Nokkuð um verkfallsbrot á Landspítalanum Heimir Már Pétursson skrifar 21. október 2015 14:09 Kristín Á Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélags Íslands segir nokkuð hafa borið á verkfallsbrotum á Landspítalanum. Hún segist sæmilega bjartsýn á að samningar náist fyrir lok þessarar viku. Samninganefndir Sjúkraliðafélagsins, SFR stéttarfélags og Landssambands lögreglumanna komu saman til fundar með samninganefnd ríkisins hjá Ríkisssáttasemjara klukkan tíu í morgun. Kristín Á. Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélagsins segir viðræðum miða áfram en hægt. „Báðum megin er ágætis samningsvilji. Þetta eru fjögur ár sem um er að ræða og er verið að skoða að semja til. Líkt og hefur verið gert hjá öðrum. Þá er náttúrlega líka verið að horfa til hvernig þetta skiptist milli ára. Það sem væri til skiptanna,“ segir Kristín. Verkfall sjúkraliða bítur einna mest í aðgerðum stéttarfélaganna sem ná til tæplega 160 stofnana ríkisins. Kristín segir mikið um undanþágubeiðnir, enda sé áatandið á heilbrigðisstofnunum, sérstakelga Landspítalanum mjög alvarlegt. „Það er gríðarlegt undanþágubeiðna flóð. Ástandið er svo alvarlegt að það er búið að þurfa að veita mjög margar undanþágur. Samt sem áður er staðan mjög alvarleg,“ segir Kristín. Þá segir hún að nokkuð hafi verið um verkfallsbrot og var sérstaklega fundað um þau með yfirmönnum á Landspítalanum í morgun. „Það sem þetta verkfall er að sýna fram á er alvarleiki undirmönnunar sem við höfum bent á til margra ára. Það má ekki muna hálfum. Þetta er svo nakin staðreynd sem verður sýnileg í verkfallinu,“ segir Kristín. Þrátt fyrir mikla undirmönnun sé ekki mikið um yfirvinnu hjá sjúkraliðum enda sé Landspítalanum allar bjargir bannaðar þegar komi að launakostnaði. Undirmönnunin sé því viðvarandi staðreynd. Verkföll sjúkraliða nær nú og næstu daga til morgunvakta á Landspítalanum og Heilbrigðisstofnunum á Austur- og Suðurlandi. Kristín vona að samningar takist áður en vikan er á enda. „Ég verð í raun og veru að vera bjartsýn og segja bara að ég vona það. Hins vegar er rosalega mikið eftir. Þó svo að það sé verið að vinna í launaliðnum eru svo margar aðrar kröfur í gangi,“ segir Kristín Á. Guðmundsdóttir. Verkfall 2016 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Sjá meira
Kristín Á Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélags Íslands segir nokkuð hafa borið á verkfallsbrotum á Landspítalanum. Hún segist sæmilega bjartsýn á að samningar náist fyrir lok þessarar viku. Samninganefndir Sjúkraliðafélagsins, SFR stéttarfélags og Landssambands lögreglumanna komu saman til fundar með samninganefnd ríkisins hjá Ríkisssáttasemjara klukkan tíu í morgun. Kristín Á. Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélagsins segir viðræðum miða áfram en hægt. „Báðum megin er ágætis samningsvilji. Þetta eru fjögur ár sem um er að ræða og er verið að skoða að semja til. Líkt og hefur verið gert hjá öðrum. Þá er náttúrlega líka verið að horfa til hvernig þetta skiptist milli ára. Það sem væri til skiptanna,“ segir Kristín. Verkfall sjúkraliða bítur einna mest í aðgerðum stéttarfélaganna sem ná til tæplega 160 stofnana ríkisins. Kristín segir mikið um undanþágubeiðnir, enda sé áatandið á heilbrigðisstofnunum, sérstakelga Landspítalanum mjög alvarlegt. „Það er gríðarlegt undanþágubeiðna flóð. Ástandið er svo alvarlegt að það er búið að þurfa að veita mjög margar undanþágur. Samt sem áður er staðan mjög alvarleg,“ segir Kristín. Þá segir hún að nokkuð hafi verið um verkfallsbrot og var sérstaklega fundað um þau með yfirmönnum á Landspítalanum í morgun. „Það sem þetta verkfall er að sýna fram á er alvarleiki undirmönnunar sem við höfum bent á til margra ára. Það má ekki muna hálfum. Þetta er svo nakin staðreynd sem verður sýnileg í verkfallinu,“ segir Kristín. Þrátt fyrir mikla undirmönnun sé ekki mikið um yfirvinnu hjá sjúkraliðum enda sé Landspítalanum allar bjargir bannaðar þegar komi að launakostnaði. Undirmönnunin sé því viðvarandi staðreynd. Verkföll sjúkraliða nær nú og næstu daga til morgunvakta á Landspítalanum og Heilbrigðisstofnunum á Austur- og Suðurlandi. Kristín vona að samningar takist áður en vikan er á enda. „Ég verð í raun og veru að vera bjartsýn og segja bara að ég vona það. Hins vegar er rosalega mikið eftir. Þó svo að það sé verið að vinna í launaliðnum eru svo margar aðrar kröfur í gangi,“ segir Kristín Á. Guðmundsdóttir.
Verkfall 2016 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Sjá meira