Ekki megi tjalda nema á sérstökum svæðum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 20. október 2015 09:00 Hornfirðingar vilja ekki að menn tjaldi hvar sem er. vísir/daníel Hornfirðingar vilja að breytingar verði gerðar á frumvarpi til laga um náttúruvernd þannig að heimild til að slá upp tjaldi í byggð verði þrengd svo aðeins verði leyfilegt að tjalda á skipulögðum tjaldsvæðum. Í umsögn sem lögð var fyrir bæjarráð Hornafjarðar er rakið að í frumvarpinu sé „fjallað um heimild til að tjalda í byggð við alfaraleið í óræktuðu landi til einnar nætur“ í tjöldum sem ætluð séu til gistingar. Segir í umsögninni að æ fleiri ferðamenn velji að ferðast á bílaleigubílum og svokölluðum „camperum“ fremur en í skipulögðum hópferðum. „Samhliða þessu hefur orðið vart við að ferðafólk skilur eftir úrgang af ýmsu tagi. Kostnaður við að hreinsa úrgang eftir ferðamenn við áningarstaði fellur á sveitarfélagið og aðra landeigendur,“ segir í umsögninni. Bent er á að mikil uppbygging hafi orðið á tjaldstæðum og greiður aðgangur sé að tjaldstæðum í byggð þar sem öll aðstaða sé til staðar. „Ferðamenn sem fara um landið í byggð ættu í langflestum eða öllum tilfellum að geta komist á skipulögð tjaldsvæði. Það er því með öllu óþarft að veita svo víðtæka heimild til að slá upp tjöldum í byggð sem frumvarpið gerir ráð fyrir,“ segir í umsögn Hornfirðinga. Sveitarstjórn Skaftáhrepps vill ekki að heimilt verði að nota tjaldvagna, fellihýsi og hjólhýsi nema á skipulögðum svæðum utan þéttbýlis nema með sérstöku leyfi. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að það sé leyft á óræktuðum svæðum í vegasambandi. „Næturdvöl veldur ónæði á landeiganda og aðra ferðamenn, óþrifnaði vegna úrgangs, ásamt aukinni eldhættu á viðkvæmum landsvæðum,“ segir í umsögn Skaftárhrepps þar sem jafnframt er varað við ýmsum hættum vegna náttúruhamfara. „Erfitt er að tryggja öryggi þeirra sem dveljast utan merktra svæða.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Ríkið sakfellt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Hornfirðingar vilja að breytingar verði gerðar á frumvarpi til laga um náttúruvernd þannig að heimild til að slá upp tjaldi í byggð verði þrengd svo aðeins verði leyfilegt að tjalda á skipulögðum tjaldsvæðum. Í umsögn sem lögð var fyrir bæjarráð Hornafjarðar er rakið að í frumvarpinu sé „fjallað um heimild til að tjalda í byggð við alfaraleið í óræktuðu landi til einnar nætur“ í tjöldum sem ætluð séu til gistingar. Segir í umsögninni að æ fleiri ferðamenn velji að ferðast á bílaleigubílum og svokölluðum „camperum“ fremur en í skipulögðum hópferðum. „Samhliða þessu hefur orðið vart við að ferðafólk skilur eftir úrgang af ýmsu tagi. Kostnaður við að hreinsa úrgang eftir ferðamenn við áningarstaði fellur á sveitarfélagið og aðra landeigendur,“ segir í umsögninni. Bent er á að mikil uppbygging hafi orðið á tjaldstæðum og greiður aðgangur sé að tjaldstæðum í byggð þar sem öll aðstaða sé til staðar. „Ferðamenn sem fara um landið í byggð ættu í langflestum eða öllum tilfellum að geta komist á skipulögð tjaldsvæði. Það er því með öllu óþarft að veita svo víðtæka heimild til að slá upp tjöldum í byggð sem frumvarpið gerir ráð fyrir,“ segir í umsögn Hornfirðinga. Sveitarstjórn Skaftáhrepps vill ekki að heimilt verði að nota tjaldvagna, fellihýsi og hjólhýsi nema á skipulögðum svæðum utan þéttbýlis nema með sérstöku leyfi. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að það sé leyft á óræktuðum svæðum í vegasambandi. „Næturdvöl veldur ónæði á landeiganda og aðra ferðamenn, óþrifnaði vegna úrgangs, ásamt aukinni eldhættu á viðkvæmum landsvæðum,“ segir í umsögn Skaftárhrepps þar sem jafnframt er varað við ýmsum hættum vegna náttúruhamfara. „Erfitt er að tryggja öryggi þeirra sem dveljast utan merktra svæða.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Ríkið sakfellt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira