Árni Stefán Jónsson, formaður SFR stéttarfélags, hvatti í morgun félagsmenn sína, sjúkraliða og lögreglumenn til að fjölmenna í fyrramálið fyrir utan stjórnarráðið til að leggja áherslu á kröfur þeirra um sömu launahækkanir og aðrir ríkisstarfsmenn. Samstöðufundurinn hefst upp úr klukkan níu – á sama tíma og ráðherrar mæta á ríkisstjórnarfund.
„Þetta er rétt að byrja. Þessi fundur er í dag, næsti á morgun. Þá eigið þið öll að mæta fyrir framan stjórnarráðið klukkan korter yfir níu. Þá er ríkisstjórnarfundur og við ætlum að láta finna yfir okkur þar,“ sagði Árni Stefán í ræðu sinni á Austurvelli í morgun.
Samninganefndir félaganna þriggja settust við samningaborðið í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan eitt. Ekki liggur fyrir hvenær fundinum lýkur en flest bendir til þess að hann muni standa fram á kvöld.
Formaður SFR: „Þetta er rétt að byrja“

Tengdar fréttir

Legið er yfir hugmynd ríkisins að lausn
Þrátt fyrir nýtt tilboð af hálfu ríkisins tókst ekki að ná fram kjarasamningi við SFR, sjúkraliða og lögreglumenn á daglöngum samningafundi hjá ríkissáttasemjara í gær. Félögin liggja yfir hugmynd ríkisins að lausn.

Hverjir leggja niður störf í verkfallinu?
Sex þúsund ríkisstarfsmenn hafa lagt niður störf.

Lögreglumenn gengu fylktu liði að Austurvelli
Samstöðufundur SFR stéttarfélags, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna hófst á Austurvelli klukkan tíu í morgun.

Allt að ellefu hundruð farþegar við eftirlitshlið á Leifsstöð
Búast má við allt að klukkutíma seinkun.