„Hefði íbúðin verið útbúin til nauðgana, þá hefðum við farið fram á gæsluvarðhald“ Bjarki Ármannsson skrifar 9. nóvember 2015 17:52 Yfirlögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir ekki allar upplýsingar sem komið hafa fram í fjölmiðlum um rannsókn Hlíðarmálsins alveg réttar. Vísir Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir ekki allar upplýsingar sem komið hafa fram í fjölmiðlum um rannsókn á meintum nauðgunum í íbúð í Hlíðarhverfi alveg réttar. Hún segir að íbúðin hafi ekki verið „útbúin til nauðgana“ líkt og fullyrt var í fyrirsögn Fréttablaðsins af málinu í morgun. „Ég held að ég geti alveg fullyrt að hefði íbúðin verið útbúin til nauðgana, þá hefðum við farið fram á gæsluvarðhald,“ sagði Alda Hrönn í viðtali við útvarpsþáttinn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrir stuttu. „Þær upplýsingar sem eru í fjölmiðlum eru ekki allar alveg réttar.“ Fréttablaðið greindi frá því í morgun að við rannsókn á tveimur aðskildum kynferðisbrotamálum hefði húsleit verið gerð í íbúðinni. Samkvæmt heimildum blaðsins voru árásirnar hrottalegar og íbúðin búin tækjum til ofbeldisiðkunar. Lögregla hafi þar fundið ýmis tæki og tól sem mennirnir eiga að hafa notað við nauðganirnar, svo sem svipur, reipi og keðjur. Þá hafi hankar verið í loftinu sem grunur leikur á að mennirnir hafi notað til að hengja upp aðra konuna á meðan ráðist var á hana.Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/PjeturReiðin ekki farið framhjá lögreglu Sem kunnugt er, fór lögregla ekki fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur sem grunaðir eru um nauðganirnar. Mikil reiði hefur brotist út á samfélagsmiðlum vegna þessa og voru mótmæli skipulögð við lögreglustöðina á Hverfisgötu sem hófust nú klukkan fimm. Mennirnir tveir eru báðir taldir farnir úr landi. „Reiðin hefur ekki farið framhjá okkur,“ segir Alda Hrönn. „Það er mjög leitt ef fólkir upplifir ekki öryggi, við viljum svo sannarlega tryggja öryggi fólks. Við hefðum að sjálfsögðu leitað annarra leiða ef við teldum fólk í þannig hættu að það gæti ekki farið út í búð. Maður biðlar náttúrulega bara til þeirra sem verða fyrir þessum brotum að gefast ekki upp heldur leita til okkar.“ Aðspurð hvort margir sem gagnrýnt hafa störf lögreglu í þessu máli byggi skoðanir sínar á staðreyndum sem liggi ekki endilega fyrir, segist Alda Hrönn telja að svo sé. „Það er ansi mikið þannig,“ segir hún. „Ég hef mjög lítið séð af þessum umræðum í dag, en það er allt lagt upp úr því að það sé satt og rétt sem kemur fram í fjölmiðlum. Við þurfum aðeins að varast það og treysta á að það sé verið að vinna í þeim málum sem liggja fyrir. Auðvitað er enginn hafinn yfir gagnrýni en við þurfum líka að varast það að taka öllu eins og það sé heilagur sannleikur.“ Hlíðamálið Tengdar fréttir Aðstoðarlögreglustjóri í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 og Íslandi í dag Óhætt er að segja að samfélagsmiðlar hafi logað í dag vegna fregna af kynferðisbrotamáli sem lögreglan hefur til rannsóknar. 9. nóvember 2015 16:44 Nafn- og myndbirtingar á samfélagsmiðlum: Kennslubókardæmi um ærumeiðingar Þeir sem taka þátt í nafn- og myndbirtingum á netinu á mönnum sem ekki hafa hlotið dóm eiga á hættu að vera stefnt fyrir ærumeiðingar. Hæstaréttarlögmaður segir ljóst hvernig þau mál myndu enda. 9. nóvember 2015 14:45 „Við viljum bara að eitthvað verði gert“ Nokkur hundruð eru nú saman komin á Hverfisgötu til að mótmæla aðgerðarleysi lögreglunnar í kynferðisbrotamálum í kjölfar frétta dagsins. 9. nóvember 2015 17:25 Lögreglan segir allt kapp lagt á að upplýsa meint kynferðisbrot Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta af rannsóknum tveggja kynferðisbrota sem Fréttablaðið hefur fjallað um síðustu daga. 9. nóvember 2015 15:17 „Ég get ekki hugsað mér mikið alvarlegri nauðgunarmál“ "Fyrst og síðast minnir þetta mig á bókina Fifty Shades of Grey,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. 9. nóvember 2015 11:03 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir ekki allar upplýsingar sem komið hafa fram í fjölmiðlum um rannsókn á meintum nauðgunum í íbúð í Hlíðarhverfi alveg réttar. Hún segir að íbúðin hafi ekki verið „útbúin til nauðgana“ líkt og fullyrt var í fyrirsögn Fréttablaðsins af málinu í morgun. „Ég held að ég geti alveg fullyrt að hefði íbúðin verið útbúin til nauðgana, þá hefðum við farið fram á gæsluvarðhald,“ sagði Alda Hrönn í viðtali við útvarpsþáttinn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrir stuttu. „Þær upplýsingar sem eru í fjölmiðlum eru ekki allar alveg réttar.