Hefja undirbúning að smíði nýrrar brúar yfir Eldvatn Kristján Már Unnarsson skrifar 30. október 2015 10:30 Jarðlögin undir eystri brúarstöplinum, sem grófst undan, eru talin veik. Mynd/Ingibjörg Eiríksdóttir. Vegagerðin telur að brúin yfir Eldvatn, sem laskaðist í Skaftárhlaupinu í byrjun mánaðarins, muni ekki standast næsta hlaup. Undirbúningur athugunar á nýju brúarstæði yfir Eldvatn er því hafinn. Samhliða er verið að kanna möguleika á að opna brúna fyrir léttari umferð til skemmri tíma. „Vegagerðin telur að við flóð muni eystri árbakkinn halda áfram að rofna og jafnvel án þess að til stórs Skaftárhlaups komi. Ekki þarf mikið rof til viðbótar til þess að austurstöpullinn falli niður,“ segir í frétt á vef Vegagerðarinnar. Bor frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða boraði undir brúarstöpulinn til að kanna jarðlögin.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 lét Vegagerðin bora könnunarholur til að kanna jarðlögin undir brúarstöplinum sem grófst undan. „Til þess að fá nánari upplýsingar um farveg árinnar hefur verið undirbúin dýptarmæling í honum, en ekki hefur verið unnt að gera þær mælingar vegna þess hve rennsli árinnar hefur verið mikið,“ segir enfremur. „Samhliða þessum rannsóknum er verið að skoða möguleika á að opna núverandi brú fyrir léttari umferð til skemmri tíma. Nauðsynlegt er að vakta austurbakka árinnar og hreyfingar brúarinnar til að tryggja öryggi vegfarenda verði hún opnuð fyrir léttri umferð.“ Brúin hefur verið lokuð frá 2. október. Vegna þess hefur ferðatími milli Skaftártungu og Kirkjubæjarklausturs lengst um 25-30 mínútur, hvora leið. Hjáleið er um gamla þjóðveginn um Hrífunes.Stöð 2/Björn Sigurðsson. Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Hlaupið óð yfir þúsundir hektara lands Nokkur hundruð hektarar af uppgræðslusvæðum bænda og Landgræðslunnar fóru undir jökuleðju og sand í Skaftárhlaupinu á dögunum. Enn er erfitt að meta skaðann. Skemmdir á flóðavörnum minni en óttast var. 27. október 2015 07:00 Brúin yfir Eldvatn stendur á lyginni einni Skaftá hefur haldið áfram að grafa undan undirstöðum hennar í dag og landið í kringum hana hefur sigið. 4. október 2015 19:38 Brúin verr farin og mögulega ónýt eftir átök Skaftárhlaups Bráðabirgðaviðgerð á brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum, sem skemmdist í Skaftárhlaupinu, er talin kosta tugi milljóna króna. 16. október 2015 20:45 „Langstærsta Skaftárhlaup sem menn hafa upplifað“ Kristján Már Unnarsson fréttamaður er á staðnum og fylgist með gangi mála. 2. október 2015 13:07 Sannað að ketillinn hefur stækkað mikið Grunur jarðvísindamanna hefur verið staðfestur um að ástæðan fyrir hinu stóra Skaftárhlaupi sem hófst fyrir réttum mánuði er veruleg stækkun á Eystri-Skaftárkatli sem liggur undir vestanverðum Vatnajökli. 30. október 2015 06:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Sjá meira
Vegagerðin telur að brúin yfir Eldvatn, sem laskaðist í Skaftárhlaupinu í byrjun mánaðarins, muni ekki standast næsta hlaup. Undirbúningur athugunar á nýju brúarstæði yfir Eldvatn er því hafinn. Samhliða er verið að kanna möguleika á að opna brúna fyrir léttari umferð til skemmri tíma. „Vegagerðin telur að við flóð muni eystri árbakkinn halda áfram að rofna og jafnvel án þess að til stórs Skaftárhlaups komi. Ekki þarf mikið rof til viðbótar til þess að austurstöpullinn falli niður,“ segir í frétt á vef Vegagerðarinnar. Bor frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða boraði undir brúarstöpulinn til að kanna jarðlögin.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 lét Vegagerðin bora könnunarholur til að kanna jarðlögin undir brúarstöplinum sem grófst undan. „Til þess að fá nánari upplýsingar um farveg árinnar hefur verið undirbúin dýptarmæling í honum, en ekki hefur verið unnt að gera þær mælingar vegna þess hve rennsli árinnar hefur verið mikið,“ segir enfremur. „Samhliða þessum rannsóknum er verið að skoða möguleika á að opna núverandi brú fyrir léttari umferð til skemmri tíma. Nauðsynlegt er að vakta austurbakka árinnar og hreyfingar brúarinnar til að tryggja öryggi vegfarenda verði hún opnuð fyrir léttri umferð.“ Brúin hefur verið lokuð frá 2. október. Vegna þess hefur ferðatími milli Skaftártungu og Kirkjubæjarklausturs lengst um 25-30 mínútur, hvora leið. Hjáleið er um gamla þjóðveginn um Hrífunes.Stöð 2/Björn Sigurðsson.
Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Hlaupið óð yfir þúsundir hektara lands Nokkur hundruð hektarar af uppgræðslusvæðum bænda og Landgræðslunnar fóru undir jökuleðju og sand í Skaftárhlaupinu á dögunum. Enn er erfitt að meta skaðann. Skemmdir á flóðavörnum minni en óttast var. 27. október 2015 07:00 Brúin yfir Eldvatn stendur á lyginni einni Skaftá hefur haldið áfram að grafa undan undirstöðum hennar í dag og landið í kringum hana hefur sigið. 4. október 2015 19:38 Brúin verr farin og mögulega ónýt eftir átök Skaftárhlaups Bráðabirgðaviðgerð á brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum, sem skemmdist í Skaftárhlaupinu, er talin kosta tugi milljóna króna. 16. október 2015 20:45 „Langstærsta Skaftárhlaup sem menn hafa upplifað“ Kristján Már Unnarsson fréttamaður er á staðnum og fylgist með gangi mála. 2. október 2015 13:07 Sannað að ketillinn hefur stækkað mikið Grunur jarðvísindamanna hefur verið staðfestur um að ástæðan fyrir hinu stóra Skaftárhlaupi sem hófst fyrir réttum mánuði er veruleg stækkun á Eystri-Skaftárkatli sem liggur undir vestanverðum Vatnajökli. 30. október 2015 06:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Sjá meira
Hlaupið óð yfir þúsundir hektara lands Nokkur hundruð hektarar af uppgræðslusvæðum bænda og Landgræðslunnar fóru undir jökuleðju og sand í Skaftárhlaupinu á dögunum. Enn er erfitt að meta skaðann. Skemmdir á flóðavörnum minni en óttast var. 27. október 2015 07:00
Brúin yfir Eldvatn stendur á lyginni einni Skaftá hefur haldið áfram að grafa undan undirstöðum hennar í dag og landið í kringum hana hefur sigið. 4. október 2015 19:38
Brúin verr farin og mögulega ónýt eftir átök Skaftárhlaups Bráðabirgðaviðgerð á brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum, sem skemmdist í Skaftárhlaupinu, er talin kosta tugi milljóna króna. 16. október 2015 20:45
„Langstærsta Skaftárhlaup sem menn hafa upplifað“ Kristján Már Unnarsson fréttamaður er á staðnum og fylgist með gangi mála. 2. október 2015 13:07
Sannað að ketillinn hefur stækkað mikið Grunur jarðvísindamanna hefur verið staðfestur um að ástæðan fyrir hinu stóra Skaftárhlaupi sem hófst fyrir réttum mánuði er veruleg stækkun á Eystri-Skaftárkatli sem liggur undir vestanverðum Vatnajökli. 30. október 2015 06:00