Formaður SHÍ um verkfall SFR: „Við skiljum afstöðu rektors en erum kannski ekki með bros á vör“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. október 2015 16:52 Aron Ólafsson, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. mynd/shí Aron Ólafsson, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir stúdenta komna með leið á því að vera notaðir sem verkfæri í verkfalli en að óbreyttu hefst verkfall 5.500 ríkisstarfsmanna á fimmtudaginn. Verkfallið mun hafa víðtæk áhrif á starfsemi HÍ þar sem umsjónarmenn bygginga skólans eru í SFR. Þeir munu því hvorki opna byggingar HÍ né kennslustofur komi til verkfalls. Hefðbundin kennsla mun því lamast ef frá er talin kennsla í Háskólabíói þar sem umsjónarmaður þeirrar byggingar er ekki í SFR. Kennsla mun því fara fram þar. Jón Atli Benediktsson, rektor háskólans, sagði í samtali við Vísi í seinustu viku að hann myndi virða verkfallsrétt starfsmanna skólans og ekki fara um og opna byggingar og stofur. „Við viljum auðvitað ekki hvetja rektor til þess að standa ekki með sínu starfsfólki sem yfirmaður. Við skiljum afstöðu rektors en erum kannski ekki með bros á vör,“ segir Aron í samtali við Vísi. Hann segir stúdenta vonast til að kjaradeilan leysist sem allra fyrst. „Það er auðvitað fyrirséð að þetta er ekki eini dagurinn sem kennsla mun falla niður. Þetta hefur mikil áhrif á starfsemi skólans og skerðir tvímælalaust nám stúdenta að komast ekki í fyrirlestra. Við hvetjum hins vegar bara kennara að nýta tækifærið ef það kemur til verkfalls og skoða aðrar leiðir til að miðla kennsluefninu, til dæmis með því að taka fyrirlestrana upp og setja þá á netið.“ Verkfall 2016 Tengdar fréttir Rektor má opna byggingar og kennslustofur Háskóla Íslands í verkfalli SFR Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, segir stöðuna alvarlega en mun virða verkfallsrétt umsjónarmanna fasteigna skólans. 9. október 2015 15:14 Skellt í lás í Háskóla Íslands Hefðbundin kennsla í Háskóla Íslands mun lamast komi til verkfalls SFR þar sem kennslustofur verða ekki opnaðar. 7. október 2015 14:56 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Aron Ólafsson, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir stúdenta komna með leið á því að vera notaðir sem verkfæri í verkfalli en að óbreyttu hefst verkfall 5.500 ríkisstarfsmanna á fimmtudaginn. Verkfallið mun hafa víðtæk áhrif á starfsemi HÍ þar sem umsjónarmenn bygginga skólans eru í SFR. Þeir munu því hvorki opna byggingar HÍ né kennslustofur komi til verkfalls. Hefðbundin kennsla mun því lamast ef frá er talin kennsla í Háskólabíói þar sem umsjónarmaður þeirrar byggingar er ekki í SFR. Kennsla mun því fara fram þar. Jón Atli Benediktsson, rektor háskólans, sagði í samtali við Vísi í seinustu viku að hann myndi virða verkfallsrétt starfsmanna skólans og ekki fara um og opna byggingar og stofur. „Við viljum auðvitað ekki hvetja rektor til þess að standa ekki með sínu starfsfólki sem yfirmaður. Við skiljum afstöðu rektors en erum kannski ekki með bros á vör,“ segir Aron í samtali við Vísi. Hann segir stúdenta vonast til að kjaradeilan leysist sem allra fyrst. „Það er auðvitað fyrirséð að þetta er ekki eini dagurinn sem kennsla mun falla niður. Þetta hefur mikil áhrif á starfsemi skólans og skerðir tvímælalaust nám stúdenta að komast ekki í fyrirlestra. Við hvetjum hins vegar bara kennara að nýta tækifærið ef það kemur til verkfalls og skoða aðrar leiðir til að miðla kennsluefninu, til dæmis með því að taka fyrirlestrana upp og setja þá á netið.“
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Rektor má opna byggingar og kennslustofur Háskóla Íslands í verkfalli SFR Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, segir stöðuna alvarlega en mun virða verkfallsrétt umsjónarmanna fasteigna skólans. 9. október 2015 15:14 Skellt í lás í Háskóla Íslands Hefðbundin kennsla í Háskóla Íslands mun lamast komi til verkfalls SFR þar sem kennslustofur verða ekki opnaðar. 7. október 2015 14:56 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Rektor má opna byggingar og kennslustofur Háskóla Íslands í verkfalli SFR Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, segir stöðuna alvarlega en mun virða verkfallsrétt umsjónarmanna fasteigna skólans. 9. október 2015 15:14
Skellt í lás í Háskóla Íslands Hefðbundin kennsla í Háskóla Íslands mun lamast komi til verkfalls SFR þar sem kennslustofur verða ekki opnaðar. 7. október 2015 14:56
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels