að ekki sé hægt að nota það sem rök að ekki hafi verið unnið eins vel og hægt er,“ segir Guðrún. Hún minnir á að breytingar séu í gangi hjá kynferðisbrotadeild lögrelgu. „Ég hef miklar væntingar um að það verði til bóta við rannsókn þessara mála.“ Hlíðamálið Tengdar fréttir Nauðgunarmál í HR: Bæði atvikin að lokinni skólaskemmtun í miðbæ Reykjavíkur Tveir karlmenn eru meintir gerendur í grófu kynferðisbrotamáli sem er til rannsóknar. Annar þeirra er nemandi við Háskólann í Reykjavík og er sagður hafa nauðgað tveimur bekkjarsystrum sínum í október. 5. nóvember 2015 07:00 Íbúð í Hlíðunum var útbúin til nauðgana Tveir karlar grunaðir um hrottaleg kynferðisbrot ganga lausir. 9. nóvember 2015 06:00 Þótti ekki ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald yfir sakborningum Hart deilt á lögregluna vegna ákvörðunarinnar. 9. nóvember 2015 10:40 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Sjá meira
Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segir að málin gerist ekki alvarlegri en í kynferðisbrotamáli sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að framkvæmd hefði verið húsleit í íbúð í Hlíðunum þar sem grunur leikur á að brotið hafi verið á tveimur konum. Tvær kærur hafa verið lagðar fram í málinu. Athygli vekur að ekki hefur verið farið fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur sem liggja undir grun. „Ég vil byrja á að taka það fram að ég veit ekki hvað er rétt í málinu en ef það er rétt sem ég les um að þarna sé um að ræða hópnauðgun, lyfjanauðgun og raðnauðgun þá gerast málin ekki alvarlegra,“ segir Guðrún við Vísi. Hún segir málið með þeim ljótari. Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar, segir í viðtali við Vísi að það hafi ekki verið talið þjóna almannahagsmunum að fara fram á gæsluvarðhald. „Þarna er maður sem að virðist hafa tvínauðgað og beitt öllum þeim alvarlegustu aðferðum sem beitt er. Og þegar um tvo er að ræða kemst ofbeldið inn í nýja vídd. Ég get ekki hugsað mér mikið alvarlegri nauðgunarmál. Mér er alveg gjörsamlega óskiljanlegt hvaða rök geta verið sterkari en bæði rannsóknarhagsmunir, að menn tali sig saman, og almannahagsmunir. Almannahagsmunir eru að brotin séu ekki endurtekin en þarna virðist maðurinn hafa endurtekið brotið nú þegar.“Fyrri nauðgunin er sögð hafa átt sér stað eftir bekkjarskemmtun á skemmtistaðnum Austur.vísir/ktdEins og í Fifty shades of grey Fyrri nauðgunin er sögð hafa átt sér stað eftir bekkjarskemmtun háskólanemanna á skemmtistaðnum Austur, í umræddri íbúð í Hlíðunum. Níu dögum síðar á hinni konunni að hafa verið nauðgað, í sömu íbúð, af báðum mönnunum eftir bekkjarskemmtun á Slippbarnum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fann lögregla í íbúðinni ýmis tól og tæki í íbúðinni, svo sem svipur, reipi og keðjur. „Fyrst og síðast minnir þetta mig á bókina Fifty Shades of Grey. Hljómar eins og það eigi að normalísera þær pyntingar sem fjallað var um í þeirri bók. Burtséð frá því er þetta mál með ólíkindum ef fréttirnar af því eru réttar.“ Guðrún segist ekki vita nákvæmlega til hvaða aðgerða lögregla hafi gripið nú þegar. „Það sem er þegar vitað er að réttarkerfið nær mjög illa utan um kynferðisbrot. Það er ekki nema mjög lítill hluti þessara brota sem leiðir til dóms. Auðvitað þarf að gera allt eins vel og hugsanlegt er til að ekki sé hægt að nota það sem rök að ekki hafi verið unnið eins vel og hægt er,“ segir Guðrún. Hún minnir á að breytingar séu í gangi hjá kynferðisbrotadeild lögrelgu. „Ég hef miklar væntingar um að það verði til bóta við rannsókn þessara mála.“
Hlíðamálið Tengdar fréttir Nauðgunarmál í HR: Bæði atvikin að lokinni skólaskemmtun í miðbæ Reykjavíkur Tveir karlmenn eru meintir gerendur í grófu kynferðisbrotamáli sem er til rannsóknar. Annar þeirra er nemandi við Háskólann í Reykjavík og er sagður hafa nauðgað tveimur bekkjarsystrum sínum í október. 5. nóvember 2015 07:00 Íbúð í Hlíðunum var útbúin til nauðgana Tveir karlar grunaðir um hrottaleg kynferðisbrot ganga lausir. 9. nóvember 2015 06:00 Þótti ekki ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald yfir sakborningum Hart deilt á lögregluna vegna ákvörðunarinnar. 9. nóvember 2015 10:40 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Sjá meira
Nauðgunarmál í HR: Bæði atvikin að lokinni skólaskemmtun í miðbæ Reykjavíkur Tveir karlmenn eru meintir gerendur í grófu kynferðisbrotamáli sem er til rannsóknar. Annar þeirra er nemandi við Háskólann í Reykjavík og er sagður hafa nauðgað tveimur bekkjarsystrum sínum í október. 5. nóvember 2015 07:00
Íbúð í Hlíðunum var útbúin til nauðgana Tveir karlar grunaðir um hrottaleg kynferðisbrot ganga lausir. 9. nóvember 2015 06:00
Þótti ekki ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald yfir sakborningum Hart deilt á lögregluna vegna ákvörðunarinnar. 9. nóvember 2015 10:40