Kína verður aldrei stærsta hagkerfi heims Lars Christensen skrifar 28. október 2015 09:45 Því verður ekki á móti mælt að efnahagsþróun Kína síðustu 30 ár hefur verið glæsileg. En það eru góðar ástæður fyrir því að hagvöxtur í Kína verður mun lægri næstu 30 ár en síðustu 30 ár.Ekki fleiri auðveldir kostir Það er vel þekkt staðreynd að tekjulág lönd hafa tilhneigingu til að vaxa hraðar en tekjuhá lönd. Ein helsta ástæðan fyrir þessu jöfnunarferli er flutningur á þekkingu og tækni frá hátekjulöndum. Að jafnaði er vandamálið hjá fátækum löndum ekki skortur á vinnuafli heldur skortur á fjármagni, tækni og kunnáttu. Þegar fjármagn og tækniþekking eru flutt frá hátekjulöndum til lágtekjulanda flyst því hagvöxturinn með. Þetta er að miklu leyti það sem við höfum séð í Kína á síðustu 30 árum. En í framtíðinni verður möguleikinn á að vinna upp muninn minni og það mun hægja á vextinum.Fjárfestingar í stað einkaneyslu Yfirvöld í Kína hafa á undanförnum 30 árum haft hagvaxtarstefnu sem hefur ýtt verulega undir fjárfestingar. Þannig hafa fjárfestingar lengi verið um 40 prósent af vergri landsframleiðslu. Þetta er mun hærra hlutfall en í nokkru öðru landi sem er á sama þróunarstigi og Kína. Á því leikur enginn vafi að þessi hagvaxtarstefna hefur verið árangursrík hvað varðar það að auka verga landsframleiðslu, en það má vissulega efast um „gæði“ þessa vaxtar. Þannig hefur vöxtur á einkaneyslu stöðugt verið minni en vöxtur fjárfestinga og vergrar landsframleiðslu. Það eru hins vegar sífellt fleiri vísbendingar um verulega offjárfestingu og slæmar fjárfestingar, og nú tala kínversk yfirvöld býsna opinskátt um að þau vilji koma jafnvægi á hagvöxtinn þannig að hann verði neytendum til meiri hagsbóta. Slíku jafnvægi ber að fagna, en áhrifin verða að öllum líkindum einnig minni auðsöfnun, og þar af leiðandi mun hægja verulega á framleiðniaukningu á næstu árum í Kína.Verður gömul þjóð en ekki rík En mesta áskorunin fyrir kínverska hagkerfið gæti reynst vera hinar mjög svo neikvæðu lýðfræðilegu horfur í Kína. Mesti lýðfræðilegi þrjóturinn er vafalaust hin illræmda einbirnisstefna kínverska kommúnistaflokksins, sem hefur dregið verulega úr fólksfjölgun. Staðan er reyndar þannig að Kínverjum mun fara sífellt fækkandi á komandi áratugum. Þetta þýðir líka að útlit er fyrir minnkandi vinnuafl í Kína og það mun í auknum mæli draga úr kínverskum hagvexti á næstu áratugum.Í átt að samdrætti eftir 30 ár Vísbendingar eru um að hagvöxtur í Kína hafi þegar fallið niður í um sex prósent, úr tíu prósentum fyrir aðeins örfáum árum, og að hinn þríþætti „mótvindur“ í formi minni munar til að jafna, minni fjárfestingar og neikvæðrar lýðfræði muni draga enn frekar úr hagvexti á næstu áratugum, og það er veruleg hætta á að einkum hinar neikvæðu lýðfræðihorfur muni leiða til neikvæðs hagvaxtar í Kína innan næstu þrjátíu ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Því verður ekki á móti mælt að efnahagsþróun Kína síðustu 30 ár hefur verið glæsileg. En það eru góðar ástæður fyrir því að hagvöxtur í Kína verður mun lægri næstu 30 ár en síðustu 30 ár.Ekki fleiri auðveldir kostir Það er vel þekkt staðreynd að tekjulág lönd hafa tilhneigingu til að vaxa hraðar en tekjuhá lönd. Ein helsta ástæðan fyrir þessu jöfnunarferli er flutningur á þekkingu og tækni frá hátekjulöndum. Að jafnaði er vandamálið hjá fátækum löndum ekki skortur á vinnuafli heldur skortur á fjármagni, tækni og kunnáttu. Þegar fjármagn og tækniþekking eru flutt frá hátekjulöndum til lágtekjulanda flyst því hagvöxturinn með. Þetta er að miklu leyti það sem við höfum séð í Kína á síðustu 30 árum. En í framtíðinni verður möguleikinn á að vinna upp muninn minni og það mun hægja á vextinum.Fjárfestingar í stað einkaneyslu Yfirvöld í Kína hafa á undanförnum 30 árum haft hagvaxtarstefnu sem hefur ýtt verulega undir fjárfestingar. Þannig hafa fjárfestingar lengi verið um 40 prósent af vergri landsframleiðslu. Þetta er mun hærra hlutfall en í nokkru öðru landi sem er á sama þróunarstigi og Kína. Á því leikur enginn vafi að þessi hagvaxtarstefna hefur verið árangursrík hvað varðar það að auka verga landsframleiðslu, en það má vissulega efast um „gæði“ þessa vaxtar. Þannig hefur vöxtur á einkaneyslu stöðugt verið minni en vöxtur fjárfestinga og vergrar landsframleiðslu. Það eru hins vegar sífellt fleiri vísbendingar um verulega offjárfestingu og slæmar fjárfestingar, og nú tala kínversk yfirvöld býsna opinskátt um að þau vilji koma jafnvægi á hagvöxtinn þannig að hann verði neytendum til meiri hagsbóta. Slíku jafnvægi ber að fagna, en áhrifin verða að öllum líkindum einnig minni auðsöfnun, og þar af leiðandi mun hægja verulega á framleiðniaukningu á næstu árum í Kína.Verður gömul þjóð en ekki rík En mesta áskorunin fyrir kínverska hagkerfið gæti reynst vera hinar mjög svo neikvæðu lýðfræðilegu horfur í Kína. Mesti lýðfræðilegi þrjóturinn er vafalaust hin illræmda einbirnisstefna kínverska kommúnistaflokksins, sem hefur dregið verulega úr fólksfjölgun. Staðan er reyndar þannig að Kínverjum mun fara sífellt fækkandi á komandi áratugum. Þetta þýðir líka að útlit er fyrir minnkandi vinnuafl í Kína og það mun í auknum mæli draga úr kínverskum hagvexti á næstu áratugum.Í átt að samdrætti eftir 30 ár Vísbendingar eru um að hagvöxtur í Kína hafi þegar fallið niður í um sex prósent, úr tíu prósentum fyrir aðeins örfáum árum, og að hinn þríþætti „mótvindur“ í formi minni munar til að jafna, minni fjárfestingar og neikvæðrar lýðfræði muni draga enn frekar úr hagvexti á næstu áratugum, og það er veruleg hætta á að einkum hinar neikvæðu lýðfræðihorfur muni leiða til neikvæðs hagvaxtar í Kína innan næstu þrjátíu ára.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun