Rætist spádómurinn úr Back to the Future II? Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. október 2015 10:30 Marty McFly horfir á skjá í myndinni Back to the Future II þar sem sagt er frá því að Chicago Cubs sé meistari árið 2015. Chicago Cubs hefur ekki unnið MLB-hafnaboltadeildina í 107 ár en það er líf í félaginu núna og fólk er farið að trúa á kraftaverk. Liðið komst í „Wild Card" leik í ár og vann þá öruggan sigur á Pittsburgh Pirates. Í kjölfarið tók við rimma gegn sterku liði St. Louis Cardinals sem Cubs var að vinna, 3-1. Sú rimma fær fólk til þess að trúa því að eitthvað sérstakt sé í loftinu og stemningin í Chicago er ótrúleg. Það er mikið talað um það þessa dagana að söguþráðurinn í myndinni Back to the Future II sé að rætast. Sú mynd er frá árinu 1989 og í henni ferðast aðalpersónan, Marty McFly, fram í tímann eða nánar tiltekið til ársins 2015. Er hann kemur þangað eru ótrúlegir hlutir að gerast. Chicago Cubs var að vinna titilinn í hafnaboltanum í fyrsta skipti í 107 ár. Cubs vann úrslitarimmuna gegn Miami sem var ekki með hafnaboltalið árið 1989.Þetta er að gerast. Stuðningsmenn Cubs fagna.vísir/gettyMiami var aftur á móti komið með hafnaboltalið fjórum árum síðar en er ekki í úrslitakeppninni þannig að ekki getur spáin í myndinni alveg gengið upp. „Ég er hafnaboltaáhugamaður og ákvað að skrifa eitthvað sem ætti einfaldlega ekki að geta gengið upp," segir Bob Gale sem skrifaði handrit myndarinnar. „Það var líka mjög gaman að horfa á myndina með áhorfendum á þessum tíma því það hlógu allir að þeim möguleika að Cubs gæti unnið titilinn." Það er enn svolítið í land hjá Cubs en margir standa á bak við liðið og vilja sjá spádóm myndarinnar rætast. Bandaríkjamenn elska Öskubusku-sögur og Cubs er því orðið lið margra í dag. Meira að segja einn harðasti aðdáandi erkióvina Cubs, Obama Bandaríkjaforseti, er farinn að halda með Cubs í ár þó svo hann styðji Chicago White Sox.Congrats @Cubs - even @whitesox fans are rooting for you!— President Obama (@POTUS) October 14, 2015 Erlendar Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Ákalli svarað með afreksmiðstöð Sjá meira
Chicago Cubs hefur ekki unnið MLB-hafnaboltadeildina í 107 ár en það er líf í félaginu núna og fólk er farið að trúa á kraftaverk. Liðið komst í „Wild Card" leik í ár og vann þá öruggan sigur á Pittsburgh Pirates. Í kjölfarið tók við rimma gegn sterku liði St. Louis Cardinals sem Cubs var að vinna, 3-1. Sú rimma fær fólk til þess að trúa því að eitthvað sérstakt sé í loftinu og stemningin í Chicago er ótrúleg. Það er mikið talað um það þessa dagana að söguþráðurinn í myndinni Back to the Future II sé að rætast. Sú mynd er frá árinu 1989 og í henni ferðast aðalpersónan, Marty McFly, fram í tímann eða nánar tiltekið til ársins 2015. Er hann kemur þangað eru ótrúlegir hlutir að gerast. Chicago Cubs var að vinna titilinn í hafnaboltanum í fyrsta skipti í 107 ár. Cubs vann úrslitarimmuna gegn Miami sem var ekki með hafnaboltalið árið 1989.Þetta er að gerast. Stuðningsmenn Cubs fagna.vísir/gettyMiami var aftur á móti komið með hafnaboltalið fjórum árum síðar en er ekki í úrslitakeppninni þannig að ekki getur spáin í myndinni alveg gengið upp. „Ég er hafnaboltaáhugamaður og ákvað að skrifa eitthvað sem ætti einfaldlega ekki að geta gengið upp," segir Bob Gale sem skrifaði handrit myndarinnar. „Það var líka mjög gaman að horfa á myndina með áhorfendum á þessum tíma því það hlógu allir að þeim möguleika að Cubs gæti unnið titilinn." Það er enn svolítið í land hjá Cubs en margir standa á bak við liðið og vilja sjá spádóm myndarinnar rætast. Bandaríkjamenn elska Öskubusku-sögur og Cubs er því orðið lið margra í dag. Meira að segja einn harðasti aðdáandi erkióvina Cubs, Obama Bandaríkjaforseti, er farinn að halda með Cubs í ár þó svo hann styðji Chicago White Sox.Congrats @Cubs - even @whitesox fans are rooting for you!— President Obama (@POTUS) October 14, 2015
Erlendar Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Ákalli svarað með afreksmiðstöð Sjá meira