Nokkuð um verkfallsbrot á Landspítalanum Heimir Már Pétursson skrifar 21. október 2015 14:09 Kristín Á Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélags Íslands segir nokkuð hafa borið á verkfallsbrotum á Landspítalanum. Hún segist sæmilega bjartsýn á að samningar náist fyrir lok þessarar viku. Samninganefndir Sjúkraliðafélagsins, SFR stéttarfélags og Landssambands lögreglumanna komu saman til fundar með samninganefnd ríkisins hjá Ríkisssáttasemjara klukkan tíu í morgun. Kristín Á. Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélagsins segir viðræðum miða áfram en hægt. „Báðum megin er ágætis samningsvilji. Þetta eru fjögur ár sem um er að ræða og er verið að skoða að semja til. Líkt og hefur verið gert hjá öðrum. Þá er náttúrlega líka verið að horfa til hvernig þetta skiptist milli ára. Það sem væri til skiptanna,“ segir Kristín. Verkfall sjúkraliða bítur einna mest í aðgerðum stéttarfélaganna sem ná til tæplega 160 stofnana ríkisins. Kristín segir mikið um undanþágubeiðnir, enda sé áatandið á heilbrigðisstofnunum, sérstakelga Landspítalanum mjög alvarlegt. „Það er gríðarlegt undanþágubeiðna flóð. Ástandið er svo alvarlegt að það er búið að þurfa að veita mjög margar undanþágur. Samt sem áður er staðan mjög alvarleg,“ segir Kristín. Þá segir hún að nokkuð hafi verið um verkfallsbrot og var sérstaklega fundað um þau með yfirmönnum á Landspítalanum í morgun. „Það sem þetta verkfall er að sýna fram á er alvarleiki undirmönnunar sem við höfum bent á til margra ára. Það má ekki muna hálfum. Þetta er svo nakin staðreynd sem verður sýnileg í verkfallinu,“ segir Kristín. Þrátt fyrir mikla undirmönnun sé ekki mikið um yfirvinnu hjá sjúkraliðum enda sé Landspítalanum allar bjargir bannaðar þegar komi að launakostnaði. Undirmönnunin sé því viðvarandi staðreynd. Verkföll sjúkraliða nær nú og næstu daga til morgunvakta á Landspítalanum og Heilbrigðisstofnunum á Austur- og Suðurlandi. Kristín vona að samningar takist áður en vikan er á enda. „Ég verð í raun og veru að vera bjartsýn og segja bara að ég vona það. Hins vegar er rosalega mikið eftir. Þó svo að það sé verið að vinna í launaliðnum eru svo margar aðrar kröfur í gangi,“ segir Kristín Á. Guðmundsdóttir. Verkfall 2016 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Kristín Á Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélags Íslands segir nokkuð hafa borið á verkfallsbrotum á Landspítalanum. Hún segist sæmilega bjartsýn á að samningar náist fyrir lok þessarar viku. Samninganefndir Sjúkraliðafélagsins, SFR stéttarfélags og Landssambands lögreglumanna komu saman til fundar með samninganefnd ríkisins hjá Ríkisssáttasemjara klukkan tíu í morgun. Kristín Á. Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélagsins segir viðræðum miða áfram en hægt. „Báðum megin er ágætis samningsvilji. Þetta eru fjögur ár sem um er að ræða og er verið að skoða að semja til. Líkt og hefur verið gert hjá öðrum. Þá er náttúrlega líka verið að horfa til hvernig þetta skiptist milli ára. Það sem væri til skiptanna,“ segir Kristín. Verkfall sjúkraliða bítur einna mest í aðgerðum stéttarfélaganna sem ná til tæplega 160 stofnana ríkisins. Kristín segir mikið um undanþágubeiðnir, enda sé áatandið á heilbrigðisstofnunum, sérstakelga Landspítalanum mjög alvarlegt. „Það er gríðarlegt undanþágubeiðna flóð. Ástandið er svo alvarlegt að það er búið að þurfa að veita mjög margar undanþágur. Samt sem áður er staðan mjög alvarleg,“ segir Kristín. Þá segir hún að nokkuð hafi verið um verkfallsbrot og var sérstaklega fundað um þau með yfirmönnum á Landspítalanum í morgun. „Það sem þetta verkfall er að sýna fram á er alvarleiki undirmönnunar sem við höfum bent á til margra ára. Það má ekki muna hálfum. Þetta er svo nakin staðreynd sem verður sýnileg í verkfallinu,“ segir Kristín. Þrátt fyrir mikla undirmönnun sé ekki mikið um yfirvinnu hjá sjúkraliðum enda sé Landspítalanum allar bjargir bannaðar þegar komi að launakostnaði. Undirmönnunin sé því viðvarandi staðreynd. Verkföll sjúkraliða nær nú og næstu daga til morgunvakta á Landspítalanum og Heilbrigðisstofnunum á Austur- og Suðurlandi. Kristín vona að samningar takist áður en vikan er á enda. „Ég verð í raun og veru að vera bjartsýn og segja bara að ég vona það. Hins vegar er rosalega mikið eftir. Þó svo að það sé verið að vinna í launaliðnum eru svo margar aðrar kröfur í gangi,“ segir Kristín Á. Guðmundsdóttir.
Verkfall 2016 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira