Kína verður aldrei stærsta hagkerfi heims Lars Christensen skrifar 28. október 2015 09:45 Því verður ekki á móti mælt að efnahagsþróun Kína síðustu 30 ár hefur verið glæsileg. En það eru góðar ástæður fyrir því að hagvöxtur í Kína verður mun lægri næstu 30 ár en síðustu 30 ár.Ekki fleiri auðveldir kostir Það er vel þekkt staðreynd að tekjulág lönd hafa tilhneigingu til að vaxa hraðar en tekjuhá lönd. Ein helsta ástæðan fyrir þessu jöfnunarferli er flutningur á þekkingu og tækni frá hátekjulöndum. Að jafnaði er vandamálið hjá fátækum löndum ekki skortur á vinnuafli heldur skortur á fjármagni, tækni og kunnáttu. Þegar fjármagn og tækniþekking eru flutt frá hátekjulöndum til lágtekjulanda flyst því hagvöxturinn með. Þetta er að miklu leyti það sem við höfum séð í Kína á síðustu 30 árum. En í framtíðinni verður möguleikinn á að vinna upp muninn minni og það mun hægja á vextinum.Fjárfestingar í stað einkaneyslu Yfirvöld í Kína hafa á undanförnum 30 árum haft hagvaxtarstefnu sem hefur ýtt verulega undir fjárfestingar. Þannig hafa fjárfestingar lengi verið um 40 prósent af vergri landsframleiðslu. Þetta er mun hærra hlutfall en í nokkru öðru landi sem er á sama þróunarstigi og Kína. Á því leikur enginn vafi að þessi hagvaxtarstefna hefur verið árangursrík hvað varðar það að auka verga landsframleiðslu, en það má vissulega efast um „gæði“ þessa vaxtar. Þannig hefur vöxtur á einkaneyslu stöðugt verið minni en vöxtur fjárfestinga og vergrar landsframleiðslu. Það eru hins vegar sífellt fleiri vísbendingar um verulega offjárfestingu og slæmar fjárfestingar, og nú tala kínversk yfirvöld býsna opinskátt um að þau vilji koma jafnvægi á hagvöxtinn þannig að hann verði neytendum til meiri hagsbóta. Slíku jafnvægi ber að fagna, en áhrifin verða að öllum líkindum einnig minni auðsöfnun, og þar af leiðandi mun hægja verulega á framleiðniaukningu á næstu árum í Kína.Verður gömul þjóð en ekki rík En mesta áskorunin fyrir kínverska hagkerfið gæti reynst vera hinar mjög svo neikvæðu lýðfræðilegu horfur í Kína. Mesti lýðfræðilegi þrjóturinn er vafalaust hin illræmda einbirnisstefna kínverska kommúnistaflokksins, sem hefur dregið verulega úr fólksfjölgun. Staðan er reyndar þannig að Kínverjum mun fara sífellt fækkandi á komandi áratugum. Þetta þýðir líka að útlit er fyrir minnkandi vinnuafl í Kína og það mun í auknum mæli draga úr kínverskum hagvexti á næstu áratugum.Í átt að samdrætti eftir 30 ár Vísbendingar eru um að hagvöxtur í Kína hafi þegar fallið niður í um sex prósent, úr tíu prósentum fyrir aðeins örfáum árum, og að hinn þríþætti „mótvindur“ í formi minni munar til að jafna, minni fjárfestingar og neikvæðrar lýðfræði muni draga enn frekar úr hagvexti á næstu áratugum, og það er veruleg hætta á að einkum hinar neikvæðu lýðfræðihorfur muni leiða til neikvæðs hagvaxtar í Kína innan næstu þrjátíu ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Því verður ekki á móti mælt að efnahagsþróun Kína síðustu 30 ár hefur verið glæsileg. En það eru góðar ástæður fyrir því að hagvöxtur í Kína verður mun lægri næstu 30 ár en síðustu 30 ár.Ekki fleiri auðveldir kostir Það er vel þekkt staðreynd að tekjulág lönd hafa tilhneigingu til að vaxa hraðar en tekjuhá lönd. Ein helsta ástæðan fyrir þessu jöfnunarferli er flutningur á þekkingu og tækni frá hátekjulöndum. Að jafnaði er vandamálið hjá fátækum löndum ekki skortur á vinnuafli heldur skortur á fjármagni, tækni og kunnáttu. Þegar fjármagn og tækniþekking eru flutt frá hátekjulöndum til lágtekjulanda flyst því hagvöxturinn með. Þetta er að miklu leyti það sem við höfum séð í Kína á síðustu 30 árum. En í framtíðinni verður möguleikinn á að vinna upp muninn minni og það mun hægja á vextinum.Fjárfestingar í stað einkaneyslu Yfirvöld í Kína hafa á undanförnum 30 árum haft hagvaxtarstefnu sem hefur ýtt verulega undir fjárfestingar. Þannig hafa fjárfestingar lengi verið um 40 prósent af vergri landsframleiðslu. Þetta er mun hærra hlutfall en í nokkru öðru landi sem er á sama þróunarstigi og Kína. Á því leikur enginn vafi að þessi hagvaxtarstefna hefur verið árangursrík hvað varðar það að auka verga landsframleiðslu, en það má vissulega efast um „gæði“ þessa vaxtar. Þannig hefur vöxtur á einkaneyslu stöðugt verið minni en vöxtur fjárfestinga og vergrar landsframleiðslu. Það eru hins vegar sífellt fleiri vísbendingar um verulega offjárfestingu og slæmar fjárfestingar, og nú tala kínversk yfirvöld býsna opinskátt um að þau vilji koma jafnvægi á hagvöxtinn þannig að hann verði neytendum til meiri hagsbóta. Slíku jafnvægi ber að fagna, en áhrifin verða að öllum líkindum einnig minni auðsöfnun, og þar af leiðandi mun hægja verulega á framleiðniaukningu á næstu árum í Kína.Verður gömul þjóð en ekki rík En mesta áskorunin fyrir kínverska hagkerfið gæti reynst vera hinar mjög svo neikvæðu lýðfræðilegu horfur í Kína. Mesti lýðfræðilegi þrjóturinn er vafalaust hin illræmda einbirnisstefna kínverska kommúnistaflokksins, sem hefur dregið verulega úr fólksfjölgun. Staðan er reyndar þannig að Kínverjum mun fara sífellt fækkandi á komandi áratugum. Þetta þýðir líka að útlit er fyrir minnkandi vinnuafl í Kína og það mun í auknum mæli draga úr kínverskum hagvexti á næstu áratugum.Í átt að samdrætti eftir 30 ár Vísbendingar eru um að hagvöxtur í Kína hafi þegar fallið niður í um sex prósent, úr tíu prósentum fyrir aðeins örfáum árum, og að hinn þríþætti „mótvindur“ í formi minni munar til að jafna, minni fjárfestingar og neikvæðrar lýðfræði muni draga enn frekar úr hagvexti á næstu áratugum, og það er veruleg hætta á að einkum hinar neikvæðu lýðfræðihorfur muni leiða til neikvæðs hagvaxtar í Kína innan næstu þrjátíu ára.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar