Kína verður aldrei stærsta hagkerfi heims Lars Christensen skrifar 28. október 2015 09:45 Því verður ekki á móti mælt að efnahagsþróun Kína síðustu 30 ár hefur verið glæsileg. En það eru góðar ástæður fyrir því að hagvöxtur í Kína verður mun lægri næstu 30 ár en síðustu 30 ár.Ekki fleiri auðveldir kostir Það er vel þekkt staðreynd að tekjulág lönd hafa tilhneigingu til að vaxa hraðar en tekjuhá lönd. Ein helsta ástæðan fyrir þessu jöfnunarferli er flutningur á þekkingu og tækni frá hátekjulöndum. Að jafnaði er vandamálið hjá fátækum löndum ekki skortur á vinnuafli heldur skortur á fjármagni, tækni og kunnáttu. Þegar fjármagn og tækniþekking eru flutt frá hátekjulöndum til lágtekjulanda flyst því hagvöxturinn með. Þetta er að miklu leyti það sem við höfum séð í Kína á síðustu 30 árum. En í framtíðinni verður möguleikinn á að vinna upp muninn minni og það mun hægja á vextinum.Fjárfestingar í stað einkaneyslu Yfirvöld í Kína hafa á undanförnum 30 árum haft hagvaxtarstefnu sem hefur ýtt verulega undir fjárfestingar. Þannig hafa fjárfestingar lengi verið um 40 prósent af vergri landsframleiðslu. Þetta er mun hærra hlutfall en í nokkru öðru landi sem er á sama þróunarstigi og Kína. Á því leikur enginn vafi að þessi hagvaxtarstefna hefur verið árangursrík hvað varðar það að auka verga landsframleiðslu, en það má vissulega efast um „gæði“ þessa vaxtar. Þannig hefur vöxtur á einkaneyslu stöðugt verið minni en vöxtur fjárfestinga og vergrar landsframleiðslu. Það eru hins vegar sífellt fleiri vísbendingar um verulega offjárfestingu og slæmar fjárfestingar, og nú tala kínversk yfirvöld býsna opinskátt um að þau vilji koma jafnvægi á hagvöxtinn þannig að hann verði neytendum til meiri hagsbóta. Slíku jafnvægi ber að fagna, en áhrifin verða að öllum líkindum einnig minni auðsöfnun, og þar af leiðandi mun hægja verulega á framleiðniaukningu á næstu árum í Kína.Verður gömul þjóð en ekki rík En mesta áskorunin fyrir kínverska hagkerfið gæti reynst vera hinar mjög svo neikvæðu lýðfræðilegu horfur í Kína. Mesti lýðfræðilegi þrjóturinn er vafalaust hin illræmda einbirnisstefna kínverska kommúnistaflokksins, sem hefur dregið verulega úr fólksfjölgun. Staðan er reyndar þannig að Kínverjum mun fara sífellt fækkandi á komandi áratugum. Þetta þýðir líka að útlit er fyrir minnkandi vinnuafl í Kína og það mun í auknum mæli draga úr kínverskum hagvexti á næstu áratugum.Í átt að samdrætti eftir 30 ár Vísbendingar eru um að hagvöxtur í Kína hafi þegar fallið niður í um sex prósent, úr tíu prósentum fyrir aðeins örfáum árum, og að hinn þríþætti „mótvindur“ í formi minni munar til að jafna, minni fjárfestingar og neikvæðrar lýðfræði muni draga enn frekar úr hagvexti á næstu áratugum, og það er veruleg hætta á að einkum hinar neikvæðu lýðfræðihorfur muni leiða til neikvæðs hagvaxtar í Kína innan næstu þrjátíu ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Því verður ekki á móti mælt að efnahagsþróun Kína síðustu 30 ár hefur verið glæsileg. En það eru góðar ástæður fyrir því að hagvöxtur í Kína verður mun lægri næstu 30 ár en síðustu 30 ár.Ekki fleiri auðveldir kostir Það er vel þekkt staðreynd að tekjulág lönd hafa tilhneigingu til að vaxa hraðar en tekjuhá lönd. Ein helsta ástæðan fyrir þessu jöfnunarferli er flutningur á þekkingu og tækni frá hátekjulöndum. Að jafnaði er vandamálið hjá fátækum löndum ekki skortur á vinnuafli heldur skortur á fjármagni, tækni og kunnáttu. Þegar fjármagn og tækniþekking eru flutt frá hátekjulöndum til lágtekjulanda flyst því hagvöxturinn með. Þetta er að miklu leyti það sem við höfum séð í Kína á síðustu 30 árum. En í framtíðinni verður möguleikinn á að vinna upp muninn minni og það mun hægja á vextinum.Fjárfestingar í stað einkaneyslu Yfirvöld í Kína hafa á undanförnum 30 árum haft hagvaxtarstefnu sem hefur ýtt verulega undir fjárfestingar. Þannig hafa fjárfestingar lengi verið um 40 prósent af vergri landsframleiðslu. Þetta er mun hærra hlutfall en í nokkru öðru landi sem er á sama þróunarstigi og Kína. Á því leikur enginn vafi að þessi hagvaxtarstefna hefur verið árangursrík hvað varðar það að auka verga landsframleiðslu, en það má vissulega efast um „gæði“ þessa vaxtar. Þannig hefur vöxtur á einkaneyslu stöðugt verið minni en vöxtur fjárfestinga og vergrar landsframleiðslu. Það eru hins vegar sífellt fleiri vísbendingar um verulega offjárfestingu og slæmar fjárfestingar, og nú tala kínversk yfirvöld býsna opinskátt um að þau vilji koma jafnvægi á hagvöxtinn þannig að hann verði neytendum til meiri hagsbóta. Slíku jafnvægi ber að fagna, en áhrifin verða að öllum líkindum einnig minni auðsöfnun, og þar af leiðandi mun hægja verulega á framleiðniaukningu á næstu árum í Kína.Verður gömul þjóð en ekki rík En mesta áskorunin fyrir kínverska hagkerfið gæti reynst vera hinar mjög svo neikvæðu lýðfræðilegu horfur í Kína. Mesti lýðfræðilegi þrjóturinn er vafalaust hin illræmda einbirnisstefna kínverska kommúnistaflokksins, sem hefur dregið verulega úr fólksfjölgun. Staðan er reyndar þannig að Kínverjum mun fara sífellt fækkandi á komandi áratugum. Þetta þýðir líka að útlit er fyrir minnkandi vinnuafl í Kína og það mun í auknum mæli draga úr kínverskum hagvexti á næstu áratugum.Í átt að samdrætti eftir 30 ár Vísbendingar eru um að hagvöxtur í Kína hafi þegar fallið niður í um sex prósent, úr tíu prósentum fyrir aðeins örfáum árum, og að hinn þríþætti „mótvindur“ í formi minni munar til að jafna, minni fjárfestingar og neikvæðrar lýðfræði muni draga enn frekar úr hagvexti á næstu áratugum, og það er veruleg hætta á að einkum hinar neikvæðu lýðfræðihorfur muni leiða til neikvæðs hagvaxtar í Kína innan næstu þrjátíu ára.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun