Segir ótækt að fjölga borgarfulltrúum á meðan hagræðing á sér stað Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 21. október 2015 07:00 Tillögu Sjálfstæðismanna var vísað til forsætisnefndar. Fréttablaðið/Vilhelm Tillaga borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins um að Reykjavíkurborg fái sjálfdæmi varðandi fjölda borgarfulltrúa var vísað til forsætisnefndar borgarinnar á fundi borgarstjórnar í gær. Samkvæmt sveitastjórnarlögunum á Reykjavíkurborg að vera með 23 til 31 borgarfulltrúa eftir sveitastjórnarkosningar 2018. „Borgarstjórn fyrst og fremst á að taka afstöðu til þess ef að það er þörf á fjölgun borgarfulltrúa eða ekki,“ sagði Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á fundi borgarstjórnar í gær. Hann sagði það ótækt væri að ráðstafa fjármagni í fjölgun kjörinna fulltrúa á meðan borgarstjórn glímir við að rétta af erfiða fjárhagsstöðu borgarinnar. „Mér þætti það slæm skilaboð við þessar aðstæður ef að kjörnum fulltrúum væri fjölgað um 53 prósent.“ „Að sjálfsögðu eigum við að fara eftir lögum hverju sinni en auðvitað leyfum við okkur að hafa skoðun á því hvort þau séu rétt eða ekki. Sér í lagi ef þau ganga gegn sjálfsákvörðunarrétti borgarinnar,“ sagði hann.Kjartan Magnússonvísir/vilhelmSamkvæmt lögunum sem tóku gildi 1. janúar 2012 ber sveitafélögum að stilla af fjölda bæjarfulltrúa miðað við fólksfjölda fyrir sveitastjórnarkosningar árið 2018. Mörg sveitafélög hafa þegar gert þetta nú þegar en til að mynda eru Hafnarfjörður og Kópavogur með lágmarksfjölda fulltrúa eða ellefu talsins. Sóley Tómasdóttir forseti borgarstjórnar sagði að útfærsla á lögunum frá Alþingi væru til skoðunar hjá forsætisnefnd borgarinnar. „Ennþá erum við í miðju ferli við að velta upp svörum sem munu liggja fyrir áður ne langt um líður,“ sagði hún. Hún nefndi þá staðreynd að á bak við hvern borgarfulltrúa í Reykjavík væru um 8000 kjósendur en um 5000 á bak við hvern bæjarfulltrúa í Kópavogi og hvern alþingismann. „Hvergi eru fleiri kjósendur á bak við hvern fulltrúa eins og í Reykjavík,“ sagði Sóley. Þá nefndi hún það að engin afstaða hefði verið tekin til fjölgunar heldur væri gert ráð fyrir því að lögum yrði fylgt og enn væri eftir að útfæra breytingarnar til dæmis með tilliti til launa, nefndarsetu starfshlutfalls og fleira. Alþingi Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Erlent Fleiri fréttir Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sjá meira
Tillaga borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins um að Reykjavíkurborg fái sjálfdæmi varðandi fjölda borgarfulltrúa var vísað til forsætisnefndar borgarinnar á fundi borgarstjórnar í gær. Samkvæmt sveitastjórnarlögunum á Reykjavíkurborg að vera með 23 til 31 borgarfulltrúa eftir sveitastjórnarkosningar 2018. „Borgarstjórn fyrst og fremst á að taka afstöðu til þess ef að það er þörf á fjölgun borgarfulltrúa eða ekki,“ sagði Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á fundi borgarstjórnar í gær. Hann sagði það ótækt væri að ráðstafa fjármagni í fjölgun kjörinna fulltrúa á meðan borgarstjórn glímir við að rétta af erfiða fjárhagsstöðu borgarinnar. „Mér þætti það slæm skilaboð við þessar aðstæður ef að kjörnum fulltrúum væri fjölgað um 53 prósent.“ „Að sjálfsögðu eigum við að fara eftir lögum hverju sinni en auðvitað leyfum við okkur að hafa skoðun á því hvort þau séu rétt eða ekki. Sér í lagi ef þau ganga gegn sjálfsákvörðunarrétti borgarinnar,“ sagði hann.Kjartan Magnússonvísir/vilhelmSamkvæmt lögunum sem tóku gildi 1. janúar 2012 ber sveitafélögum að stilla af fjölda bæjarfulltrúa miðað við fólksfjölda fyrir sveitastjórnarkosningar árið 2018. Mörg sveitafélög hafa þegar gert þetta nú þegar en til að mynda eru Hafnarfjörður og Kópavogur með lágmarksfjölda fulltrúa eða ellefu talsins. Sóley Tómasdóttir forseti borgarstjórnar sagði að útfærsla á lögunum frá Alþingi væru til skoðunar hjá forsætisnefnd borgarinnar. „Ennþá erum við í miðju ferli við að velta upp svörum sem munu liggja fyrir áður ne langt um líður,“ sagði hún. Hún nefndi þá staðreynd að á bak við hvern borgarfulltrúa í Reykjavík væru um 8000 kjósendur en um 5000 á bak við hvern bæjarfulltrúa í Kópavogi og hvern alþingismann. „Hvergi eru fleiri kjósendur á bak við hvern fulltrúa eins og í Reykjavík,“ sagði Sóley. Þá nefndi hún það að engin afstaða hefði verið tekin til fjölgunar heldur væri gert ráð fyrir því að lögum yrði fylgt og enn væri eftir að útfæra breytingarnar til dæmis með tilliti til launa, nefndarsetu starfshlutfalls og fleira.
Alþingi Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Erlent Fleiri fréttir Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sjá meira