Stefnan er sett á gullið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. október 2015 06:00 Helgi Sveinsson og Arnar Helgi á blaðamannafundinum í gær. vísir/stefán HM fatlaðra fer fram í Doha í Katar dagana 21.-31. október og Ísland sendir tvo þátttakendur á mótið. Þeir eru spjótkastarinn Helgi Sveinsson og Arnar Helgi Lárusson sem keppir í hjólastólaspretti. Hinn 36 ára gamli Helgi ætlar sér stóra hluti sem fyrr en hann er ríkjandi heims- og Evrópumeistari í flokki F42. Í Doha verður í fyrsta skipti keppt í sameiginlegum flokki F42, 43 og 44. „Ég verð kominn út ellefu dögum fyrir keppni og fæ tíma til þess að venjast hitanum sem betur fer,“ segir Helgi. „Markmiðin mín hafa alltaf verið fyrsta sætið og ég hef aldrei farið leynt með það. Stefnan er sett á gull og ekkert annað.“ Helgi tvíbætti heimsmetið í upphafi sumars og er sífellt að bæta sig. Hvað getur hann kastað langt? „Ég er búinn að æfa mjög vel upp á síðkastið. Spjótkast er aftur á móti furðuleg íþrótt. Það er hægt að vera í mjög góðri þjálfun en kasta illa. Þetta snýst um að hitta inn á rétta kastið. Ég tel mig eiga það kast inni alveg klárlega. Bætingin er þarna einhvers staðar ef ég næ að tengja alla hlutina hjá mér.“vísir/stefánEr Helgi bætti heimsmetið í maí kastaði hann yfir 54 metra en um mánuði síðar var hann búinn að kasta 57,36 metra sem er núverandi heimsmet. Hann á sér draum um að kasta ákveðna vegalengd. „Markmið mitt hefur alltaf verið að kasta yfir 60 metra. Ég hef verið lygilega nálægt því á æfingum. Ég hef verið að kasta alveg á 60 metra línuna þannig að ég veit vel að ég get það. Þetta er þarna og ég verð að hitta á það.“ Áfram verður keppt í þessum sameiginlega flokki á Ólympíumóti fatlaðra í Ríó næsta sumar. „Samkeppnin er núna mun harðari en hún hefur nokkurn tíma verið með þessari sameiningu. Þessir strákar í hinum flokkunum eru minna fatlaðir en ég og aflimaðir fyrir neðan hné. Þeir eru að kasta miklu lengra en þeir sem eru í mínum flokki og ég verð því bara að æfa meira og vinna þá,“ segir Helgi. „Þetta er allt annar leikur og þetta er skemmtileg áskorun.“ Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Arnar Helgi: Best að smíða stólinn sjálfur Arnar Helgi Lárusson ætlar að klífa upp heimslistann þegar hann keppir í hjólastólakappakstri á HM fatlaðra í Doha. 15. október 2015 22:30 Mest lesið Sanchez sleppt úr haldi Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Fótbolti Fleiri fréttir Sanchez sleppt úr haldi Mun Zidane taka við af Deschamps? Hilmar skoraði 11 stig í sigri Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Tryggvi frákastahæstur í öruggum sigri Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði Settar í bann fyrir búðarþjófnað Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Fór upp Eiffelturninn á hjóli NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Sjá meira
HM fatlaðra fer fram í Doha í Katar dagana 21.-31. október og Ísland sendir tvo þátttakendur á mótið. Þeir eru spjótkastarinn Helgi Sveinsson og Arnar Helgi Lárusson sem keppir í hjólastólaspretti. Hinn 36 ára gamli Helgi ætlar sér stóra hluti sem fyrr en hann er ríkjandi heims- og Evrópumeistari í flokki F42. Í Doha verður í fyrsta skipti keppt í sameiginlegum flokki F42, 43 og 44. „Ég verð kominn út ellefu dögum fyrir keppni og fæ tíma til þess að venjast hitanum sem betur fer,“ segir Helgi. „Markmiðin mín hafa alltaf verið fyrsta sætið og ég hef aldrei farið leynt með það. Stefnan er sett á gull og ekkert annað.“ Helgi tvíbætti heimsmetið í upphafi sumars og er sífellt að bæta sig. Hvað getur hann kastað langt? „Ég er búinn að æfa mjög vel upp á síðkastið. Spjótkast er aftur á móti furðuleg íþrótt. Það er hægt að vera í mjög góðri þjálfun en kasta illa. Þetta snýst um að hitta inn á rétta kastið. Ég tel mig eiga það kast inni alveg klárlega. Bætingin er þarna einhvers staðar ef ég næ að tengja alla hlutina hjá mér.“vísir/stefánEr Helgi bætti heimsmetið í maí kastaði hann yfir 54 metra en um mánuði síðar var hann búinn að kasta 57,36 metra sem er núverandi heimsmet. Hann á sér draum um að kasta ákveðna vegalengd. „Markmið mitt hefur alltaf verið að kasta yfir 60 metra. Ég hef verið lygilega nálægt því á æfingum. Ég hef verið að kasta alveg á 60 metra línuna þannig að ég veit vel að ég get það. Þetta er þarna og ég verð að hitta á það.“ Áfram verður keppt í þessum sameiginlega flokki á Ólympíumóti fatlaðra í Ríó næsta sumar. „Samkeppnin er núna mun harðari en hún hefur nokkurn tíma verið með þessari sameiningu. Þessir strákar í hinum flokkunum eru minna fatlaðir en ég og aflimaðir fyrir neðan hné. Þeir eru að kasta miklu lengra en þeir sem eru í mínum flokki og ég verð því bara að æfa meira og vinna þá,“ segir Helgi. „Þetta er allt annar leikur og þetta er skemmtileg áskorun.“
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Arnar Helgi: Best að smíða stólinn sjálfur Arnar Helgi Lárusson ætlar að klífa upp heimslistann þegar hann keppir í hjólastólakappakstri á HM fatlaðra í Doha. 15. október 2015 22:30 Mest lesið Sanchez sleppt úr haldi Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Fótbolti Fleiri fréttir Sanchez sleppt úr haldi Mun Zidane taka við af Deschamps? Hilmar skoraði 11 stig í sigri Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Tryggvi frákastahæstur í öruggum sigri Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði Settar í bann fyrir búðarþjófnað Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Fór upp Eiffelturninn á hjóli NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Sjá meira
Arnar Helgi: Best að smíða stólinn sjálfur Arnar Helgi Lárusson ætlar að klífa upp heimslistann þegar hann keppir í hjólastólakappakstri á HM fatlaðra í Doha. 15. október 2015 22:30