Sergio Agüero, framherji Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, verður frá keppni næsta mánuðinn vegna meiðsla.
Argentínumauðrinn var borinn af velli í landsleik gegn Ekvador 9. október eftir að skora fimm mörk í 6-1 sigri á Newcastle sex dögum áður.
„Agüero verður frá í mánuð. Kannski fáum við Clichy til baka í næstu viku en Fabian Delph og David Silva verða klárir,“ sagði Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri Man. City, á blaðamannafundi í dag fyrir leik liðsins í Meistaradeildinni annað kvöld.
Agüero er búinn að skora sex mörk í átta leikjum í úrvalsdeildinni á þessari leiktíð, en fimm þeirra komu í síðasta leik sem hann spilaði gegn Newcastle.
Agüero frá keppni í mánuð
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið

Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar
Enski boltinn

Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg
Handbolti

Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn

Segir Arnór líta ruddalega vel út
Fótbolti


Sjáðu Albert skora gegn Juventus
Fótbolti

„Rjóminn á kökuna fyrir okkur“
Íslenski boltinn



Víkingur missir undanúrslitasætið
Íslenski boltinn