Legið er yfir hugmynd ríkisins að lausn Óli Kristján Ármannsson og Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifa 15. október 2015 07:00 Samninganefnd ríkisins með formanninn, Gunnar Björnsson, í fararbroddi mætir til fundar við samninganefnd SFR, LL og SLFÍ hjá ríkissáttasemjara í gærmorgun. Vísir/GVA Nýtt tilboð af hálfu samninganefndar ríkisins er í skoðun hjá baklandi viðræðunefndar SFR – stéttarfélags í almannaþágu, Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) og Landssambands lögreglumanna (LL) í gær. Þar sem ekki náðist að ljúka samningum í gær er verkfall því hafið hjá á sjötta þúsund ríkisstarfsmönnum, með umtalsverðri röskun á starfsemi Landspítalans, sýslumannsembætta, Tollsins og Háskóla Íslands, auk fleiri staða. Þegar fundur félaganna með samninganefnd ríkisins hófst klukkan tíu í gærmorgun höfðu ekki átt sér stað viðræður í rúma viku. „Samninganefnd ríkisins kom með ákveðna hugmynd, sem við erum að ræða við okkar samninganefnd,“ sagði Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, laust fyrir hádegi í gær, en þá hafði frekari viðræðum verið frestað fram eftir degi á meðan félögin ræddu hvert fyrir sig hvort hugmynd ríkisins væri raunhæf. Ekki hefur verið frá því greint í hverju hugmynd ríkisins felst, en síðdegis sagði Árni Stefán hana þó þess eðlis að samninganefndirnar hefðu ákveðið að leggja hana fyrir bakland sitt til umræðu. Áfram yrði unnið að málinu. „Við erum að velta málum upp og við ætlum að það taki töluverðan tíma að fara yfir þessa hugmynd.“ Verkfallinu yrði ekki frestað. Hjá SFR er um að ræða blöndu ótímabundinnar vinnustöðvunar hjá völdum stofnunum (Landspítala, Ríkisskattstjóra, sýslumannsembættum og Tollinum) og tímabundinna skæra hjá öðrum, í tveggja sólarhringa lotum fram í miðjan næsta mánuð. 16. nóvember hefst svo ótímabundin vinnustöðvun hjá öllum. Sjúkraliðar sem starfa hjá ríkinu leggja líka allir niður störf frá miðjum nóvember, en fram að þeim tíma standa skærur á sömu dögum og SFR hefur boðað, auk sértækra vinnustöðvana ákveðna daga hjá Landspítalanum, Heilbrigðisstofnun Austurlands og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.Mynd/LandspítalinnVerkfallið mun leggjast þungt á Landspítalann en það mun vera nokkuð flóknara en undangengin verkföll með þeim fyrirvara að undanþágunefndir veiti undanþágubeiðnum spítalans brautargengi. „Við leggjum höfuðáherslu á að sinna bráðaþjónustu og tryggja öryggi sjúklinga í þessu verkfalli.“ Áhrif verkfallsins eru mjög víðtæk og ná til allra sviða spítalans. Frestað verður skipulögðum aðgerðum, skerða þarf starfsemi dag- og göngudeilda sem og legudeilda, einnig þarf að loka sjúrkarýmum. „Ótalin eru áhrif af verkföllum á stoðsviðum þar sem flutningaþjónusta, símaþjónusta og stuðningur við flókin tölvukerfi spítalans verða fyrir áhrifum verkfallsins. Við reiðum okkur á gott samstarf við stéttarfélögin um framkvæmd verkfallsins, á sama tíma og við biðlum til deiluaðila að ná saman sem allra fyrst. Landspítala má ekki við frekari skerðingu á starfseminni,“ segir Páll. Verkfall 2016 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Nýtt tilboð af hálfu samninganefndar ríkisins er í skoðun hjá baklandi viðræðunefndar SFR – stéttarfélags í almannaþágu, Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) og Landssambands lögreglumanna (LL) í gær. Þar sem ekki náðist að ljúka samningum í gær er verkfall því hafið hjá á sjötta þúsund ríkisstarfsmönnum, með umtalsverðri röskun á starfsemi Landspítalans, sýslumannsembætta, Tollsins og Háskóla Íslands, auk fleiri staða. Þegar fundur félaganna með samninganefnd ríkisins hófst klukkan tíu í gærmorgun höfðu ekki átt sér stað viðræður í rúma viku. „Samninganefnd ríkisins kom með ákveðna hugmynd, sem við erum að ræða við okkar samninganefnd,“ sagði Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, laust fyrir hádegi í gær, en þá hafði frekari viðræðum verið frestað fram eftir degi á meðan félögin ræddu hvert fyrir sig hvort hugmynd ríkisins væri raunhæf. Ekki hefur verið frá því greint í hverju hugmynd ríkisins felst, en síðdegis sagði Árni Stefán hana þó þess eðlis að samninganefndirnar hefðu ákveðið að leggja hana fyrir bakland sitt til umræðu. Áfram yrði unnið að málinu. „Við erum að velta málum upp og við ætlum að það taki töluverðan tíma að fara yfir þessa hugmynd.“ Verkfallinu yrði ekki frestað. Hjá SFR er um að ræða blöndu ótímabundinnar vinnustöðvunar hjá völdum stofnunum (Landspítala, Ríkisskattstjóra, sýslumannsembættum og Tollinum) og tímabundinna skæra hjá öðrum, í tveggja sólarhringa lotum fram í miðjan næsta mánuð. 16. nóvember hefst svo ótímabundin vinnustöðvun hjá öllum. Sjúkraliðar sem starfa hjá ríkinu leggja líka allir niður störf frá miðjum nóvember, en fram að þeim tíma standa skærur á sömu dögum og SFR hefur boðað, auk sértækra vinnustöðvana ákveðna daga hjá Landspítalanum, Heilbrigðisstofnun Austurlands og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.Mynd/LandspítalinnVerkfallið mun leggjast þungt á Landspítalann en það mun vera nokkuð flóknara en undangengin verkföll með þeim fyrirvara að undanþágunefndir veiti undanþágubeiðnum spítalans brautargengi. „Við leggjum höfuðáherslu á að sinna bráðaþjónustu og tryggja öryggi sjúklinga í þessu verkfalli.“ Áhrif verkfallsins eru mjög víðtæk og ná til allra sviða spítalans. Frestað verður skipulögðum aðgerðum, skerða þarf starfsemi dag- og göngudeilda sem og legudeilda, einnig þarf að loka sjúrkarýmum. „Ótalin eru áhrif af verkföllum á stoðsviðum þar sem flutningaþjónusta, símaþjónusta og stuðningur við flókin tölvukerfi spítalans verða fyrir áhrifum verkfallsins. Við reiðum okkur á gott samstarf við stéttarfélögin um framkvæmd verkfallsins, á sama tíma og við biðlum til deiluaðila að ná saman sem allra fyrst. Landspítala má ekki við frekari skerðingu á starfseminni,“ segir Páll.
Verkfall 2016 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira