Stórlega þarf að fjölga í lögreglu um allt land Svavar Hávarðsson skrifar 13. október 2015 07:00 Vandi löggæslunnar í landinu er mun djúpstæðari en kjaradeila lögreglunnar við ríkið gefur til kynna – undirmönnun hefur verið ljós árum saman og úrbótum heitið frá hendi stjórnvalda án efnda. vísir/pjetur Vandi löggæslunnar í landinu er mun djúpstæðari en kjaradeila lögreglumanna við ríkið gefur til kynna. Legið hefur fyrir um árabil að fjölga þarf í lögregluliði landsins um á þriðja hundrað manns. Nefnd á vegum innanríkisráðherra komst að þeirri niðurstöðu fyrir rúmlega tveimur árum að hækka þyrfti fjárframlög til lögreglu um 3,5 milljarða.Geta ekki uppfyllt skyldur sínar „Það er ljóst að það þarf a.m.k. 200 lögreglumenn í lögregluliðið eins og það er í dag til að lögreglan geti sómasamlega sinnt lögboðnum skyldum sínum,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, í skriflegu svari til Fréttablaðsins þar sem óskað var eftir svörum vegna þess að allt frá hruni hefur Vinnuvernd ríkisins endurtekið beint því til Stjórnarráðsins að gera átak í vinnuvernd þeirra fjölmörgu sem starfa hjá hinu opinbera.Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumannaTölur yfir vinnuslys opinberra starfsmanna, bæði í opinberri stjórnsýslu og þjónustu, eru hvað hæstu tölurnar í allri slysatölfræði eftirlitsins og sker lögreglan sig úr hvað það varðar. Rót þess vanda er mikil og viðvarandi undirmönnun, er mat Vinnueftirlitsins.Vandamálið löngu ljóst Þegar horft er fáein ár aftur í tímann má finna þess stað á fjölmörgum stöðum að vandi lögreglunnar er viðurkenndur af öllum sem gerst þekkja – stjórnvöldum þar með talið. Í ársskýrslu ársins 2014 segir Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri að á árunum 2007 til 2014 fækkaði lögreglumönnum um tæplega 100, en aukafjárveiting árið 2014 leyfði ráðningar á 44 nýjum lögreglumönnum. Enn er þó langt í land, segir Haraldur, og vísar til niðurstöðu nefndar innanríkisráðherra frá mars 2013 sem skipuð var fulltrúum allra þingflokka, tveimur fulltrúum innanríkisráðuneytisins, ríkislögreglustjóra, Landssambands lögreglumanna og fleiri. Niðurstaða þingnefndarinnar [Nefnd um gerð löggæsluáætlunar um Ísland] var að fjölga þyrfti lögreglumönnum um 236 eða um rúmlega 40%. Það eru fleiri lögreglumenn en starfa í heild sinni utan höfuðborgarsvæðisins. Í febrúar var fjöldi lögreglumanna samkvæmt upplýsingum ríkislögreglustjóra 640. Að mati ríkislögreglustjóra þurfa lögreglumenn í landinu að vera að lágmarki 860.Milljarða niðurskurður Þá má geta þess að í áætlunum sem lögreglustjórarnir í landinu gerðu fyrir árin 2008 – 2012 sáu þeir fyrir sér að í landinu þyrftu að vera starfandi 804 lögreglumenn á árinu 2012 en rauntalan var 624 það ár. Þetta fær svo enn frekari stoð í skýrslu sem Ögmundur Jónasson, þáverandi innanríkisráðherra, lagði fyrir Alþingi í desember 2012, „Staða lögreglunnar“, en í henni er viðurkennt af stjórnvöldum að raunfjárveitingar til lögreglu höfðu dregist saman um 2,8 milljarða króna á árunum 2008 – 2011. Þar er niðurstaðan afdráttarlaus: „Á samráðsfundi ráðuneytisins með ríkislögreglustjóra, 6. október sl. [2012], skýrði ríkislögreglustjóri frá því að hann hefði átt samráðsfundi með lögregluliðum úti á landi. Á þeim fundum hefði eindregið komið fram að nú um stundir væri lögreglunni ókleift að leysa þau verkefni sem ætlast væri til af henni vegna fjárskorts og manneklu. Ástandið í lögreglunni væri óásættanlegt og brýnt væri að fjölga lögreglumönnum og auka fjárveitingar til lögreglunnar. Að mati ríkislögreglustjóra væri það staðreynd að lögreglan getur ekki sinnt þeim verkefnum sem hún þarf að gera lögum samkvæmt.