

Spurning um skynsemi
Núverandi ríkisstjórn tók við ágætu búi af þeirri síðustu og þegar árin sjö frá hruni eru skoðuð í samhengi má sjá að hér hefur undraverður árangur náðst í ríkisfjármálum og efnahagsmálum. Enn eru stór viðfangsefni fram undan, til dæmis hvernig bregðast skal við velgengni og vexti. Staðreyndin er sú að núverandi ríkisstjórn var snögg að forgangsraða í þágu hinna efnameiri. Það var gert með því að afnema auðlegðarskatt, lækka veiðigjöld, afnema orkuskatt. Síðan var ráðist í að lækka tekjuskatt í milliþrepi og nú er stefnt að því að fækka skattþrepum úr þremur í tvö. Á sama tíma var virðisaukaskattur hækkaður á mat og menningu.
Öll þessi skref miða að því að lækka skattbyrði á hina efnameiri en um leið var skattbyrðin heldur aukin á hina efnaminni. Og þetta er ein af orsökum þess að átök á vinnumarkaði hafa verið harðari nú á undanförnum misserum en mörg ár á undan. Almenningur í landinu sér að þróun efnahagsmála er í rétta átt en líka að aðgerðir stjórnvalda snúast ekki um að velgengnin dreifist með réttlátum hætti.
Almenningur í landinu sér líka ýmis dæmi þar sem útvaldir hópar njóta sérkjara. Nærtækt er að nefna sölu hlutabréfa í Símanum þar sem Arion-banki bauð þá hluti fáum útvöldum aðilum á sérkjörum, mun hagstæðari en bjóðast almenningi. Þetta er önnur ástæða þess að venjulegt fólk krefst kjarabóta og neitar að sitja uppi með svartapéturinn þegar öðrum eru afhent tromp á silfurfati.
Það ætti að vera forgangsmál íslenskra stjórnvalda að tryggja réttlátar leikreglur og gagnsæi í fjármálakerfinu, tryggja jöfnuð og rétta hlut hinna tekjulægri í öllum sínum aðgerðum. Þar erum við á rangri leið eins og sést á tölum um auðsöfnun hinna ríkustu, ríkasta eina prósentið á fjórðung alls auðs á Íslandi. Jöfnuður er ekki einungis réttlætismál, hann skapar líka aukna hagsæld eins og komið hefur fram í nýjum skýrslum OECD um tengsl hagsældar og jafnaðar. Þetta snýst ekki einungis um hugmyndafræði og réttlæti, heldur líka skynsemi.
Skoðun

Forvarnir á ferð
Erlingur Sigvaldason skrifar

Vertu meðbyr mannúðar
Birna Þórarinsdóttir skrifar

Fegurð sem breytir skólum
Einar Mikael Sverrisson skrifar

Það læra börnin sem fyrir þeim er haft
Sigurður Örn Hilmarsson skrifar

Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation
Marianne Elisabeth Klinke skrifar

Verður Frelsið fullveldinu að bráð?
Anton Guðmundsson skrifar

Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun?
Ólafur Stephensen skrifar

Mataræði í stóra samhengi lífsins
Birna Þórisdóttir skrifar

Hvað varð um loftslagsmálin?
Kamma Thordarson skrifar

Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum
Inga Sæland skrifar

Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims
Snorri Másson skrifar

Ég kýs Magnús Karl sem rektor
Bylgja Hilmarsdóttir skrifar

Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni
Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar

Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda?
Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar

Lífið gefur engan afslátt
Davíð Bergmann skrifar

Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ
Árni Guðmundsson skrifar

Vitskert veröld
Einar Helgason skrifar

Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet
Signý Jóhannesdóttir skrifar

Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur
Arnar Sigurðsson skrifar

Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands
Eva Jörgensen skrifar

Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja
Friðrik Árnason skrifar

Nýjar ráðleggingar um mataræði
María Heimisdóttir skrifar

Börn með fjölþættan vanda
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands
Clive Stacey skrifar

Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði?
Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar

Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti
Najlaa Attaallah skrifar

Heilinn okkar og klukka lífsins
Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar

Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum
Arna Magnea Danks skrifar

Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands
Herdís Sveinsdóttir skrifar

Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ!
Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar