Ekki megi tjalda nema á sérstökum svæðum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 20. október 2015 09:00 Hornfirðingar vilja ekki að menn tjaldi hvar sem er. vísir/daníel Hornfirðingar vilja að breytingar verði gerðar á frumvarpi til laga um náttúruvernd þannig að heimild til að slá upp tjaldi í byggð verði þrengd svo aðeins verði leyfilegt að tjalda á skipulögðum tjaldsvæðum. Í umsögn sem lögð var fyrir bæjarráð Hornafjarðar er rakið að í frumvarpinu sé „fjallað um heimild til að tjalda í byggð við alfaraleið í óræktuðu landi til einnar nætur“ í tjöldum sem ætluð séu til gistingar. Segir í umsögninni að æ fleiri ferðamenn velji að ferðast á bílaleigubílum og svokölluðum „camperum“ fremur en í skipulögðum hópferðum. „Samhliða þessu hefur orðið vart við að ferðafólk skilur eftir úrgang af ýmsu tagi. Kostnaður við að hreinsa úrgang eftir ferðamenn við áningarstaði fellur á sveitarfélagið og aðra landeigendur,“ segir í umsögninni. Bent er á að mikil uppbygging hafi orðið á tjaldstæðum og greiður aðgangur sé að tjaldstæðum í byggð þar sem öll aðstaða sé til staðar. „Ferðamenn sem fara um landið í byggð ættu í langflestum eða öllum tilfellum að geta komist á skipulögð tjaldsvæði. Það er því með öllu óþarft að veita svo víðtæka heimild til að slá upp tjöldum í byggð sem frumvarpið gerir ráð fyrir,“ segir í umsögn Hornfirðinga. Sveitarstjórn Skaftáhrepps vill ekki að heimilt verði að nota tjaldvagna, fellihýsi og hjólhýsi nema á skipulögðum svæðum utan þéttbýlis nema með sérstöku leyfi. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að það sé leyft á óræktuðum svæðum í vegasambandi. „Næturdvöl veldur ónæði á landeiganda og aðra ferðamenn, óþrifnaði vegna úrgangs, ásamt aukinni eldhættu á viðkvæmum landsvæðum,“ segir í umsögn Skaftárhrepps þar sem jafnframt er varað við ýmsum hættum vegna náttúruhamfara. „Erfitt er að tryggja öryggi þeirra sem dveljast utan merktra svæða.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga Sjá meira
Hornfirðingar vilja að breytingar verði gerðar á frumvarpi til laga um náttúruvernd þannig að heimild til að slá upp tjaldi í byggð verði þrengd svo aðeins verði leyfilegt að tjalda á skipulögðum tjaldsvæðum. Í umsögn sem lögð var fyrir bæjarráð Hornafjarðar er rakið að í frumvarpinu sé „fjallað um heimild til að tjalda í byggð við alfaraleið í óræktuðu landi til einnar nætur“ í tjöldum sem ætluð séu til gistingar. Segir í umsögninni að æ fleiri ferðamenn velji að ferðast á bílaleigubílum og svokölluðum „camperum“ fremur en í skipulögðum hópferðum. „Samhliða þessu hefur orðið vart við að ferðafólk skilur eftir úrgang af ýmsu tagi. Kostnaður við að hreinsa úrgang eftir ferðamenn við áningarstaði fellur á sveitarfélagið og aðra landeigendur,“ segir í umsögninni. Bent er á að mikil uppbygging hafi orðið á tjaldstæðum og greiður aðgangur sé að tjaldstæðum í byggð þar sem öll aðstaða sé til staðar. „Ferðamenn sem fara um landið í byggð ættu í langflestum eða öllum tilfellum að geta komist á skipulögð tjaldsvæði. Það er því með öllu óþarft að veita svo víðtæka heimild til að slá upp tjöldum í byggð sem frumvarpið gerir ráð fyrir,“ segir í umsögn Hornfirðinga. Sveitarstjórn Skaftáhrepps vill ekki að heimilt verði að nota tjaldvagna, fellihýsi og hjólhýsi nema á skipulögðum svæðum utan þéttbýlis nema með sérstöku leyfi. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að það sé leyft á óræktuðum svæðum í vegasambandi. „Næturdvöl veldur ónæði á landeiganda og aðra ferðamenn, óþrifnaði vegna úrgangs, ásamt aukinni eldhættu á viðkvæmum landsvæðum,“ segir í umsögn Skaftárhrepps þar sem jafnframt er varað við ýmsum hættum vegna náttúruhamfara. „Erfitt er að tryggja öryggi þeirra sem dveljast utan merktra svæða.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga Sjá meira