Sjáðu brot úr ræðu Hönnu Birnu: „Ég verð áfram í forystusveit Sjálfstæðisflokksins“ Heimir Már Pétursson skrifar 24. október 2015 14:04 Hanna Birna Kristjánsdóttir segir ákvörðunina um að stíga til hlíðar hefði ekkert að gera með óbilandi trú hennar á hugsjónum Sjálfstæðisflokksins. Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í morgun að hún væri ekki á leið út úr stjórnmálum. Mestu máli skipti að vera í liðsheild. Vonir og væntingar einstakra stjórnmálamanna skiptu afar litlu máli og pólitísk vonbrigði þeirra og tilfinning skiptu enn minna máli. Hanna Birna flutti landsfundi Sjálfstæðisflokksins skýrslu varaformanns í morgun í síðasta sinn, þar sem hún býður sig ekki fram til endurkjörs. Hún fór vítt og breytt í ræðu sinni sem minnti á köflum meira á stefnuræðu en skýrslu.Sjá einnig: Hanna Birna hjólaði í Morgunblaðið Hanna Birna vék að persónulegri stöðu sinni innan flokksins án þess að nefna afsögn sína úr embætti innanríkisráðherra undir lok síðasta árs. Hún sagði flokknum hafa tekist vel við endurreisn grunnstoða samfélagsins á þeim 900 dögum sem flokkurinn hefði verið í ríkisstjórn. Það væri einstakt og eftirsóknarvert að vera í því liði sem spilaði þessa sókn fyrir Ísland. Það væri hins vegar hægt að spila fleiri stöðu í liðinu en vera í forystu þess. „Og í því samhengi kæru vinir, skipta vonir og væntingar einstakra forystumanna afar litlu. Pólitísk vonbrigði þeirra og tilfinning fyrir því að vera órétt beittir skiptir enn minna máli, og engu mál. Engu máli í sögulegu samhengi okkar hugsjóna og hugmynda. Slík uppgjör verða einfaldlega að bíða minningarbóka, nú eða minningarmyndar, á efri árum en minnið mig þá á það kæru vinir að titlarnir Ár drekans, Frá hruni og heim og Síðasta orustan hafa allir nú þegar verið notaðir,“ sagði hún.Ekki einföld ákvörðun Hanna Birna sagði að það hefði hvorki verið einföld né auðveld ákvörðun að bjóða sig ekki fram til endurkjörs í embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Hún tryði því enn eins og þegar hún bauð sig fram til embættisins að nauðsynlegt væri að tryggja breidd í forystu flokksins varðandi skoðanir og hlutfall kynjanna. „Stundum er það svo kæru vinir, að kaldir vindar hafa blásið svo lengi að jafnvel þær sem þykja extra harðgerðar hægrikonur, og eru jafnvel kallaðar ísdrottningar þegar þannig liggur á mönnum, velja að stíga til hliðar,“ sagði hún. Ákvörðun hennar um að stíga til hlíðar hefði ekkert að gera með óbilandi trú hennar á hugsjónum Sjálfstæðisflokksins og þá ástríðu sem hún hefði fyrir verkefnunum fram undan. „Hún hefur heldur ekkert að gera með pólitísk áform mín til lengri eða skemmri tíma. Ég er fyrsti þingmaður Reykvíkinga; ég verð áfram í forystusveit Sjálfstæðisflokksins; mér finnst ég vera í draumastarfinu; og það eru engar dramatískar breytingar á því í bráð,“ sagði Hanna Birna í ræðu sinni. Hægt er að sjá hluta ræðunnar í spilaranum hér að neðan: Alþingi Tengdar fréttir Hanna Birna hjólaði í Morgunblaðið Síðasta ræða Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem varaformaður, í bili að minnsta kosti. 24. október 2015 11:03 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fleiri fréttir Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í morgun að hún væri ekki á leið út úr stjórnmálum. Mestu máli skipti að vera í liðsheild. Vonir og væntingar einstakra stjórnmálamanna skiptu afar litlu máli og pólitísk vonbrigði þeirra og tilfinning skiptu enn minna máli. Hanna Birna flutti landsfundi Sjálfstæðisflokksins skýrslu varaformanns í morgun í síðasta sinn, þar sem hún býður sig ekki fram til endurkjörs. Hún fór vítt og breytt í ræðu sinni sem minnti á köflum meira á stefnuræðu en skýrslu.Sjá einnig: Hanna Birna hjólaði í Morgunblaðið Hanna Birna vék að persónulegri stöðu sinni innan flokksins án þess að nefna afsögn sína úr embætti innanríkisráðherra undir lok síðasta árs. Hún sagði flokknum hafa tekist vel við endurreisn grunnstoða samfélagsins á þeim 900 dögum sem flokkurinn hefði verið í ríkisstjórn. Það væri einstakt og eftirsóknarvert að vera í því liði sem spilaði þessa sókn fyrir Ísland. Það væri hins vegar hægt að spila fleiri stöðu í liðinu en vera í forystu þess. „Og í því samhengi kæru vinir, skipta vonir og væntingar einstakra forystumanna afar litlu. Pólitísk vonbrigði þeirra og tilfinning fyrir því að vera órétt beittir skiptir enn minna máli, og engu mál. Engu máli í sögulegu samhengi okkar hugsjóna og hugmynda. Slík uppgjör verða einfaldlega að bíða minningarbóka, nú eða minningarmyndar, á efri árum en minnið mig þá á það kæru vinir að titlarnir Ár drekans, Frá hruni og heim og Síðasta orustan hafa allir nú þegar verið notaðir,“ sagði hún.Ekki einföld ákvörðun Hanna Birna sagði að það hefði hvorki verið einföld né auðveld ákvörðun að bjóða sig ekki fram til endurkjörs í embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Hún tryði því enn eins og þegar hún bauð sig fram til embættisins að nauðsynlegt væri að tryggja breidd í forystu flokksins varðandi skoðanir og hlutfall kynjanna. „Stundum er það svo kæru vinir, að kaldir vindar hafa blásið svo lengi að jafnvel þær sem þykja extra harðgerðar hægrikonur, og eru jafnvel kallaðar ísdrottningar þegar þannig liggur á mönnum, velja að stíga til hliðar,“ sagði hún. Ákvörðun hennar um að stíga til hlíðar hefði ekkert að gera með óbilandi trú hennar á hugsjónum Sjálfstæðisflokksins og þá ástríðu sem hún hefði fyrir verkefnunum fram undan. „Hún hefur heldur ekkert að gera með pólitísk áform mín til lengri eða skemmri tíma. Ég er fyrsti þingmaður Reykvíkinga; ég verð áfram í forystusveit Sjálfstæðisflokksins; mér finnst ég vera í draumastarfinu; og það eru engar dramatískar breytingar á því í bráð,“ sagði Hanna Birna í ræðu sinni. Hægt er að sjá hluta ræðunnar í spilaranum hér að neðan:
Alþingi Tengdar fréttir Hanna Birna hjólaði í Morgunblaðið Síðasta ræða Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem varaformaður, í bili að minnsta kosti. 24. október 2015 11:03 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fleiri fréttir Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Sjá meira
Hanna Birna hjólaði í Morgunblaðið Síðasta ræða Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem varaformaður, í bili að minnsta kosti. 24. október 2015 11:03