Skaftá hreif mælitæki Veðurstofunnar með sér Una Sighvatsdóttir skrifar 15. október 2015 19:00 Vísindamenn telja mikilvægt að öðlast skilning á því hvers vegna Skaftárhlaup var jafnstórt og raun ber vitni og um leið leggja mat á hvort svo stór hlaup muni endurtaka sig. Hluta af tækjabúnaði Veðurstofu Íslands skolaði burt í hamförunum. Hættustigi sem lýst var yfir vegna Skaftárhlaupsins þann fyrsta október var formlega aflýst í dag af hálfu Almannavarna. Hlaupið var það stærsta síðan mælingar hófust en vísindamenn vinna enn að því að kortleggja nákvæmlega hversu mikið umfang þess var. GPS-mælitækið í henglum Fréttastofa flaug með Veðurstofunni og Landhelgisgæslunni upp að jökli í gær og má sjá myndir úr ferðinni í myndskeiðinu hér að ofan. Markmiðið var meðal annars að reyna að leggja mat á rúmmál sigskálarinnar í Eystri Skaftárkatli, en auk þess var þetta hálfgerður björgunarleiðangur til að forða mælitækjum Veðurstofunnar. Hlaupið reyndist hinsvegar hafa tekið sinn toll. „Rétt fyrir ofan jökulsporðinn, þar voru gríðarleg ummerki um flóðið," segir Benedikt G. Ófeigsson, jarðvísindamaður hjá Veðurstofu Íslands. Eitt af mælitækjum Veðurstofunnar var ofan á farveginum fyrir hlaupið en það hafði henst langar leiðir burt í atganginum. „Við fundum leifar af því einhverja hundruð metra frá staðnum sem það var sett uphaflega á og það var bara allt í henglum. Og við fundum ekki tækið eða neitt þannig að það hefur mikið gengið á," segir Benedikt. Reyna að rýna inn í framtíðina Engu að síður hefur miklu af gögnum verið safnað um bæði aðdraganda og umfang flóðsins og segir Benedikt nú þurfa að leggjast vandlega yfir þau til að reyna að átta sig á því hversu stórt rúmmál flóðsins var. Vegna versnandi skyggnis í gær tókst illa að meta rúmmál sigskálarinnar í jöklinum en þess í stað verður reynt að notast við gervihnattamyndir af katlinum. „Við þurfum líka að skilja betur af hverju [hlaupið] var svona stórt. Er það bara vegna þess hversu langur tími var á milli flóða eða er einhver önnur skýring? Eru breytingar á katlinum sem við þurfum að hafa auga á?" segir Benedikt og bætir við að miklu skipti fyrir íbúa á svæðinu að vita hvort von sé á því að slíkar hamfarir verði reglulegur viðburður. „Nú þurfa jöklafræðingar og aðrir vísindamenn sem hafa verið að vinna í þessu að skoða gögnin sem við höfum safnað og reyna að skilja betur hvað gerðist þarna, af hverju þetta var svona stórt og hverju við megum eiga von á í framtíðinni úr Skaftárkötlum." Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Verður stærsta Skaftárhlaup sem sögur fara af Aldei hefur mælst eins hröð rennslisaukning í Skaftárhlaupi og í gær. Allt stefnir í stærsta flóð frá því sambærilegar mælingar hófust. Hættustigi lýst yfir. Mælir FutureVolc-verkefnisins safnar ómetanlegum upplýsingum enn og aftur. 2. október 2015 09:00 Slæmar fréttir ef hlaup af þessari stærð verða venjan Engar skýringar hafa enn fundist á því hvers vegna Skaftárhlaupið nú er það stærsta í sögunni. 2. október 2015 12:35 Lega Skaftár talsvert breytt eftir hlaupið Á sumum stöðum hafa sjö til átta metrar af jarðvegi horfið með vatnsflaumnum. 