Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Snæfell 66-62 | Endurkomusigur Hauka Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. október 2015 20:45 Haukar eru með fullt hús stiga í Domino's deild kvenna eftir fjögurra stiga endurkomusigur, 66-62, á Íslandsmeisturum síðustu tveggja ára, Snæfelli, í Schenker-höllinni í kvöld.Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Útlitið var ekki gott hjá Haukum þegar fimm mínútur lifðu leiks en þá var staðan 48-57, gestunum úr Stykkishólmi í vil. Helena Sverrisdóttir átti flottan leik í liði Hauka í kvöld og hún fór hamförum á lokakaflanum. Jóhanna Björk Sveinsdóttir minnkaði muninn í 51-57 með þriggja stiga körfu en þá var röðin komin að Helenu. Landsliðsfyrirliðinn skoraði níu stig í röð og skyndilega var staðan orðin 60-57, Haukum í vil. Pálína Gunnlaugsdóttir jók muninn í fimm stig, 62-57, með stökkskoti en Berglind Gunnarsdóttir svaraði að bragði. Haiden Palmer jafnaði metin í 62-62 þegar 39 sekúndur voru eftir og spennan var áþreifanleg í Schenker-höllinni. Helena sótti villu á Berglindi í næstu sókn Hauka og setti bæði vítaskotin niður. Snæfell fór í sókn þar sem brotið var á Berglindi. Hún misnotaði bæði vítin og Snæfell neyddist til að brjóta á Helenu sem kórónaði frábæran leik sinn með því að setja bæði vítin niður. Helena skoraði alls 32 stig, þar af 13 á síðustu fimm mínútum leiksins. Hún tók einnig 19 fráköst, gaf fimm stoðsendingar, stal boltanum í þrígang og varði þrjú skot. Hinum megin var Palmer atkvæðamest með 26 stig, 12 fráköst, sjö stoðsendingar og fjóra stolna bolta. Bryndís Guðmundsdóttir, sem lék sinn annan leik með Snæfelli í kvöld, kom næst með 17 stig og átta fráköst. Helena skoraði fyrstu stig leiksins og eftir þrist frá Pálínu og körfu frá Jóhönnu var staðan orðin 7-0. Þær Pálína og Jóhanna skoruðu hins vegar aðeins tvö stig samtals það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Snæfell náði fljótlega áttum, skoraði átta stig í röð og náði forystunni, 7-8. Gestirnir náðu svo fjögurra stiga forskoti, 12-16, en þá kom frábær 8-0 kafli hjá Haukum. Sylvía Rán Hálfdanardóttir kom sterk af bekknum og setti sjö stig meira en allir varamenn Snæfells til samans í fyrri hálfleik. Staðan að loknum 1. leikhluta var jöfn, 20-20, en það voru Hólmarar sem höfðu yfirhöndina í 2. leikhluta. Snæfell breytti stöðunni úr 25-26 í 27-34 og allt lék í lyndi hjá þeim, fyrir utan fráköstin en Haukar höfðu yfirburði undir körfunni í allt kvöld og tóku 57 fráköst gegn 45 hjá Snæfelli. Heimakonur tóku alls 23 sóknarfráköst sem skiluðu þeim 18 stigum sem reyndust dýrmæt þegar uppi var staðið. Haukar tóku sig taki á lokakafla fyrri hálfleiks, þéttu vörnina og skoruðu fimm síðustu stig hálfleiksins. Sóknarleikur Snæfells hrökk í baklás en Íslandsmeistararnir skoruðu ekki síðustu fjórar mínútur fyrri hálfleiks og klikkuðu á átta síðustu skotum sínum. Tveimur stigum munaði á liðunum í hálfleik, 32-34, en Snæfell byrjaði seinni hálfleikinn mun betur og náði mest 11 stiga forskoti, 36-47. En líkt og undir lok 2. leikhluta kom tregða í sóknarleik Snæfells undir lok þess þriðja og Haukar luku honum með 6-1 kafla. Staðan var 42-48 eftir 3. leikhluta. Haukar skoruðu sex fyrstu stig 4. leikhluta en þá kom gott áhlaup hjá meisturunum sem gerðu níu stig í röð og voru með þægilega forystu þegar fimm mínútur voru eftir. Þeim tókst þó ekki að innbyrða sigurinn eins og áður sagði og fyrsta tap Hólmara í vetur staðreynd.Helena: Héldum haus allan tímann Helena Sverrisdóttir dró vagninn fyrir Hauka í endurkomusigri á Snæfelli, 66-62, í kvöld. Haukar voru níu stigum undir, 48-57, þegar fimm mínútur voru eftir en tryggðu sér sigurinn með frábærum endaspretti. "Þetta eru skemmtilegustu sigrarnir, þegar maður er kannski ekki að spila sinn besta leik. En við héldum haus allan tímann og við erum ánægðar með sigurinn," sagði Helena en hvað breyttist hjá Haukum á lokakaflanum? "Við vorum að elta allan leikinn og eyddum mikilli orku í það. En hausinn á okkur var í lagi og við ætluðum okkur ekki að tapa. Það var frábært að vinna þennan leik." Helena sagði að Íslandsmeistararnir hefðu gert Haukum erfitt fyrir í kvöld. "Þær spiluðu sterka vörn á okkur og við spiluðum ekki okkar besta sóknarleik. "Mér fannst vörnin hjá okkur aldrei léleg en þær eru með frábæran leikstjórnanda (Haiden Palmer) og það opnaðist kannski fyrir aðrar í liðinu," sagði Helena sem er að vonum ánægð með byrjunina á tímabilinu en Haukar eru með fullt hús stiga eftir sigra á Stjörnunni og Snæfelli. "Að sjálfsögðu, eins og ég er búin að segja er bara október ennþá og það er í lagi þótt spilamennskan sé ekki sú besta. En það eru sigrarnir sem telja."Ingi Þór: Fimm leikmenn sem áttu mikið inni í kvöld Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Íslandsmeistara Snæfells, bar sig vel þrátt fyrir erfitt tap sinna stelpna fyrir Haukum í kvöld. "Mér fannst við leggja nógu mikið í leikinn til að verðskulda tvö stig," sagði Ingi en Snæfell leiddi með níu stigum, 48-57, þegar fimm mínútur lifðu leiks. En hvað fór úrskeiðis á lokakaflanum? "Það þarf engan stjarnfræðing til að sjá það og það getur hvaða furðufugl sagt það. Þær fengu alltof mörg tækifæri í hverri sókn og sérstaklega á síðustu fimm mínútunum. "Okkur var fyrirmunað að taka fráköst," sagði Ingi en Haukar tóku 23 sóknarfráköst í kvöld. Hann sagði í raun ótrúlegt í hversu góðri stöðu Snæfell hafi verið lengst af miðað við yfirburði Hauka undir körfunni. "Jú, við gerðum margt ágætlega en það vantaði að setja skotin niður á lokakaflanum. Við fengum góð skot eftir að þær fóru í svæðisvörn en þau neituðu að fara niður. "Við vorum inni í þessu þótt þær væru að misþyrma okkur í sóknarfráköstunum. Þetta er ekki það sem við viljum sjá," sagði Ingi sem er ánægður með viðbótina í Bryndísi Guðmundsdóttir sem lék sinn annan leik með Snæfelli í kvöld eftir að hafa hætt hjá Keflavík. "Já, hún er orðinn hluti af liðinu en á líka mikið inni. Við áttum fimm leikmenn inni í dag og mér fannst Haukarnir líka eiga mikið inni. Hvorugt liðið sýndi sínar bestu hliðar enda enn október," sagði Ingi að lokum.Tweets by @Visirkarfa1 Helena Sverrisdóttir var öflug í kvöld.Vísir/Stefán Dominos-deild kvenna Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Fleiri fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Sjá meira
Haukar eru með fullt hús stiga í Domino's deild kvenna eftir fjögurra stiga endurkomusigur, 66-62, á Íslandsmeisturum síðustu tveggja ára, Snæfelli, í Schenker-höllinni í kvöld.Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Útlitið var ekki gott hjá Haukum þegar fimm mínútur lifðu leiks en þá var staðan 48-57, gestunum úr Stykkishólmi í vil. Helena Sverrisdóttir átti flottan leik í liði Hauka í kvöld og hún fór hamförum á lokakaflanum. Jóhanna Björk Sveinsdóttir minnkaði muninn í 51-57 með þriggja stiga körfu en þá var röðin komin að Helenu. Landsliðsfyrirliðinn skoraði níu stig í röð og skyndilega var staðan orðin 60-57, Haukum í vil. Pálína Gunnlaugsdóttir jók muninn í fimm stig, 62-57, með stökkskoti en Berglind Gunnarsdóttir svaraði að bragði. Haiden Palmer jafnaði metin í 62-62 þegar 39 sekúndur voru eftir og spennan var áþreifanleg í Schenker-höllinni. Helena sótti villu á Berglindi í næstu sókn Hauka og setti bæði vítaskotin niður. Snæfell fór í sókn þar sem brotið var á Berglindi. Hún misnotaði bæði vítin og Snæfell neyddist til að brjóta á Helenu sem kórónaði frábæran leik sinn með því að setja bæði vítin niður. Helena skoraði alls 32 stig, þar af 13 á síðustu fimm mínútum leiksins. Hún tók einnig 19 fráköst, gaf fimm stoðsendingar, stal boltanum í þrígang og varði þrjú skot. Hinum megin var Palmer atkvæðamest með 26 stig, 12 fráköst, sjö stoðsendingar og fjóra stolna bolta. Bryndís Guðmundsdóttir, sem lék sinn annan leik með Snæfelli í kvöld, kom næst með 17 stig og átta fráköst. Helena skoraði fyrstu stig leiksins og eftir þrist frá Pálínu og körfu frá Jóhönnu var staðan orðin 7-0. Þær Pálína og Jóhanna skoruðu hins vegar aðeins tvö stig samtals það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Snæfell náði fljótlega áttum, skoraði átta stig í röð og náði forystunni, 7-8. Gestirnir náðu svo fjögurra stiga forskoti, 12-16, en þá kom frábær 8-0 kafli hjá Haukum. Sylvía Rán Hálfdanardóttir kom sterk af bekknum og setti sjö stig meira en allir varamenn Snæfells til samans í fyrri hálfleik. Staðan að loknum 1. leikhluta var jöfn, 20-20, en það voru Hólmarar sem höfðu yfirhöndina í 2. leikhluta. Snæfell breytti stöðunni úr 25-26 í 27-34 og allt lék í lyndi hjá þeim, fyrir utan fráköstin en Haukar höfðu yfirburði undir körfunni í allt kvöld og tóku 57 fráköst gegn 45 hjá Snæfelli. Heimakonur tóku alls 23 sóknarfráköst sem skiluðu þeim 18 stigum sem reyndust dýrmæt þegar uppi var staðið. Haukar tóku sig taki á lokakafla fyrri hálfleiks, þéttu vörnina og skoruðu fimm síðustu stig hálfleiksins. Sóknarleikur Snæfells hrökk í baklás en Íslandsmeistararnir skoruðu ekki síðustu fjórar mínútur fyrri hálfleiks og klikkuðu á átta síðustu skotum sínum. Tveimur stigum munaði á liðunum í hálfleik, 32-34, en Snæfell byrjaði seinni hálfleikinn mun betur og náði mest 11 stiga forskoti, 36-47. En líkt og undir lok 2. leikhluta kom tregða í sóknarleik Snæfells undir lok þess þriðja og Haukar luku honum með 6-1 kafla. Staðan var 42-48 eftir 3. leikhluta. Haukar skoruðu sex fyrstu stig 4. leikhluta en þá kom gott áhlaup hjá meisturunum sem gerðu níu stig í röð og voru með þægilega forystu þegar fimm mínútur voru eftir. Þeim tókst þó ekki að innbyrða sigurinn eins og áður sagði og fyrsta tap Hólmara í vetur staðreynd.Helena: Héldum haus allan tímann Helena Sverrisdóttir dró vagninn fyrir Hauka í endurkomusigri á Snæfelli, 66-62, í kvöld. Haukar voru níu stigum undir, 48-57, þegar fimm mínútur voru eftir en tryggðu sér sigurinn með frábærum endaspretti. "Þetta eru skemmtilegustu sigrarnir, þegar maður er kannski ekki að spila sinn besta leik. En við héldum haus allan tímann og við erum ánægðar með sigurinn," sagði Helena en hvað breyttist hjá Haukum á lokakaflanum? "Við vorum að elta allan leikinn og eyddum mikilli orku í það. En hausinn á okkur var í lagi og við ætluðum okkur ekki að tapa. Það var frábært að vinna þennan leik." Helena sagði að Íslandsmeistararnir hefðu gert Haukum erfitt fyrir í kvöld. "Þær spiluðu sterka vörn á okkur og við spiluðum ekki okkar besta sóknarleik. "Mér fannst vörnin hjá okkur aldrei léleg en þær eru með frábæran leikstjórnanda (Haiden Palmer) og það opnaðist kannski fyrir aðrar í liðinu," sagði Helena sem er að vonum ánægð með byrjunina á tímabilinu en Haukar eru með fullt hús stiga eftir sigra á Stjörnunni og Snæfelli. "Að sjálfsögðu, eins og ég er búin að segja er bara október ennþá og það er í lagi þótt spilamennskan sé ekki sú besta. En það eru sigrarnir sem telja."Ingi Þór: Fimm leikmenn sem áttu mikið inni í kvöld Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Íslandsmeistara Snæfells, bar sig vel þrátt fyrir erfitt tap sinna stelpna fyrir Haukum í kvöld. "Mér fannst við leggja nógu mikið í leikinn til að verðskulda tvö stig," sagði Ingi en Snæfell leiddi með níu stigum, 48-57, þegar fimm mínútur lifðu leiks. En hvað fór úrskeiðis á lokakaflanum? "Það þarf engan stjarnfræðing til að sjá það og það getur hvaða furðufugl sagt það. Þær fengu alltof mörg tækifæri í hverri sókn og sérstaklega á síðustu fimm mínútunum. "Okkur var fyrirmunað að taka fráköst," sagði Ingi en Haukar tóku 23 sóknarfráköst í kvöld. Hann sagði í raun ótrúlegt í hversu góðri stöðu Snæfell hafi verið lengst af miðað við yfirburði Hauka undir körfunni. "Jú, við gerðum margt ágætlega en það vantaði að setja skotin niður á lokakaflanum. Við fengum góð skot eftir að þær fóru í svæðisvörn en þau neituðu að fara niður. "Við vorum inni í þessu þótt þær væru að misþyrma okkur í sóknarfráköstunum. Þetta er ekki það sem við viljum sjá," sagði Ingi sem er ánægður með viðbótina í Bryndísi Guðmundsdóttir sem lék sinn annan leik með Snæfelli í kvöld eftir að hafa hætt hjá Keflavík. "Já, hún er orðinn hluti af liðinu en á líka mikið inni. Við áttum fimm leikmenn inni í dag og mér fannst Haukarnir líka eiga mikið inni. Hvorugt liðið sýndi sínar bestu hliðar enda enn október," sagði Ingi að lokum.Tweets by @Visirkarfa1 Helena Sverrisdóttir var öflug í kvöld.Vísir/Stefán
Dominos-deild kvenna Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Fleiri fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Sjá meira