Getur ekki svarað af eða á hvort lögreglan hafi gert mistök við rannsókn á meintum kynferðisbrotum Birgir Olgeirsson skrifar 9. nóvember 2015 16:09 Alda Hrönn segist ekki geta svarað til um það hvort lögregla hafi gert mistök í þessu máli með því að fara ekki fram á gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem hafa verið kærðir fyrir nauðgun. Vísir/pjetur Ef fara á fram á gæsluvarðhald yfir sakborningi á grundvelli almannahagsmuna þarf að liggja fyrir sterkur rökstuddur grunur. Þetta segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir yfirlögfræðingur á skrifstofu lögreglustjóra vegna Hlíðamálsins svokallaða. Hún segist ekki geta svarað því hvort lögreglan hafi gert mistök með því að fara ekki fram á gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um kynferðisbrot í Hlíðunum. Tveir menn hafa verið kærðir fyrir nauðgun tveimur aðskildum málum sem eiga að hafa átt sér stað í Hlíðunum fyrir skemmstu eftir bekkjarskemmtanir nemenda við frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík. Mennirnir voru báðir handteknir vegna málsins og haldið í tæpan sólarhring á meðan lögreglan gerði meðal annars húsleit í umræddri íbúð í Hlíðunum.„Getum ekki sagt já eða nei á þessari stundu“ Ekki var farið fram á gæsluvarðhald yfir sakborningunum og ekki heldur farbann. Hefur málið vakið upp mikla reiði í samfélaginu og lögreglan sætt harðri gagnrýni fyrir að fara ekki fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum. Boðaði lögreglan til fundar nú í hádeginu þar sem rýnt var í rannsókn málsins og kannað hvort mistök hafi verið gerð, eins og Alda Hrönn orðaði það við fréttastofu Ríkisútvarpsins fyrr í dag. Hún segist í samtali við Vísi ekki geta tjáð sig um hvað fór fram á þessum fundi eða hvort hann hefði leitt til einhvers. Aðspurð hvort mistök hafi verið gerð segist hún ekki vera í aðstöðu til að svara því. „Auðvitað þarf það að vera þannig að við séum að rýna allt sem við gerum aftur, þannig að við getum ekki sagt já eða nei á þessari stundu. Þetta er náttúrlega líka alltaf ákveðið mat sem fer fram á þeim tíma miðað við þær upplýsingar sem við höfum hverju sinni.“Þarf að vera sterkur rökstuddur grunur Hún segir rannsókn málsins enn í fullum gangi en spurð hvort afstaða lögreglunnar til gæsluvarðhaldsúrskurðar verði endurmetin var ekki að heyra á Öldu að svo verði gert. „Gæsluvarðhaldið er náttúrlega annars vegar á grundvelli 1. málsgreinar 95. greinar sakamálalaga sem er styttra úrræði og svo á grundvelli almannahagsmuna. Eins og mér sýnist almennt í dag vera mikið rætt um almannahagsmuni, ef við ætlum að beita gæsluvarðhaldi á grundvelli þess þá þarf að vera sterkur rökstuddur grunur, nánast borðleggjandi sakfelling,“ segir Alda. Hún segir slík mál afar erfið og þurfi mikið til, svo fallist sé á þau sjónarmið varðandi gæsluvarðhaldsbeiðni. „Þá er það yfirleitt í beinu framhaldi á broti, ef málið telst sannað, eða þá að það hefur verið farið fram á rannsóknargæslu og niðurstaða rannsóknarinnar hefði leitt til þess.“ Þá segir Alda að afar sjaldgæft sé að farið sé fram á farbann yfir íslenskum ríkisborgurum en því hefur verið velt upp í fjölmiðlum í dag að báðir mennirnir séu farnir úr landi. Alda segist þó ekki getað staðfest það en segir mjög sterka alþjóðlega samninga í gildi svo hægt er að fara fram á framsal íslenskra ríkisborgara sem staddir eru erlendis ef þess gerist þörf. Spurð hvort hætta stafi af sakborningum í þessu máli svarar hún því neitandi. Lögreglan sagði í tilkynningu til fjölmiðla fyrr í dag að ýmislegt sem komið hefði fram í fjölmiðlum væri ekki í samræmi við þau rannsóknargögn sem lögreglan styðst við. Tekur Alda undir það í samtali við Vísi og segir afar dökka mynd hafa verið dregna upp.Hefur skilning á reiði fólks Umræðan um þetta mál hefur verið mikil í samfélaginu í dag og segist Alda Hrönn hafa skilning á reiði fólks. „Að sjálfsögðu, ef fólk óttast um öryggi sitt þá að sjálfsögðu gerum við það. Það er okkar að reyna að bregðast við því og tryggja öryggi fólks og það er það sem við reynum að gera á hverjum tíma fyrir sig. En á þessum tíma var þetta mat þeirra sem unnu að málinu. Lögfræði er alltaf mat og það er alltaf auðvelt að vera vitur eftir á og við þurfum að skoða þetta í því ljósi.“ Hún tekur fram að lokum nú í nóvember var aftur sett á fót kynferðisafbrotadeild innan lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta er okkar forgangsmál að vinna vel í svona málum.“ Hlíðamálið Tengdar fréttir Nafn- og myndbirtingar á samfélagsmiðlum: Kennslubókardæmi um ærumeiðingar Þeir sem taka þátt í nafn- og myndbirtingum á netinu á mönnum sem ekki hafa hlotið dóm eiga á hættu að vera stefnt fyrir ærumeiðingar. Hæstaréttarlögmaður segir ljóst hvernig þau mál myndu enda. 9. nóvember 2015 14:45 Lögreglan segir allt kapp lagt á að upplýsa meint kynferðisbrot Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta af rannsóknum tveggja kynferðisbrota sem Fréttablaðið hefur fjallað um síðustu daga. 9. nóvember 2015 15:17 Ætla að mótmæla aðgerðaleysi lögreglunnar í kynferðisbrotamálum Lögreglan harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum. 9. nóvember 2015 13:17 Þótti ekki ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald yfir sakborningum Hart deilt á lögregluna vegna ákvörðunarinnar. 9. nóvember 2015 10:40 „Ég get ekki hugsað mér mikið alvarlegri nauðgunarmál“ "Fyrst og síðast minnir þetta mig á bókina Fifty Shades of Grey,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. 9. nóvember 2015 11:03 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Ef fara á fram á gæsluvarðhald yfir sakborningi á grundvelli almannahagsmuna þarf að liggja fyrir sterkur rökstuddur grunur. Þetta segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir yfirlögfræðingur á skrifstofu lögreglustjóra vegna Hlíðamálsins svokallaða. Hún segist ekki geta svarað því hvort lögreglan hafi gert mistök með því að fara ekki fram á gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um kynferðisbrot í Hlíðunum. Tveir menn hafa verið kærðir fyrir nauðgun tveimur aðskildum málum sem eiga að hafa átt sér stað í Hlíðunum fyrir skemmstu eftir bekkjarskemmtanir nemenda við frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík. Mennirnir voru báðir handteknir vegna málsins og haldið í tæpan sólarhring á meðan lögreglan gerði meðal annars húsleit í umræddri íbúð í Hlíðunum.„Getum ekki sagt já eða nei á þessari stundu“ Ekki var farið fram á gæsluvarðhald yfir sakborningunum og ekki heldur farbann. Hefur málið vakið upp mikla reiði í samfélaginu og lögreglan sætt harðri gagnrýni fyrir að fara ekki fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum. Boðaði lögreglan til fundar nú í hádeginu þar sem rýnt var í rannsókn málsins og kannað hvort mistök hafi verið gerð, eins og Alda Hrönn orðaði það við fréttastofu Ríkisútvarpsins fyrr í dag. Hún segist í samtali við Vísi ekki geta tjáð sig um hvað fór fram á þessum fundi eða hvort hann hefði leitt til einhvers. Aðspurð hvort mistök hafi verið gerð segist hún ekki vera í aðstöðu til að svara því. „Auðvitað þarf það að vera þannig að við séum að rýna allt sem við gerum aftur, þannig að við getum ekki sagt já eða nei á þessari stundu. Þetta er náttúrlega líka alltaf ákveðið mat sem fer fram á þeim tíma miðað við þær upplýsingar sem við höfum hverju sinni.“Þarf að vera sterkur rökstuddur grunur Hún segir rannsókn málsins enn í fullum gangi en spurð hvort afstaða lögreglunnar til gæsluvarðhaldsúrskurðar verði endurmetin var ekki að heyra á Öldu að svo verði gert. „Gæsluvarðhaldið er náttúrlega annars vegar á grundvelli 1. málsgreinar 95. greinar sakamálalaga sem er styttra úrræði og svo á grundvelli almannahagsmuna. Eins og mér sýnist almennt í dag vera mikið rætt um almannahagsmuni, ef við ætlum að beita gæsluvarðhaldi á grundvelli þess þá þarf að vera sterkur rökstuddur grunur, nánast borðleggjandi sakfelling,“ segir Alda. Hún segir slík mál afar erfið og þurfi mikið til, svo fallist sé á þau sjónarmið varðandi gæsluvarðhaldsbeiðni. „Þá er það yfirleitt í beinu framhaldi á broti, ef málið telst sannað, eða þá að það hefur verið farið fram á rannsóknargæslu og niðurstaða rannsóknarinnar hefði leitt til þess.“ Þá segir Alda að afar sjaldgæft sé að farið sé fram á farbann yfir íslenskum ríkisborgurum en því hefur verið velt upp í fjölmiðlum í dag að báðir mennirnir séu farnir úr landi. Alda segist þó ekki getað staðfest það en segir mjög sterka alþjóðlega samninga í gildi svo hægt er að fara fram á framsal íslenskra ríkisborgara sem staddir eru erlendis ef þess gerist þörf. Spurð hvort hætta stafi af sakborningum í þessu máli svarar hún því neitandi. Lögreglan sagði í tilkynningu til fjölmiðla fyrr í dag að ýmislegt sem komið hefði fram í fjölmiðlum væri ekki í samræmi við þau rannsóknargögn sem lögreglan styðst við. Tekur Alda undir það í samtali við Vísi og segir afar dökka mynd hafa verið dregna upp.Hefur skilning á reiði fólks Umræðan um þetta mál hefur verið mikil í samfélaginu í dag og segist Alda Hrönn hafa skilning á reiði fólks. „Að sjálfsögðu, ef fólk óttast um öryggi sitt þá að sjálfsögðu gerum við það. Það er okkar að reyna að bregðast við því og tryggja öryggi fólks og það er það sem við reynum að gera á hverjum tíma fyrir sig. En á þessum tíma var þetta mat þeirra sem unnu að málinu. Lögfræði er alltaf mat og það er alltaf auðvelt að vera vitur eftir á og við þurfum að skoða þetta í því ljósi.“ Hún tekur fram að lokum nú í nóvember var aftur sett á fót kynferðisafbrotadeild innan lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta er okkar forgangsmál að vinna vel í svona málum.“
Hlíðamálið Tengdar fréttir Nafn- og myndbirtingar á samfélagsmiðlum: Kennslubókardæmi um ærumeiðingar Þeir sem taka þátt í nafn- og myndbirtingum á netinu á mönnum sem ekki hafa hlotið dóm eiga á hættu að vera stefnt fyrir ærumeiðingar. Hæstaréttarlögmaður segir ljóst hvernig þau mál myndu enda. 9. nóvember 2015 14:45 Lögreglan segir allt kapp lagt á að upplýsa meint kynferðisbrot Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta af rannsóknum tveggja kynferðisbrota sem Fréttablaðið hefur fjallað um síðustu daga. 9. nóvember 2015 15:17 Ætla að mótmæla aðgerðaleysi lögreglunnar í kynferðisbrotamálum Lögreglan harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum. 9. nóvember 2015 13:17 Þótti ekki ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald yfir sakborningum Hart deilt á lögregluna vegna ákvörðunarinnar. 9. nóvember 2015 10:40 „Ég get ekki hugsað mér mikið alvarlegri nauðgunarmál“ "Fyrst og síðast minnir þetta mig á bókina Fifty Shades of Grey,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. 9. nóvember 2015 11:03 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Nafn- og myndbirtingar á samfélagsmiðlum: Kennslubókardæmi um ærumeiðingar Þeir sem taka þátt í nafn- og myndbirtingum á netinu á mönnum sem ekki hafa hlotið dóm eiga á hættu að vera stefnt fyrir ærumeiðingar. Hæstaréttarlögmaður segir ljóst hvernig þau mál myndu enda. 9. nóvember 2015 14:45
Lögreglan segir allt kapp lagt á að upplýsa meint kynferðisbrot Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta af rannsóknum tveggja kynferðisbrota sem Fréttablaðið hefur fjallað um síðustu daga. 9. nóvember 2015 15:17
Ætla að mótmæla aðgerðaleysi lögreglunnar í kynferðisbrotamálum Lögreglan harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum. 9. nóvember 2015 13:17
Þótti ekki ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald yfir sakborningum Hart deilt á lögregluna vegna ákvörðunarinnar. 9. nóvember 2015 10:40
„Ég get ekki hugsað mér mikið alvarlegri nauðgunarmál“ "Fyrst og síðast minnir þetta mig á bókina Fifty Shades of Grey,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. 9. nóvember 2015 11:03