„Löggan bissí við að kanna kannabis í pissi“ Jakob Bjarnar skrifar 22. október 2015 13:34 Guðmundur Steingrímsson segir þá refsistefnu sem fylgt er í fíknefnamálum gera illt verra og eyðileggja líf fjölda fólks. Ólöf Nordal innanríkisráðherra þarf að taka afstöðu til málsins fyrr en seinna. vísir/getty Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, hefur tekið afgerandi afstöðu með lögleiðingu kannabisefna. Hann spurði Ólöfu Nordal innanríkisráðherra út í lögleiðingu fíknefna á alþingi nú í morgun. „Hún sagðist ekki geta svarað fyrir svo stór mál á fimmtudegi,“ segir Guðmundur spurður hvernig honum hafi hugnast svör ráðherra. Guðmundur telur hins vegar fulla ástæðu til að ræða þetta mál af fullri alvöru. Þá með það fyrir augum að lögleiða kannabis og afglæpavæða þetta fíkniefnabauk, vera ekki að fylla fangelsin af fíklum.Fáránlegt að fylla fangelsin af fíklum„Athyglisvert er hvernig umræðan hefur þróast á vettvangi Sameinuðu þjóðanna en þar er almennt talið að þessar hefðbundnu aðferðir við að glíma við afleiðingar fíkninefna, þá með refsingum og í gegnum dómsstóla, eru ekki að skila árangri. Og margar vísbendingar eru um að þessi stefna sé að gera illt verra. Í raun eyðileggja líf fólks í mörgum tilvikum.“ Guðmundur bendir jafnframt á að í Portúgal hafi verið stigin markviss skref í átt frá þessari stefnu, þar hafi kannabis verið lögleitt og fíkniefnin afglæpavædd. Og samkvæmt tölum sem Guðmundur hefur séð þýðir það að dauðsföllum vegna fíkniefna fækkað um helming. „Og í fylkjum í Bandaríkjunum, sem hafa verið að lögleiða kannabis undanfarið, hafa menn áttað sig á því að það er fáránlegt að fylla fangelsin af fólki sem er að neyta þessara efna. Miklu frekar eigi að glíma við ofneyslu sem heilbrigðisvandamál og með meðferðarúrræðum. Það held ég að við eigum að gera líka hér.“Feimnismál meðal stjórnmálamannaEn, nú hefur þetta löngum þótt viðkvæmt mál og stjórnmálamenn virðast ekki hafa séð sér hag í því að lýsa yfir annarri skoðun en þeirra að vera á móti fíkniefnum.Verður þú var við breytt viðhorf inni á þingi í þessum málaflokki? „Jájá. En, á móti kemur að það er rétt; margir eru feimnir við að tala um þetta. En mér finnst það mjög nauðsynlegt að ræða hið fyrsta, hvernig við ætlum að glíma við þetta. Sú stefna sem við mörkum í því getur haft gríðarleg áhrif á líf fólks. Og þegar svona sterkar vísbendingar eru um að þessi refsiglaða stefna sé ekki að virka og geri illt verra, þá verðum við að leggja við hlustir. Það verður ekki farið í það á morgun að lögleiða kannabis, ég átta mig á því, en það þarf að ræða þetta og brjóta ísinn. Markmiðið er að sem flestir lifi heilsusamlega og það er heilbrigðismál í mínum huga. Við glímum ekki við það með því að setja fólk í fangelsi, með sektum, refsingu og útskúfun. Það held ég bara alls ekki. Þá hreyfði við manni að maður eins og Justin Trudeau vinnur stórsigur í Kanada meðal annars með það á vörum að kannabis verði lögleitt. Fleiri og fleiri farnir að sjá að það er fáránlegt að löggan sé bissí við að kanna kannabiss í pissi,“ segir Guðmundur Steingrímsson. Alþingi Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Erlent Fleiri fréttir Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sjá meira
Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, hefur tekið afgerandi afstöðu með lögleiðingu kannabisefna. Hann spurði Ólöfu Nordal innanríkisráðherra út í lögleiðingu fíknefna á alþingi nú í morgun. „Hún sagðist ekki geta svarað fyrir svo stór mál á fimmtudegi,“ segir Guðmundur spurður hvernig honum hafi hugnast svör ráðherra. Guðmundur telur hins vegar fulla ástæðu til að ræða þetta mál af fullri alvöru. Þá með það fyrir augum að lögleiða kannabis og afglæpavæða þetta fíkniefnabauk, vera ekki að fylla fangelsin af fíklum.Fáránlegt að fylla fangelsin af fíklum„Athyglisvert er hvernig umræðan hefur þróast á vettvangi Sameinuðu þjóðanna en þar er almennt talið að þessar hefðbundnu aðferðir við að glíma við afleiðingar fíkninefna, þá með refsingum og í gegnum dómsstóla, eru ekki að skila árangri. Og margar vísbendingar eru um að þessi stefna sé að gera illt verra. Í raun eyðileggja líf fólks í mörgum tilvikum.“ Guðmundur bendir jafnframt á að í Portúgal hafi verið stigin markviss skref í átt frá þessari stefnu, þar hafi kannabis verið lögleitt og fíkniefnin afglæpavædd. Og samkvæmt tölum sem Guðmundur hefur séð þýðir það að dauðsföllum vegna fíkniefna fækkað um helming. „Og í fylkjum í Bandaríkjunum, sem hafa verið að lögleiða kannabis undanfarið, hafa menn áttað sig á því að það er fáránlegt að fylla fangelsin af fólki sem er að neyta þessara efna. Miklu frekar eigi að glíma við ofneyslu sem heilbrigðisvandamál og með meðferðarúrræðum. Það held ég að við eigum að gera líka hér.“Feimnismál meðal stjórnmálamannaEn, nú hefur þetta löngum þótt viðkvæmt mál og stjórnmálamenn virðast ekki hafa séð sér hag í því að lýsa yfir annarri skoðun en þeirra að vera á móti fíkniefnum.Verður þú var við breytt viðhorf inni á þingi í þessum málaflokki? „Jájá. En, á móti kemur að það er rétt; margir eru feimnir við að tala um þetta. En mér finnst það mjög nauðsynlegt að ræða hið fyrsta, hvernig við ætlum að glíma við þetta. Sú stefna sem við mörkum í því getur haft gríðarleg áhrif á líf fólks. Og þegar svona sterkar vísbendingar eru um að þessi refsiglaða stefna sé ekki að virka og geri illt verra, þá verðum við að leggja við hlustir. Það verður ekki farið í það á morgun að lögleiða kannabis, ég átta mig á því, en það þarf að ræða þetta og brjóta ísinn. Markmiðið er að sem flestir lifi heilsusamlega og það er heilbrigðismál í mínum huga. Við glímum ekki við það með því að setja fólk í fangelsi, með sektum, refsingu og útskúfun. Það held ég bara alls ekki. Þá hreyfði við manni að maður eins og Justin Trudeau vinnur stórsigur í Kanada meðal annars með það á vörum að kannabis verði lögleitt. Fleiri og fleiri farnir að sjá að það er fáránlegt að löggan sé bissí við að kanna kannabiss í pissi,“ segir Guðmundur Steingrímsson.
Alþingi Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Erlent Fleiri fréttir Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sjá meira