5. október 2015 20:11 Fréttir Stöðvar 2 í kvöld: Landslag mikið breytt eftir hamfarirnar á Suðurlandi Skaftárhlaupið og flóðin síðustu daga hafa mikil áhrif á landslag og líf heimafólks. Í fréttum Stöðvar 2 kl.18.30 verða afleiðingar hamfaranna útskýrðar í máli og myndum. 5. október 2015 16:30 Óljóst hvort bændur fái tjón vegna Skaftárhlaups bætt Bóndi á svæðinu furðar sig á því að lög um viðlagatryggingu eigi ekki við um jökulhlaup. 5. október 2015 11:23 „Langstærsta Skaftárhlaup sem menn hafa upplifað“ Kristján Már Unnarsson fréttamaður er á staðnum og fylgist með gangi mála. 2. október 2015 13:07 Kálakrar farnir undir vatn og gróið land rofnar Ógnarstórt Skaftárhlaup hefur ekki enn náð hámarki sínu í byggð en hefur þegar valdið miklu tjóni. 2. október 2015 10:51 Lífríkið stendur Skaftárhlaupið af sér 6. október 2015 09:00 Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Rigning í dag Veður Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Sjá meira
Vísindamenn telja mikilvægt að öðlast skilning á því hvers vegna Skaftárhlaup var jafnstórt og raun ber vitni og um leið leggja mat á hvort svo stór hlaup muni endurtaka sig. Hluta af tækjabúnaði Veðurstofu Íslands skolaði burt í hamförunum. Hættustigi sem lýst var yfir vegna Skaftárhlaupsins þann fyrsta október var formlega aflýst í dag af hálfu Almannavarna. Hlaupið var það stærsta síðan mælingar hófust en vísindamenn vinna enn að því að kortleggja nákvæmlega hversu mikið umfang þess var. GPS-mælitækið í henglum Fréttastofa flaug með Veðurstofunni og Landhelgisgæslunni upp að jökli í gær og má sjá myndir úr ferðinni í myndskeiðinu hér að ofan. Markmiðið var meðal annars að reyna að leggja mat á rúmmál sigskálarinnar í Eystri Skaftárkatli, en auk þess var þetta hálfgerður björgunarleiðangur til að forða mælitækjum Veðurstofunnar. Hlaupið reyndist hinsvegar hafa tekið sinn toll. „Rétt fyrir ofan jökulsporðinn, þar voru gríðarleg ummerki um flóðið," segir Benedikt G. Ófeigsson, jarðvísindamaður hjá Veðurstofu Íslands. Eitt af mælitækjum Veðurstofunnar var ofan á farveginum fyrir hlaupið en það hafði henst langar leiðir burt í atganginum. „Við fundum leifar af því einhverja hundruð metra frá staðnum sem það var sett uphaflega á og það var bara allt í henglum. Og við fundum ekki tækið eða neitt þannig að það hefur mikið gengið á," segir Benedikt. Reyna að rýna inn í framtíðina Engu að síður hefur miklu af gögnum verið safnað um bæði aðdraganda og umfang flóðsins og segir Benedikt nú þurfa að leggjast vandlega yfir þau til að reyna að átta sig á því hversu stórt rúmmál flóðsins var. Vegna versnandi skyggnis í gær tókst illa að meta rúmmál sigskálarinnar í jöklinum en þess í stað verður reynt að notast við gervihnattamyndir af katlinum. „Við þurfum líka að skilja betur af hverju [hlaupið] var svona stórt. Er það bara vegna þess hversu langur tími var á milli flóða eða er einhver önnur skýring? Eru breytingar á katlinum sem við þurfum að hafa auga á?" segir Benedikt og bætir við að miklu skipti fyrir íbúa á svæðinu að vita hvort von sé á því að slíkar hamfarir verði reglulegur viðburður. „Nú þurfa jöklafræðingar og aðrir vísindamenn sem hafa verið að vinna í þessu að skoða gögnin sem við höfum safnað og reyna að skilja betur hvað gerðist þarna, af hverju þetta var svona stórt og hverju við megum eiga von á í framtíðinni úr Skaftárkötlum."
Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Verður stærsta Skaftárhlaup sem sögur fara af Aldei hefur mælst eins hröð rennslisaukning í Skaftárhlaupi og í gær. Allt stefnir í stærsta flóð frá því sambærilegar mælingar hófust. Hættustigi lýst yfir. Mælir FutureVolc-verkefnisins safnar ómetanlegum upplýsingum enn og aftur. 2. október 2015 09:00 Slæmar fréttir ef hlaup af þessari stærð verða venjan Engar skýringar hafa enn fundist á því hvers vegna Skaftárhlaupið nú er það stærsta í sögunni. 2. október 2015 12:35 Lega Skaftár talsvert breytt eftir hlaupið Á sumum stöðum hafa sjö til átta metrar af jarðvegi horfið með vatnsflaumnum. 5. október 2015 20:11 Fréttir Stöðvar 2 í kvöld: Landslag mikið breytt eftir hamfarirnar á Suðurlandi Skaftárhlaupið og flóðin síðustu daga hafa mikil áhrif á landslag og líf heimafólks. Í fréttum Stöðvar 2 kl.18.30 verða afleiðingar hamfaranna útskýrðar í máli og myndum. 5. október 2015 16:30 Óljóst hvort bændur fái tjón vegna Skaftárhlaups bætt Bóndi á svæðinu furðar sig á því að lög um viðlagatryggingu eigi ekki við um jökulhlaup. 5. október 2015 11:23 „Langstærsta Skaftárhlaup sem menn hafa upplifað“ Kristján Már Unnarsson fréttamaður er á staðnum og fylgist með gangi mála. 2. október 2015 13:07 Kálakrar farnir undir vatn og gróið land rofnar Ógnarstórt Skaftárhlaup hefur ekki enn náð hámarki sínu í byggð en hefur þegar valdið miklu tjóni. 2. október 2015 10:51 Lífríkið stendur Skaftárhlaupið af sér 6. október 2015 09:00 Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Rigning í dag Veður Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Sjá meira
Verður stærsta Skaftárhlaup sem sögur fara af Aldei hefur mælst eins hröð rennslisaukning í Skaftárhlaupi og í gær. Allt stefnir í stærsta flóð frá því sambærilegar mælingar hófust. Hættustigi lýst yfir. Mælir FutureVolc-verkefnisins safnar ómetanlegum upplýsingum enn og aftur. 2. október 2015 09:00
Slæmar fréttir ef hlaup af þessari stærð verða venjan Engar skýringar hafa enn fundist á því hvers vegna Skaftárhlaupið nú er það stærsta í sögunni. 2. október 2015 12:35
Lega Skaftár talsvert breytt eftir hlaupið Á sumum stöðum hafa sjö til átta metrar af jarðvegi horfið með vatnsflaumnum. 5. október 2015 20:11
Fréttir Stöðvar 2 í kvöld: Landslag mikið breytt eftir hamfarirnar á Suðurlandi Skaftárhlaupið og flóðin síðustu daga hafa mikil áhrif á landslag og líf heimafólks. Í fréttum Stöðvar 2 kl.18.30 verða afleiðingar hamfaranna útskýrðar í máli og myndum. 5. október 2015 16:30
Óljóst hvort bændur fái tjón vegna Skaftárhlaups bætt Bóndi á svæðinu furðar sig á því að lög um viðlagatryggingu eigi ekki við um jökulhlaup. 5. október 2015 11:23
„Langstærsta Skaftárhlaup sem menn hafa upplifað“ Kristján Már Unnarsson fréttamaður er á staðnum og fylgist með gangi mála. 2. október 2015 13:07
Kálakrar farnir undir vatn og gróið land rofnar Ógnarstórt Skaftárhlaup hefur ekki enn náð hámarki sínu í byggð en hefur þegar valdið miklu tjóni. 2. október 2015 10:51