“ Fréttablaðið greindi frá því í morgun að við rannsókn á tveimur aðskildum kynferðisbrotamálum hefði húsleit verið gerð í íbúðinni. Samkvæmt heimildum blaðsins voru árásirnar hrottalegar og íbúðin búin tækjum til ofbeldisiðkunar. Lögregla hafi þar fundið ýmis tæki og tól sem mennirnir eiga að hafa notað við nauðganirnar, svo sem svipur, reipi og keðjur. Þá hafi hankar verið í loftinu sem grunur leikur á að mennirnir hafi notað til að hengja upp aðra konuna á meðan ráðist var á hana.Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/PjeturReiðin ekki farið framhjá lögreglu Sem kunnugt er, fór lögregla ekki fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur sem grunaðir eru um nauðganirnar. Mikil reiði hefur brotist út á samfélagsmiðlum vegna þessa og voru mótmæli skipulögð við lögreglustöðina á Hverfisgötu sem hófust nú klukkan fimm. Mennirnir tveir eru báðir taldir farnir úr landi. „Reiðin hefur ekki farið framhjá okkur,“ segir Alda Hrönn. „Það er mjög leitt ef fólkir upplifir ekki öryggi, við viljum svo sannarlega tryggja öryggi fólks. Við hefðum að sjálfsögðu leitað annarra leiða ef við teldum fólk í þannig hættu að það gæti ekki farið út í búð. Maður biðlar náttúrulega bara til þeirra sem verða fyrir þessum brotum að gefast ekki upp heldur leita til okkar.“ Aðspurð hvort margir sem gagnrýnt hafa störf lögreglu í þessu máli byggi skoðanir sínar á staðreyndum sem liggi ekki endilega fyrir, segist Alda Hrönn telja að svo sé. „Það er ansi mikið þannig,“ segir hún. „Ég hef mjög lítið séð af þessum umræðum í dag, en það er allt lagt upp úr því að það sé satt og rétt sem kemur fram í fjölmiðlum. Við þurfum aðeins að varast það og treysta á að það sé verið að vinna í þeim málum sem liggja fyrir. Auðvitað er enginn hafinn yfir gagnrýni en við þurfum líka að varast það að taka öllu eins og það sé heilagur sannleikur.“
Hlíðamálið Tengdar fréttir Aðstoðarlögreglustjóri í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 og Íslandi í dag Óhætt er að segja að samfélagsmiðlar hafi logað í dag vegna fregna af kynferðisbrotamáli sem lögreglan hefur til rannsóknar. 9. nóvember 2015 16:44 Nafn- og myndbirtingar á samfélagsmiðlum: Kennslubókardæmi um ærumeiðingar Þeir sem taka þátt í nafn- og myndbirtingum á netinu á mönnum sem ekki hafa hlotið dóm eiga á hættu að vera stefnt fyrir ærumeiðingar. Hæstaréttarlögmaður segir ljóst hvernig þau mál myndu enda. 9. nóvember 2015 14:45 „Við viljum bara að eitthvað verði gert“ Nokkur hundruð eru nú saman komin á Hverfisgötu til að mótmæla aðgerðarleysi lögreglunnar í kynferðisbrotamálum í kjölfar frétta dagsins. 9. nóvember 2015 17:25 Lögreglan segir allt kapp lagt á að upplýsa meint kynferðisbrot Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta af rannsóknum tveggja kynferðisbrota sem Fréttablaðið hefur fjallað um síðustu daga. 9. nóvember 2015 15:17 „Ég get ekki hugsað mér mikið alvarlegri nauðgunarmál“ "Fyrst og síðast minnir þetta mig á bókina Fifty Shades of Grey,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. 9. nóvember 2015 11:03 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Aðstoðarlögreglustjóri í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 og Íslandi í dag Óhætt er að segja að samfélagsmiðlar hafi logað í dag vegna fregna af kynferðisbrotamáli sem lögreglan hefur til rannsóknar. 9. nóvember 2015 16:44
Nafn- og myndbirtingar á samfélagsmiðlum: Kennslubókardæmi um ærumeiðingar Þeir sem taka þátt í nafn- og myndbirtingum á netinu á mönnum sem ekki hafa hlotið dóm eiga á hættu að vera stefnt fyrir ærumeiðingar. Hæstaréttarlögmaður segir ljóst hvernig þau mál myndu enda. 9. nóvember 2015 14:45
„Við viljum bara að eitthvað verði gert“ Nokkur hundruð eru nú saman komin á Hverfisgötu til að mótmæla aðgerðarleysi lögreglunnar í kynferðisbrotamálum í kjölfar frétta dagsins. 9. nóvember 2015 17:25
Lögreglan segir allt kapp lagt á að upplýsa meint kynferðisbrot Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta af rannsóknum tveggja kynferðisbrota sem Fréttablaðið hefur fjallað um síðustu daga. 9. nóvember 2015 15:17
„Ég get ekki hugsað mér mikið alvarlegri nauðgunarmál“ "Fyrst og síðast minnir þetta mig á bókina Fifty Shades of Grey,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. 9. nóvember 2015 11:03