Skjótast milli húsa undan verkfallinu Óli Kristján Ármannsson skrifar 16. október 2015 07:00 Stefán Árni Jónsson, formaður SFR, talar á fjölmennum samstöðufundi á Austurvelli í gærmorgun. Auk félaga SFR komu þar saman sjúkraliðar og lögreglumenn, en verkalýðsfélögin eiga í sameiginlegum kjaraviðræðum við ríkið. vísir/anton Dæmi eru um að reynt hafi verið að fara í kringum verkfall SFR í skólum landsins, samkvæmt upplýsingum frá stéttarfélaginu. Verkfallsverðir voru á ferðinni og tekið var á nokkrum málum, en án þess þó að til nokkurra átaka kæmi. Í gær var fyrri dagurinn í tveggja daga verkfallslotu SFR og sjúkraliða sem lýkur á miðnætti í kvöld. Næsta lota er frá mánudegi til þriðjudags. Þar fyrir utan er hafið ótímabundið verkfall á Landspítala, hjá Ríkisskattstjóra, Tollstjóra og sýslumannsembættum landsins. Alls eru fyrirhuguð fimm tveggja daga skæruverkföll fram í miðjan næsta mánuð, en þá tekur við ótímabundið verkfall á öllum vígstöðvum hafi ekki samist. Verkföllin valda röskun á starfsemi nær allra vinnustaða ríkisins, en þeir eru 159 talsins. Viðræður stóðu í allan gærdag í kjaradeilunni hjá Ríkissáttasemjara. Verkfallsaðgerðum stéttarfélaganna er hins vegar stjórnað úr sameiginlegri verkfallsmiðstöð þeirra við Grettisgötu í Reykjavík.Sólveig Jónasdóttir upplýsingafulltrúi SFRSólveig Jónasdóttir, upplýsingafulltrúi SFR, segir að sendir hafi verið út nokkrir hópar til að kanna stöðuna hjá stofnunum ríkisins. „Bæði erum við með ákveðið skipulag á heimsóknum í stofnanir og svo höfum við náttúrlega fengið alls konar ábendingar,“ segir hún, en áréttar um leið að SFR telji stjórnendur stofnana almennt „í liði“ með verkalýðsfélögunum og sýna baráttu þeirra skilning. „Oftast nær hefur þetta gengið vel fyrir sig, en svo er hitt og þetta að koma upp á.“ Mikið hafi verið að gera í gær þegar forsvarsmenn stofnana hafi vaknað upp við vondan draum um mikilvægi starfa þeirra sem í verkfalli voru og áhrif verkfalls þeirra á starfsemina. „Þetta er fólkið í stoðþjónustunni, almennri afgreiðslu, á síma og á skrifstofu. Fólkið sem á að opna dyrnar.“ Því hafi verið nokkur brögð að því að reynt hafi verið að fara í kringum verkfallið, bæði vegna misskilnings og líka af ráðnum hug. „Við höfum svolítið rekið okkur á að háskólarnir og skólar hafi verið að færa til kennslu. Til dæmis hefur þetta gerst í Háskóla Íslands,“ segir Sólveig. Þetta hafi meðal annars verið gert að fyrirmælum deildarstjóra sem bent hafi kennurum á að flytja kennslu úr húsi og eins hafi einstaka kennarar fundið þetta upp hjá sjálfum sér. Í hluta þessara tilvika segir Sólveig að vísað hafi verið til þess að leyfilegt sé að halda umræðufundi með nemendum á öðrum stöðum en í háskólabyggingu. „Það er slatti af svona málum sem komið hefur upp.“ Þá segir Sólveig hafa komið í ljós á heilbrigðisstofnunum og á Landspítalanum að undanþágulistar hafi ekki verið fullkomnir. „Það er eins og enginn hafi gert ráð fyrir því að SFR myndi nokkurn tímann fara í verkfall.“ Undanþágunefnd hafi verið að störfum í fyrradag og allan gærdag líka þar sem farið sé yfir þessi mál. Kjaramál Verkfall 2016 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Dæmi eru um að reynt hafi verið að fara í kringum verkfall SFR í skólum landsins, samkvæmt upplýsingum frá stéttarfélaginu. Verkfallsverðir voru á ferðinni og tekið var á nokkrum málum, en án þess þó að til nokkurra átaka kæmi. Í gær var fyrri dagurinn í tveggja daga verkfallslotu SFR og sjúkraliða sem lýkur á miðnætti í kvöld. Næsta lota er frá mánudegi til þriðjudags. Þar fyrir utan er hafið ótímabundið verkfall á Landspítala, hjá Ríkisskattstjóra, Tollstjóra og sýslumannsembættum landsins. Alls eru fyrirhuguð fimm tveggja daga skæruverkföll fram í miðjan næsta mánuð, en þá tekur við ótímabundið verkfall á öllum vígstöðvum hafi ekki samist. Verkföllin valda röskun á starfsemi nær allra vinnustaða ríkisins, en þeir eru 159 talsins. Viðræður stóðu í allan gærdag í kjaradeilunni hjá Ríkissáttasemjara. Verkfallsaðgerðum stéttarfélaganna er hins vegar stjórnað úr sameiginlegri verkfallsmiðstöð þeirra við Grettisgötu í Reykjavík.Sólveig Jónasdóttir upplýsingafulltrúi SFRSólveig Jónasdóttir, upplýsingafulltrúi SFR, segir að sendir hafi verið út nokkrir hópar til að kanna stöðuna hjá stofnunum ríkisins. „Bæði erum við með ákveðið skipulag á heimsóknum í stofnanir og svo höfum við náttúrlega fengið alls konar ábendingar,“ segir hún, en áréttar um leið að SFR telji stjórnendur stofnana almennt „í liði“ með verkalýðsfélögunum og sýna baráttu þeirra skilning. „Oftast nær hefur þetta gengið vel fyrir sig, en svo er hitt og þetta að koma upp á.“ Mikið hafi verið að gera í gær þegar forsvarsmenn stofnana hafi vaknað upp við vondan draum um mikilvægi starfa þeirra sem í verkfalli voru og áhrif verkfalls þeirra á starfsemina. „Þetta er fólkið í stoðþjónustunni, almennri afgreiðslu, á síma og á skrifstofu. Fólkið sem á að opna dyrnar.“ Því hafi verið nokkur brögð að því að reynt hafi verið að fara í kringum verkfallið, bæði vegna misskilnings og líka af ráðnum hug. „Við höfum svolítið rekið okkur á að háskólarnir og skólar hafi verið að færa til kennslu. Til dæmis hefur þetta gerst í Háskóla Íslands,“ segir Sólveig. Þetta hafi meðal annars verið gert að fyrirmælum deildarstjóra sem bent hafi kennurum á að flytja kennslu úr húsi og eins hafi einstaka kennarar fundið þetta upp hjá sjálfum sér. Í hluta þessara tilvika segir Sólveig að vísað hafi verið til þess að leyfilegt sé að halda umræðufundi með nemendum á öðrum stöðum en í háskólabyggingu. „Það er slatti af svona málum sem komið hefur upp.“ Þá segir Sólveig hafa komið í ljós á heilbrigðisstofnunum og á Landspítalanum að undanþágulistar hafi ekki verið fullkomnir. „Það er eins og enginn hafi gert ráð fyrir því að SFR myndi nokkurn tímann fara í verkfall.“ Undanþágunefnd hafi verið að störfum í fyrradag og allan gærdag líka þar sem farið sé yfir þessi mál.
Kjaramál Verkfall 2016 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira