Umfjöllun og viðtöl: Grude Autoherc - Fram 22-38 | Framkonur einfaldlega mun sterkari Kristinn Páll Teitsson skrifar 16. október 2015 21:15 Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram. vísir/stefán Framkonur gengu langt með að bóka sæti sitt í 3. umferð EHF-bikarsins í handbolta í kvöld með sextán marka sigri á Grude Autoherc. Seinni leikur liðanna fer fram annað kvöld en það þarf eitthvað kraftaverk til þess að Fram fari ekki áfram í næstu umferð. Leikmenn Fram runnu nokkuð blint í sjóinn í þessari viðureign en lítið var vitað um bosníska liðið fyrir leikina. Þær höfðu byrjað tímabilið af krafti í bosnísku deildinni og unnu sannfærandi sigur á liði frá Lúxemborg í fyrstu umferð EHF bikarsins. Fara báðir leikirnir fram í Safamýrinni en bosníska liðið var heimaliðið í kvöld og Fram verður heimaliðið annað kvöld. Það sást strax á fyrstu mínútunum í hvað stefndi en sóknarleikur Grude Autoherc var hreint út sagt lélegur, boltameðferðin slök og köstuðu þær boltanum sífellt frá sér. Þá vörðu markmenn liðsins vart skot í fyrri hálfleik. Framkonur nýttu sér þetta eftir því sem leið á leikinn og tóku tólf marka forskot inn í hálfleik, 21-9. Bosníska liðið átti ágætis rispu í seinni hálfleik þegar þeim tókst að minnka forskotið aftur niður í tíu mörk en eftir leikhlé Stefáns Arnarssonar, þjálfara Fram, settu leikmenn liðsins aftur í gír og gerðu út um leikinn. Lauk leiknum með sextán marka sigri Fram, 38-22, og var sigur liðsins í raun aldrei í hættu frá fyrstu mínútum leiksins. Fram er einfaldlega með töluvert sterkara lið og ætti Stefán að geta dreift álaginu vel líkt og hann gerði í kvöld í seinni leik liðanna í Safamýrinni annað kvöld en leikurinn hefst klukkan 18.00. Ragnheiður Júlíusdóttir var atkvæðamest í liði Fram með átta mörk en Hildur Þorgeirsdóttir bætti við sjö mörkum. Í markinu var Guðrún Ósk Maríasdóttir með 41% markvörslu.Elísabet: Þetta verður formsatriði á morgun „Þetta er ekki búið en það er auðvitað léttir að við höfum unnið hann. Við verðum hinsvegar að vera tilbúnar í leikinn á morgun,“ sagði Elísabet Gunnarsdóttir, leikmaður Fram, sátt að leik loknum í kvöld. „Það er oft þannig í Evrópukeppnum að liðin mæta oft allt öðruvísi stemmdar milli daga en það verður formsatriði fyrir okkur að klára þetta á morgun. Við megum hinsvegar ekki koma værukærar til leiksins á morgun.“ Elísabet sagði að undirbúningurinn fyrir leikinn hefði verið sérstakur en Fram vissi lítið um mótherjann fyrir leikinn. „Þetta var mjög skrýtið, við gátum eiginlega ekki undirbúið okkur fyrir þetta lið. Við þurftum bara að undirbúa okkur og vita hvað við ætluðum að gera. Þær litu vel út á æfingunum sem við sáum en þetta er allt annað í leikjum,“ sagði Elísabet sem var ánægð með spilamennsku liðsins í 55 mínútur. „Við vorum að spila vel og við höfum verið að spila mun betur í síðustu leikjum. Við vitum betur hvað þarf að gera og getum jafnvel gert enn betur í grunnatriðum handboltans sem við vorum aðeins að klikka á í leiknum.“Stefán: Í góðum liðum þurfa leikmenn að berjast fyrir mínútum „Já, við vissum ekki hvað við værum að fara út í og við náðum að vinna leikinn með flottri spilamennsku,“ sagði Stefán Arnarson, þjálfari Fram, aðspurður hvort úrslitin hefðu verið betri en hann þorði að vona fyrir leikinn. „Maður vissi lítið um styrkleika andstæðingsins en eftir að þær jöfnuðu í 6-6 náðum við sex mörkum í röð og þá sást getumunurinn á liðunum,“ sagði Stefán sem sagði að það hefði verið erfiðara en oft áður að undirbúa liðið fyrir leikinn. „Það tók okkur smá tíma að lesa þær en eftir að okkur tókst að gera það varð spilamennskan mun betri. Þær komu aðeins með tólf leikmenn og við vorum með sextán og fyrir vikið reyndum við að spila hratt.“ Stefán gat gefið öllum leikmönnum liðsins mínútur enda sigurinn löngu í höfn um miðbik seinni hálfleiks. „Við gerðum marga góða hluti í dag og liðið lék heilt yfir vel. Það eru leikmenn í hópnum sem vilja spila meira en þær fengu fleiri mínútur í dag og þannig er það í góðum liðum. Leikmenn þurfa að berjast fyrir mínútunum.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti „Það trompast allt þarna“ Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira
Framkonur gengu langt með að bóka sæti sitt í 3. umferð EHF-bikarsins í handbolta í kvöld með sextán marka sigri á Grude Autoherc. Seinni leikur liðanna fer fram annað kvöld en það þarf eitthvað kraftaverk til þess að Fram fari ekki áfram í næstu umferð. Leikmenn Fram runnu nokkuð blint í sjóinn í þessari viðureign en lítið var vitað um bosníska liðið fyrir leikina. Þær höfðu byrjað tímabilið af krafti í bosnísku deildinni og unnu sannfærandi sigur á liði frá Lúxemborg í fyrstu umferð EHF bikarsins. Fara báðir leikirnir fram í Safamýrinni en bosníska liðið var heimaliðið í kvöld og Fram verður heimaliðið annað kvöld. Það sást strax á fyrstu mínútunum í hvað stefndi en sóknarleikur Grude Autoherc var hreint út sagt lélegur, boltameðferðin slök og köstuðu þær boltanum sífellt frá sér. Þá vörðu markmenn liðsins vart skot í fyrri hálfleik. Framkonur nýttu sér þetta eftir því sem leið á leikinn og tóku tólf marka forskot inn í hálfleik, 21-9. Bosníska liðið átti ágætis rispu í seinni hálfleik þegar þeim tókst að minnka forskotið aftur niður í tíu mörk en eftir leikhlé Stefáns Arnarssonar, þjálfara Fram, settu leikmenn liðsins aftur í gír og gerðu út um leikinn. Lauk leiknum með sextán marka sigri Fram, 38-22, og var sigur liðsins í raun aldrei í hættu frá fyrstu mínútum leiksins. Fram er einfaldlega með töluvert sterkara lið og ætti Stefán að geta dreift álaginu vel líkt og hann gerði í kvöld í seinni leik liðanna í Safamýrinni annað kvöld en leikurinn hefst klukkan 18.00. Ragnheiður Júlíusdóttir var atkvæðamest í liði Fram með átta mörk en Hildur Þorgeirsdóttir bætti við sjö mörkum. Í markinu var Guðrún Ósk Maríasdóttir með 41% markvörslu.Elísabet: Þetta verður formsatriði á morgun „Þetta er ekki búið en það er auðvitað léttir að við höfum unnið hann. Við verðum hinsvegar að vera tilbúnar í leikinn á morgun,“ sagði Elísabet Gunnarsdóttir, leikmaður Fram, sátt að leik loknum í kvöld. „Það er oft þannig í Evrópukeppnum að liðin mæta oft allt öðruvísi stemmdar milli daga en það verður formsatriði fyrir okkur að klára þetta á morgun. Við megum hinsvegar ekki koma værukærar til leiksins á morgun.“ Elísabet sagði að undirbúningurinn fyrir leikinn hefði verið sérstakur en Fram vissi lítið um mótherjann fyrir leikinn. „Þetta var mjög skrýtið, við gátum eiginlega ekki undirbúið okkur fyrir þetta lið. Við þurftum bara að undirbúa okkur og vita hvað við ætluðum að gera. Þær litu vel út á æfingunum sem við sáum en þetta er allt annað í leikjum,“ sagði Elísabet sem var ánægð með spilamennsku liðsins í 55 mínútur. „Við vorum að spila vel og við höfum verið að spila mun betur í síðustu leikjum. Við vitum betur hvað þarf að gera og getum jafnvel gert enn betur í grunnatriðum handboltans sem við vorum aðeins að klikka á í leiknum.“Stefán: Í góðum liðum þurfa leikmenn að berjast fyrir mínútum „Já, við vissum ekki hvað við værum að fara út í og við náðum að vinna leikinn með flottri spilamennsku,“ sagði Stefán Arnarson, þjálfari Fram, aðspurður hvort úrslitin hefðu verið betri en hann þorði að vona fyrir leikinn. „Maður vissi lítið um styrkleika andstæðingsins en eftir að þær jöfnuðu í 6-6 náðum við sex mörkum í röð og þá sást getumunurinn á liðunum,“ sagði Stefán sem sagði að það hefði verið erfiðara en oft áður að undirbúa liðið fyrir leikinn. „Það tók okkur smá tíma að lesa þær en eftir að okkur tókst að gera það varð spilamennskan mun betri. Þær komu aðeins með tólf leikmenn og við vorum með sextán og fyrir vikið reyndum við að spila hratt.“ Stefán gat gefið öllum leikmönnum liðsins mínútur enda sigurinn löngu í höfn um miðbik seinni hálfleiks. „Við gerðum marga góða hluti í dag og liðið lék heilt yfir vel. Það eru leikmenn í hópnum sem vilja spila meira en þær fengu fleiri mínútur í dag og þannig er það í góðum liðum. Leikmenn þurfa að berjast fyrir mínútunum.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti „Það trompast allt þarna“ Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira