Brúin verr farin og mögulega ónýt eftir átök Skaftárhlaups Kristján Már Unnarsson skrifar 16. október 2015 20:45 Bráðabirgðaviðgerð á brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum, sem skemmdist í Skaftárhlaupinu, er talin kosta tugi milljóna króna. Vegagerðin metur nú í samráði við Viðlagatryggingu Íslands hvort skynsamlegra sé að dæma brúna ónýta og reisa nýja. Þegar ákafinn sást í þessu mesta Skaftárhlaupi sögunnar að morgni 2. október var brúnni yfir Eldvatn lokað en hún er aðaltenging sveitabæja í Skaftártungu við hringveginn og þéttbýlið á Kirkjubæjarklaustri. Þegar hlaupinu slotaði sást að áin hafði brotið niður hamravegginn á löngum kafla í kringum brúarstæðið og hluti eystri brúarstöpulsins stendur nú í lausu lofti „Brúin er verr farin eftir þessi átök en við töldum í fyrstu og þarf að skoða ástandið enn betur til að fá fullvissu um ásigkomulagið,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, í svari við fyrirspurn fréttastofu. Bormenn Ræktunarsambands Flóa og Skeiða bora undir brúarsporð Eldvatnsbrúar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Vegagerðin lét bora könnunarholur undir brúarsporðinn í síðustu viku og sýna þær að jarðlögin undir eru veik og kalla á grjótvörn. Í næstu viku er ætlunin að dýptarmæla ána undir brúnni til að unnt sé að meta hvað grjótvörn kostar, sem og annar stuðningur við stöpulinn, að sögn Guðmundar Vals Guðmundssonar, brúarverkfræðings hjá Vegagerðinni. Þá vonast menn jafnframt til að geta metið hvort hægt sé að leyfa takmarkaða umferð léttari bíla um brúna. „Það verður ekki opnað á næstunni, ekki fyrr en menn eru vissir um öryggið. Það er verið að reikna burðarþol, skoða stöðugleika stöpulsins að austan og fleira,“ segir Pétur. Jarðlögin undir eystri brúarstöplinum, sem grófst undan, eru talin veik.MYND/INGIBJÖRG EIRÍKSDÓTTIR Guðmundur Valur segir ljóst að bráðabirgðaviðgerð kosti ekki undir 20 milljónum króna, hugsanlega eitthundrað milljónir, og hún myndi ekki verja brúna fyrir öðru Skaftárhlaupi af sömu stærð. Hann segir brúna tryggða hjá Viðlagatryggingu. Þegar kostnaðarmat á bráðabirgðaviðgerð liggi fyrir verði ákveðið hvort viðgerð svari kostnaði eða hvort skynsamlegra sé að dæma brúna ónothæfa og hefja undirbúning að smíði nýrrar. Í næstu viku verður dýpi mælt við brúarsporðinn til að meta kostnað við grjótvörn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Brúin hefur verið lokuð frá 2. október. Vegna þess hefur ferðatími milli Skaftártungu og Kirkjubæjarklaustur lengst um 25-30 mínútur, hvora leið. Hjáleið er um gamla þjóðveginn um Hrífunes.Stöð 2/Björn Sigurðsson. Hlaup í Skaftá Vegagerð Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira
Bráðabirgðaviðgerð á brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum, sem skemmdist í Skaftárhlaupinu, er talin kosta tugi milljóna króna. Vegagerðin metur nú í samráði við Viðlagatryggingu Íslands hvort skynsamlegra sé að dæma brúna ónýta og reisa nýja. Þegar ákafinn sást í þessu mesta Skaftárhlaupi sögunnar að morgni 2. október var brúnni yfir Eldvatn lokað en hún er aðaltenging sveitabæja í Skaftártungu við hringveginn og þéttbýlið á Kirkjubæjarklaustri. Þegar hlaupinu slotaði sást að áin hafði brotið niður hamravegginn á löngum kafla í kringum brúarstæðið og hluti eystri brúarstöpulsins stendur nú í lausu lofti „Brúin er verr farin eftir þessi átök en við töldum í fyrstu og þarf að skoða ástandið enn betur til að fá fullvissu um ásigkomulagið,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, í svari við fyrirspurn fréttastofu. Bormenn Ræktunarsambands Flóa og Skeiða bora undir brúarsporð Eldvatnsbrúar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Vegagerðin lét bora könnunarholur undir brúarsporðinn í síðustu viku og sýna þær að jarðlögin undir eru veik og kalla á grjótvörn. Í næstu viku er ætlunin að dýptarmæla ána undir brúnni til að unnt sé að meta hvað grjótvörn kostar, sem og annar stuðningur við stöpulinn, að sögn Guðmundar Vals Guðmundssonar, brúarverkfræðings hjá Vegagerðinni. Þá vonast menn jafnframt til að geta metið hvort hægt sé að leyfa takmarkaða umferð léttari bíla um brúna. „Það verður ekki opnað á næstunni, ekki fyrr en menn eru vissir um öryggið. Það er verið að reikna burðarþol, skoða stöðugleika stöpulsins að austan og fleira,“ segir Pétur. Jarðlögin undir eystri brúarstöplinum, sem grófst undan, eru talin veik.MYND/INGIBJÖRG EIRÍKSDÓTTIR Guðmundur Valur segir ljóst að bráðabirgðaviðgerð kosti ekki undir 20 milljónum króna, hugsanlega eitthundrað milljónir, og hún myndi ekki verja brúna fyrir öðru Skaftárhlaupi af sömu stærð. Hann segir brúna tryggða hjá Viðlagatryggingu. Þegar kostnaðarmat á bráðabirgðaviðgerð liggi fyrir verði ákveðið hvort viðgerð svari kostnaði eða hvort skynsamlegra sé að dæma brúna ónothæfa og hefja undirbúning að smíði nýrrar. Í næstu viku verður dýpi mælt við brúarsporðinn til að meta kostnað við grjótvörn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Brúin hefur verið lokuð frá 2. október. Vegna þess hefur ferðatími milli Skaftártungu og Kirkjubæjarklaustur lengst um 25-30 mínútur, hvora leið. Hjáleið er um gamla þjóðveginn um Hrífunes.Stöð 2/Björn Sigurðsson.
Hlaup í Skaftá Vegagerð Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira