Viðræðurnar hægfara en þokuðust í rétta átt Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. október 2015 22:35 "Þetta gekk eiginlega sinn vanagang, fremur hægt en þó í rétta átt,“ segir Árni Stefán Jónsson formaður SFR. Hann sést hér til vinstri en þá var hann staddurí kröfugöngu SFR fyrr í dag. vísir/gva Samningafundi í kjaradeilu SFR, sjúkraliða og lögreglumanna gegn ríkinu lauk skömmu fyrir klukkan tíu í kvöld en fundurinn hófst klukkan tvö í dag. Að sögn formanns SFR var árangur af fundinum. Annar fundur hefur verið boðaður klukkan tíu í fyrramálið. „Þetta gekk eiginlega sinn vanagang, fremur hægt en þó í rétta átt,“ sagði Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, í samtali við Vísi að fundi loknum. „Það kom ekkert alvarlegt upp á og málið er bara í sínu eðlilega ferli.“ Fyrstu verkfallslotunni lauk í dag en þó eru nokkrir félagsmenn sem verða áfram í verkfalli. Félagar í SFR sem starfa hjá sýslumannsembættum, ríkisskattsjóra, tollstjóranum og Landspítalanum verða áfram í verkfalli og sömu sögu er hægt að segja um sjúkraliða Landspítalans og heilbrigðisstofnanna Suður- og Austurlands. Þeir verða í verkfalli fram að helgi. Náist samningar ekki fyrir 29. október hefst önnur verkfallslota þá. „Það er erfitt að segja hvort samningar nást fyrir þann tíma eður ei. Maður veit aldrei hvort maður strandar á skeri eða hve langan tíma þetta mun taka,“ segir Árni Stefán. „Í gegnum tíðina hefur maður oft haldið að það væri stutt í að þetta klárist en það hefur oft tekið mun meiri tíma en maður gerði sér í hugarlund.“ Líkt og áður hefur verið sagt verður næsti fundur í fyrramálið klukkan tíu. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Truflanir á innflutningi nauðsynja vegna verkfalls Félag atvinnurekenda segir mat, barnamjólk og sprautunálar ekki fá tollagreiðslu vegna verkfalls SFR. 20. október 2015 14:11 SFR, sjúkraliðar og lögreglumenn gengu fylktu liði: „Við létum slagorðin glymja yfir allt Stjórnarráðið“ Hnútur kom á kjaraviðræðurnar í gær og segir formaður SFR hópinn ef til vill hafa mætt of bjartsýnan til viðræðna. 20. október 2015 10:12 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Samningafundi í kjaradeilu SFR, sjúkraliða og lögreglumanna gegn ríkinu lauk skömmu fyrir klukkan tíu í kvöld en fundurinn hófst klukkan tvö í dag. Að sögn formanns SFR var árangur af fundinum. Annar fundur hefur verið boðaður klukkan tíu í fyrramálið. „Þetta gekk eiginlega sinn vanagang, fremur hægt en þó í rétta átt,“ sagði Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, í samtali við Vísi að fundi loknum. „Það kom ekkert alvarlegt upp á og málið er bara í sínu eðlilega ferli.“ Fyrstu verkfallslotunni lauk í dag en þó eru nokkrir félagsmenn sem verða áfram í verkfalli. Félagar í SFR sem starfa hjá sýslumannsembættum, ríkisskattsjóra, tollstjóranum og Landspítalanum verða áfram í verkfalli og sömu sögu er hægt að segja um sjúkraliða Landspítalans og heilbrigðisstofnanna Suður- og Austurlands. Þeir verða í verkfalli fram að helgi. Náist samningar ekki fyrir 29. október hefst önnur verkfallslota þá. „Það er erfitt að segja hvort samningar nást fyrir þann tíma eður ei. Maður veit aldrei hvort maður strandar á skeri eða hve langan tíma þetta mun taka,“ segir Árni Stefán. „Í gegnum tíðina hefur maður oft haldið að það væri stutt í að þetta klárist en það hefur oft tekið mun meiri tíma en maður gerði sér í hugarlund.“ Líkt og áður hefur verið sagt verður næsti fundur í fyrramálið klukkan tíu.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Truflanir á innflutningi nauðsynja vegna verkfalls Félag atvinnurekenda segir mat, barnamjólk og sprautunálar ekki fá tollagreiðslu vegna verkfalls SFR. 20. október 2015 14:11 SFR, sjúkraliðar og lögreglumenn gengu fylktu liði: „Við létum slagorðin glymja yfir allt Stjórnarráðið“ Hnútur kom á kjaraviðræðurnar í gær og segir formaður SFR hópinn ef til vill hafa mætt of bjartsýnan til viðræðna. 20. október 2015 10:12 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Truflanir á innflutningi nauðsynja vegna verkfalls Félag atvinnurekenda segir mat, barnamjólk og sprautunálar ekki fá tollagreiðslu vegna verkfalls SFR. 20. október 2015 14:11
SFR, sjúkraliðar og lögreglumenn gengu fylktu liði: „Við létum slagorðin glymja yfir allt Stjórnarráðið“ Hnútur kom á kjaraviðræðurnar í gær og segir formaður SFR hópinn ef til vill hafa mætt of bjartsýnan til viðræðna. 20. október 2015 10:12