Nokkuð um verkfallsbrot á Landspítalanum Heimir Már Pétursson skrifar 21. október 2015 14:09 Kristín Á Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélags Íslands segir nokkuð hafa borið á verkfallsbrotum á Landspítalanum. Hún segist sæmilega bjartsýn á að samningar náist fyrir lok þessarar viku. Samninganefndir Sjúkraliðafélagsins, SFR stéttarfélags og Landssambands lögreglumanna komu saman til fundar með samninganefnd ríkisins hjá Ríkisssáttasemjara klukkan tíu í morgun. Kristín Á. Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélagsins segir viðræðum miða áfram en hægt. „Báðum megin er ágætis samningsvilji. Þetta eru fjögur ár sem um er að ræða og er verið að skoða að semja til. Líkt og hefur verið gert hjá öðrum. Þá er náttúrlega líka verið að horfa til hvernig þetta skiptist milli ára. Það sem væri til skiptanna,“ segir Kristín. Verkfall sjúkraliða bítur einna mest í aðgerðum stéttarfélaganna sem ná til tæplega 160 stofnana ríkisins. Kristín segir mikið um undanþágubeiðnir, enda sé áatandið á heilbrigðisstofnunum, sérstakelga Landspítalanum mjög alvarlegt. „Það er gríðarlegt undanþágubeiðna flóð. Ástandið er svo alvarlegt að það er búið að þurfa að veita mjög margar undanþágur. Samt sem áður er staðan mjög alvarleg,“ segir Kristín. Þá segir hún að nokkuð hafi verið um verkfallsbrot og var sérstaklega fundað um þau með yfirmönnum á Landspítalanum í morgun. „Það sem þetta verkfall er að sýna fram á er alvarleiki undirmönnunar sem við höfum bent á til margra ára. Það má ekki muna hálfum. Þetta er svo nakin staðreynd sem verður sýnileg í verkfallinu,“ segir Kristín. Þrátt fyrir mikla undirmönnun sé ekki mikið um yfirvinnu hjá sjúkraliðum enda sé Landspítalanum allar bjargir bannaðar þegar komi að launakostnaði. Undirmönnunin sé því viðvarandi staðreynd. Verkföll sjúkraliða nær nú og næstu daga til morgunvakta á Landspítalanum og Heilbrigðisstofnunum á Austur- og Suðurlandi. Kristín vona að samningar takist áður en vikan er á enda. „Ég verð í raun og veru að vera bjartsýn og segja bara að ég vona það. Hins vegar er rosalega mikið eftir. Þó svo að það sé verið að vinna í launaliðnum eru svo margar aðrar kröfur í gangi,“ segir Kristín Á. Guðmundsdóttir. Verkfall 2016 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Kristín Á Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélags Íslands segir nokkuð hafa borið á verkfallsbrotum á Landspítalanum. Hún segist sæmilega bjartsýn á að samningar náist fyrir lok þessarar viku. Samninganefndir Sjúkraliðafélagsins, SFR stéttarfélags og Landssambands lögreglumanna komu saman til fundar með samninganefnd ríkisins hjá Ríkisssáttasemjara klukkan tíu í morgun. Kristín Á. Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélagsins segir viðræðum miða áfram en hægt. „Báðum megin er ágætis samningsvilji. Þetta eru fjögur ár sem um er að ræða og er verið að skoða að semja til. Líkt og hefur verið gert hjá öðrum. Þá er náttúrlega líka verið að horfa til hvernig þetta skiptist milli ára. Það sem væri til skiptanna,“ segir Kristín. Verkfall sjúkraliða bítur einna mest í aðgerðum stéttarfélaganna sem ná til tæplega 160 stofnana ríkisins. Kristín segir mikið um undanþágubeiðnir, enda sé áatandið á heilbrigðisstofnunum, sérstakelga Landspítalanum mjög alvarlegt. „Það er gríðarlegt undanþágubeiðna flóð. Ástandið er svo alvarlegt að það er búið að þurfa að veita mjög margar undanþágur. Samt sem áður er staðan mjög alvarleg,“ segir Kristín. Þá segir hún að nokkuð hafi verið um verkfallsbrot og var sérstaklega fundað um þau með yfirmönnum á Landspítalanum í morgun. „Það sem þetta verkfall er að sýna fram á er alvarleiki undirmönnunar sem við höfum bent á til margra ára. Það má ekki muna hálfum. Þetta er svo nakin staðreynd sem verður sýnileg í verkfallinu,“ segir Kristín. Þrátt fyrir mikla undirmönnun sé ekki mikið um yfirvinnu hjá sjúkraliðum enda sé Landspítalanum allar bjargir bannaðar þegar komi að launakostnaði. Undirmönnunin sé því viðvarandi staðreynd. Verkföll sjúkraliða nær nú og næstu daga til morgunvakta á Landspítalanum og Heilbrigðisstofnunum á Austur- og Suðurlandi. Kristín vona að samningar takist áður en vikan er á enda. „Ég verð í raun og veru að vera bjartsýn og segja bara að ég vona það. Hins vegar er rosalega mikið eftir. Þó svo að það sé verið að vinna í launaliðnum eru svo margar aðrar kröfur í gangi,“ segir Kristín Á. Guðmundsdóttir.
Verkfall 2016 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira