Gunnar: Það er slæm þróun að íslensk lið taki ekki þátt Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. október 2015 07:00 Gunnar Magnússon er hér með strákana á bak við sig, klára í slaginn gegn makedónska liðinu. vísir/vilhelm Það fara fram þrír Evrópuleikir á Íslandi í kvöld. Kvennalið Fram tekur á móti bosníska liðinu Grude Autoherc í EHF-bikarnum, karlalið ÍBV tekur á móti ísraelska liðinu Hapoel Ramat Gan í Áskorendakeppni Evrópu og loks taka Íslandsmeistarar Hauka á móti makedónska liðinu HC Zomimak í EHF-bikarnum. Þetta er gríðarsterkt lið. Það þriðja besta í Makedóníu á eftir Vardar og Metalurg. Haukar spila báða leikina á heimavelli en seinni leikurinn fer fram á morgun. „Þeir eru ekki eins sterkir á útivelli og við erum mjög fegnir að sleppa við leikinn í Makedóníu,“ segir Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, en hann segir Hauka koma betur úr því fjárhagslega að kaupa leikinn en fara út. Olís-deildin er samkvæmt styrkleikalista EHF í ruslflokki. Situr þar í 36. sæti og aðeins fjórar deildir eru taldar vera lakari. Kýpur er meðal annars talið vera með sterkari deild. Makedónska deildin er í 8. sæti þessa lista. Kemur þar margt til og meðal annars að íslensku liðin eru ekki að nýta þátttökurétt sinn í þessum keppnum. „Mér finnst þetta vera slæm þróun. Íslensku liðin verða að rífa sig upp í þessum málum. Það eru til að mynda aðeins tvö af fjórum liðum sem unnu sér þátttökurétt í ár að taka þátt,“ segir Gunnar ómyrkur í máli en hann skilur ekki forgangsröðunina hjá sumum félögum. „Vissulega er þetta kostnaðarsamt en á móti kemur að sum lið fara í æfingaferðir til Spánar fyrir mót. Persónulega finnst mér Evrópukeppnin skila miklu meiru. Við erum vonandi að búa til landsliðsmenn og atvinnumenn. Við erum alltaf að spila við sömu liðin hér heima og nauðsynlegt að fá að spila við önnur lið.“ Deildin hér heima hefur verið að veikjast og ungir leikmenn tínast út ár eftir ár. Fyrir ekki svo mörgum árum voru þeir jafnvel lengur enda voru þá Haukar til að mynda að taka þátt í Meistaradeildinni og spila við lið eins og Barcelona og Veszprém. „Það verður að búa til umgjörð fyrir þessa ungu drengi svo þeir vilji vera lengur í íslenska boltanum. Þar skiptir Evrópukeppnin miklu máli. Þessi staða er ekki góð.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Sjá meira
Það fara fram þrír Evrópuleikir á Íslandi í kvöld. Kvennalið Fram tekur á móti bosníska liðinu Grude Autoherc í EHF-bikarnum, karlalið ÍBV tekur á móti ísraelska liðinu Hapoel Ramat Gan í Áskorendakeppni Evrópu og loks taka Íslandsmeistarar Hauka á móti makedónska liðinu HC Zomimak í EHF-bikarnum. Þetta er gríðarsterkt lið. Það þriðja besta í Makedóníu á eftir Vardar og Metalurg. Haukar spila báða leikina á heimavelli en seinni leikurinn fer fram á morgun. „Þeir eru ekki eins sterkir á útivelli og við erum mjög fegnir að sleppa við leikinn í Makedóníu,“ segir Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, en hann segir Hauka koma betur úr því fjárhagslega að kaupa leikinn en fara út. Olís-deildin er samkvæmt styrkleikalista EHF í ruslflokki. Situr þar í 36. sæti og aðeins fjórar deildir eru taldar vera lakari. Kýpur er meðal annars talið vera með sterkari deild. Makedónska deildin er í 8. sæti þessa lista. Kemur þar margt til og meðal annars að íslensku liðin eru ekki að nýta þátttökurétt sinn í þessum keppnum. „Mér finnst þetta vera slæm þróun. Íslensku liðin verða að rífa sig upp í þessum málum. Það eru til að mynda aðeins tvö af fjórum liðum sem unnu sér þátttökurétt í ár að taka þátt,“ segir Gunnar ómyrkur í máli en hann skilur ekki forgangsröðunina hjá sumum félögum. „Vissulega er þetta kostnaðarsamt en á móti kemur að sum lið fara í æfingaferðir til Spánar fyrir mót. Persónulega finnst mér Evrópukeppnin skila miklu meiru. Við erum vonandi að búa til landsliðsmenn og atvinnumenn. Við erum alltaf að spila við sömu liðin hér heima og nauðsynlegt að fá að spila við önnur lið.“ Deildin hér heima hefur verið að veikjast og ungir leikmenn tínast út ár eftir ár. Fyrir ekki svo mörgum árum voru þeir jafnvel lengur enda voru þá Haukar til að mynda að taka þátt í Meistaradeildinni og spila við lið eins og Barcelona og Veszprém. „Það verður að búa til umgjörð fyrir þessa ungu drengi svo þeir vilji vera lengur í íslenska boltanum. Þar skiptir Evrópukeppnin miklu máli. Þessi staða er ekki góð.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Sjá meira