“Mælirinn löngu fullur Samkvæmt fyrrnefndri ársskýrslu ríkislögreglustjóra fyrir árið 2014 voru starfandi 299 lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu, en löggæslusvæðið nær yfir Reykjavík, Kópavog, Hafnarfjörð, Garðabæ, Mosfellsbæ, Seltjarnarnes og Kjós. Árið 1999 setti Böðvar Bragason, fyrrverandi lögreglustjóri, fram áætlanir um mannaflaþörf fyrir embætti sitt, sem þá náði til Reykjavíkur, Seltjarnarness og Mosfellsbæjar, og sagði að lágmarki þurfa 303 lögreglumenn til að halda uppi þjónustu við borgarana. „Í dag, fjórtán árum síðar, sitjum við í þeirri stöðu að lögreglumenn eru 299 og löggæslusvæðið og þar með íbúafjöldinn, ökutækjafjöldinn o.fl. er margfaldur á við það sem þá var,“ segir Snorri en hann sagði jafnframt í viðtali við Bylgjuna á dögunum: „Við höfum horft upp á hvert svikið loforðið á fætur öðru, í kjaramálum, í búnaðarmálum, í mannfjöldamálum og svo framvegis. Mælirinn er bara einfaldlega orðinn fullur hjá lögreglumönnum. […] Þannig að menn eru bara að gefast upp á álaginu og skeytingarleysi stjórnvalda og virðingarleysi í þeirra garð.“ Fréttaskýringar Tengdar fréttir Samstöðupest gæti sett komu David Cameron í uppnám Erfitt gæti reynst að manna öryggisgæslu vegna heimsóknar erlendra ráðamanna boði lögreglumenn til fyrirhugaðra veikinda 12. október 2015 17:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Vandi löggæslunnar í landinu er mun djúpstæðari en kjaradeila lögreglumanna við ríkið gefur til kynna. Legið hefur fyrir um árabil að fjölga þarf í lögregluliði landsins um á þriðja hundrað manns. Nefnd á vegum innanríkisráðherra komst að þeirri niðurstöðu fyrir rúmlega tveimur árum að hækka þyrfti fjárframlög til lögreglu um 3,5 milljarða.Geta ekki uppfyllt skyldur sínar „Það er ljóst að það þarf a.m.k. 200 lögreglumenn í lögregluliðið eins og það er í dag til að lögreglan geti sómasamlega sinnt lögboðnum skyldum sínum,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, í skriflegu svari til Fréttablaðsins þar sem óskað var eftir svörum vegna þess að allt frá hruni hefur Vinnuvernd ríkisins endurtekið beint því til Stjórnarráðsins að gera átak í vinnuvernd þeirra fjölmörgu sem starfa hjá hinu opinbera.Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumannaTölur yfir vinnuslys opinberra starfsmanna, bæði í opinberri stjórnsýslu og þjónustu, eru hvað hæstu tölurnar í allri slysatölfræði eftirlitsins og sker lögreglan sig úr hvað það varðar. Rót þess vanda er mikil og viðvarandi undirmönnun, er mat Vinnueftirlitsins.Vandamálið löngu ljóst Þegar horft er fáein ár aftur í tímann má finna þess stað á fjölmörgum stöðum að vandi lögreglunnar er viðurkenndur af öllum sem gerst þekkja – stjórnvöldum þar með talið. Í ársskýrslu ársins 2014 segir Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri að á árunum 2007 til 2014 fækkaði lögreglumönnum um tæplega 100, en aukafjárveiting árið 2014 leyfði ráðningar á 44 nýjum lögreglumönnum. Enn er þó langt í land, segir Haraldur, og vísar til niðurstöðu nefndar innanríkisráðherra frá mars 2013 sem skipuð var fulltrúum allra þingflokka, tveimur fulltrúum innanríkisráðuneytisins, ríkislögreglustjóra, Landssambands lögreglumanna og fleiri. Niðurstaða þingnefndarinnar [Nefnd um gerð löggæsluáætlunar um Ísland] var að fjölga þyrfti lögreglumönnum um 236 eða um rúmlega 40%. Það eru fleiri lögreglumenn en starfa í heild sinni utan höfuðborgarsvæðisins. Í febrúar var fjöldi lögreglumanna samkvæmt upplýsingum ríkislögreglustjóra 640. Að mati ríkislögreglustjóra þurfa lögreglumenn í landinu að vera að lágmarki 860.Milljarða niðurskurður Þá má geta þess að í áætlunum sem lögreglustjórarnir í landinu gerðu fyrir árin 2008 – 2012 sáu þeir fyrir sér að í landinu þyrftu að vera starfandi 804 lögreglumenn á árinu 2012 en rauntalan var 624 það ár. Þetta fær svo enn frekari stoð í skýrslu sem Ögmundur Jónasson, þáverandi innanríkisráðherra, lagði fyrir Alþingi í desember 2012, „Staða lögreglunnar“, en í henni er viðurkennt af stjórnvöldum að raunfjárveitingar til lögreglu höfðu dregist saman um 2,8 milljarða króna á árunum 2008 – 2011. Þar er niðurstaðan afdráttarlaus: „Á samráðsfundi ráðuneytisins með ríkislögreglustjóra, 6. október sl. [2012], skýrði ríkislögreglustjóri frá því að hann hefði átt samráðsfundi með lögregluliðum úti á landi. Á þeim fundum hefði eindregið komið fram að nú um stundir væri lögreglunni ókleift að leysa þau verkefni sem ætlast væri til af henni vegna fjárskorts og manneklu. Ástandið í lögreglunni væri óásættanlegt og brýnt væri að fjölga lögreglumönnum og auka fjárveitingar til lögreglunnar. Að mati ríkislögreglustjóra væri það staðreynd að lögreglan getur ekki sinnt þeim verkefnum sem hún þarf að gera lögum samkvæmt.“Mælirinn löngu fullur Samkvæmt fyrrnefndri ársskýrslu ríkislögreglustjóra fyrir árið 2014 voru starfandi 299 lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu, en löggæslusvæðið nær yfir Reykjavík, Kópavog, Hafnarfjörð, Garðabæ, Mosfellsbæ, Seltjarnarnes og Kjós. Árið 1999 setti Böðvar Bragason, fyrrverandi lögreglustjóri, fram áætlanir um mannaflaþörf fyrir embætti sitt, sem þá náði til Reykjavíkur, Seltjarnarness og Mosfellsbæjar, og sagði að lágmarki þurfa 303 lögreglumenn til að halda uppi þjónustu við borgarana. „Í dag, fjórtán árum síðar, sitjum við í þeirri stöðu að lögreglumenn eru 299 og löggæslusvæðið og þar með íbúafjöldinn, ökutækjafjöldinn o.fl. er margfaldur á við það sem þá var,“ segir Snorri en hann sagði jafnframt í viðtali við Bylgjuna á dögunum: „Við höfum horft upp á hvert svikið loforðið á fætur öðru, í kjaramálum, í búnaðarmálum, í mannfjöldamálum og svo framvegis. Mælirinn er bara einfaldlega orðinn fullur hjá lögreglumönnum. […] Þannig að menn eru bara að gefast upp á álaginu og skeytingarleysi stjórnvalda og virðingarleysi í þeirra garð.“
Fréttaskýringar Tengdar fréttir Samstöðupest gæti sett komu David Cameron í uppnám Erfitt gæti reynst að manna öryggisgæslu vegna heimsóknar erlendra ráðamanna boði lögreglumenn til fyrirhugaðra veikinda 12. október 2015 17:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Samstöðupest gæti sett komu David Cameron í uppnám Erfitt gæti reynst að manna öryggisgæslu vegna heimsóknar erlendra ráðamanna boði lögreglumenn til fyrirhugaðra veikinda 12. október 2015 17:00