Vill lækka refsirammann fyrir fíkniefnabrot Jóhann Óli Eiðsson skrifar 21. október 2015 19:38 Björgvin G. Sigurðsson vísir/anton Björgvin G. Sigurðsson, varaþingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt til breytingu á almennum hegningarlögum þess efnis að refsiramminn fyrir fíkniefnabrot og peningaþvætti verði lækkaður úr tólf árum í tíu. Fjórir aðrir þingmenn úr þremur flokkum flytja frumvarpið með Björgvini. Það eru Brynjar Níelsson, Helgi Hrafn Gunnarsson, Heiða Kristín Helgadóttir og Róbert Marshall. Í greinargerðinni segir að neysla löglegra og ólöglegra fíkniefna hafi aukist jafnt og þétt um áratugaskeið þrátt fyrir hert viðurlög og þyngri dóma í þessum málum. Refsiramminn fyrir brot af þessu tagi var hækkaður í tólf ár úr tíu árið 2001. „Öflug meðferðarúrræði hafa sýnt sig vera vænlegri leið til að vinna gegn eymd og ömurlegum ástæðum fíkniefnaneytenda, ekki síður en þvinguð meðferð sem hluti af dómaúrræði. Það er mat flutningsmanna að refsistefnan í fíkniefnamálum hafi gengið of langt, refsiramminn nýttur í óhófi og allt of langt sé gengið í refsingum án þess að merkjanlegur árangur náist nema síður sé,” segir orðrétt í greinargerðinni. Öflugar forvarnir, hóflegir refsidómar og fyrirtaksmeðferðarúrræði eigi að koma í stað refsistefnu og nauðsynlegt sé að taka núverandi fíkniefnastefnu til endurskoðunar. Björgvin hefur einng lagt fram fyrirspurn til innanríkisráðherra um hve margir hafa afplánað fangelsisrefsingar fyrir fíkniefnabrot hér á landi frá 1980 og hve hátt hlutfall þeir hafa verið af dómþolum á tímabilinu. Alþingi Tengdar fréttir Framsóknarmenn vilja harðari stefnu í fíkniefnamálum Heilbrigðisráðherra vill umræðu um breytta stefnu, svo sem afglæpavæðingu, í fíkniefnamálum en framsóknarmenn eru því mótfallnir og vilja herða tökin. 20. febrúar 2014 13:36 Hyggst ekki „lítillækka“ sig með því að mæta fyrir dóm í kannabismáli Sævar Poetrix rappari var ekki viðstaddur við upphaf aðalmeðferðar máls gegn sér vegna kannabisvörslu. 26. maí 2015 23:16 Dómarar komnir í ógöngur með dóma í fíkniefnamálum Þungur dómur yfir hollenskri konu vekur furðu og hneykslan. Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur kallar á lagabreytingar. 9. október 2015 11:04 Skýr niðurstaða meistararitgerðar: Refsistefna stjórnvalda í fíkniefnamálum virkar ekki „Það er ekkert að fara að breytast ef fíklar þurfa að flýja lögregluna og lifa í undirheimum án þess að fá aðstoð,“ segir Ragnheiður Gyða Stefánsdóttir, meistaranemi í lögfræði við Háskóla Íslands. 6. september 2015 16:16 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Björgvin G. Sigurðsson, varaþingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt til breytingu á almennum hegningarlögum þess efnis að refsiramminn fyrir fíkniefnabrot og peningaþvætti verði lækkaður úr tólf árum í tíu. Fjórir aðrir þingmenn úr þremur flokkum flytja frumvarpið með Björgvini. Það eru Brynjar Níelsson, Helgi Hrafn Gunnarsson, Heiða Kristín Helgadóttir og Róbert Marshall. Í greinargerðinni segir að neysla löglegra og ólöglegra fíkniefna hafi aukist jafnt og þétt um áratugaskeið þrátt fyrir hert viðurlög og þyngri dóma í þessum málum. Refsiramminn fyrir brot af þessu tagi var hækkaður í tólf ár úr tíu árið 2001. „Öflug meðferðarúrræði hafa sýnt sig vera vænlegri leið til að vinna gegn eymd og ömurlegum ástæðum fíkniefnaneytenda, ekki síður en þvinguð meðferð sem hluti af dómaúrræði. Það er mat flutningsmanna að refsistefnan í fíkniefnamálum hafi gengið of langt, refsiramminn nýttur í óhófi og allt of langt sé gengið í refsingum án þess að merkjanlegur árangur náist nema síður sé,” segir orðrétt í greinargerðinni. Öflugar forvarnir, hóflegir refsidómar og fyrirtaksmeðferðarúrræði eigi að koma í stað refsistefnu og nauðsynlegt sé að taka núverandi fíkniefnastefnu til endurskoðunar. Björgvin hefur einng lagt fram fyrirspurn til innanríkisráðherra um hve margir hafa afplánað fangelsisrefsingar fyrir fíkniefnabrot hér á landi frá 1980 og hve hátt hlutfall þeir hafa verið af dómþolum á tímabilinu.
Alþingi Tengdar fréttir Framsóknarmenn vilja harðari stefnu í fíkniefnamálum Heilbrigðisráðherra vill umræðu um breytta stefnu, svo sem afglæpavæðingu, í fíkniefnamálum en framsóknarmenn eru því mótfallnir og vilja herða tökin. 20. febrúar 2014 13:36 Hyggst ekki „lítillækka“ sig með því að mæta fyrir dóm í kannabismáli Sævar Poetrix rappari var ekki viðstaddur við upphaf aðalmeðferðar máls gegn sér vegna kannabisvörslu. 26. maí 2015 23:16 Dómarar komnir í ógöngur með dóma í fíkniefnamálum Þungur dómur yfir hollenskri konu vekur furðu og hneykslan. Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur kallar á lagabreytingar. 9. október 2015 11:04 Skýr niðurstaða meistararitgerðar: Refsistefna stjórnvalda í fíkniefnamálum virkar ekki „Það er ekkert að fara að breytast ef fíklar þurfa að flýja lögregluna og lifa í undirheimum án þess að fá aðstoð,“ segir Ragnheiður Gyða Stefánsdóttir, meistaranemi í lögfræði við Háskóla Íslands. 6. september 2015 16:16 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Framsóknarmenn vilja harðari stefnu í fíkniefnamálum Heilbrigðisráðherra vill umræðu um breytta stefnu, svo sem afglæpavæðingu, í fíkniefnamálum en framsóknarmenn eru því mótfallnir og vilja herða tökin. 20. febrúar 2014 13:36
Hyggst ekki „lítillækka“ sig með því að mæta fyrir dóm í kannabismáli Sævar Poetrix rappari var ekki viðstaddur við upphaf aðalmeðferðar máls gegn sér vegna kannabisvörslu. 26. maí 2015 23:16
Dómarar komnir í ógöngur með dóma í fíkniefnamálum Þungur dómur yfir hollenskri konu vekur furðu og hneykslan. Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur kallar á lagabreytingar. 9. október 2015 11:04
Skýr niðurstaða meistararitgerðar: Refsistefna stjórnvalda í fíkniefnamálum virkar ekki „Það er ekkert að fara að breytast ef fíklar þurfa að flýja lögregluna og lifa í undirheimum án þess að fá aðstoð,“ segir Ragnheiður Gyða Stefánsdóttir, meistaranemi í lögfræði við Háskóla Íslands. 6. september 2015 16:16