Brúin verr farin og mögulega ónýt eftir átök Skaftárhlaups Kristján Már Unnarsson skrifar 16. október 2015 20:45 Bráðabirgðaviðgerð á brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum, sem skemmdist í Skaftárhlaupinu, er talin kosta tugi milljóna króna. Vegagerðin metur nú í samráði við Viðlagatryggingu Íslands hvort skynsamlegra sé að dæma brúna ónýta og reisa nýja. Þegar ákafinn sást í þessu mesta Skaftárhlaupi sögunnar að morgni 2. október var brúnni yfir Eldvatn lokað en hún er aðaltenging sveitabæja í Skaftártungu við hringveginn og þéttbýlið á Kirkjubæjarklaustri. Þegar hlaupinu slotaði sást að áin hafði brotið niður hamravegginn á löngum kafla í kringum brúarstæðið og hluti eystri brúarstöpulsins stendur nú í lausu lofti „Brúin er verr farin eftir þessi átök en við töldum í fyrstu og þarf að skoða ástandið enn betur til að fá fullvissu um ásigkomulagið,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, í svari við fyrirspurn fréttastofu. Bormenn Ræktunarsambands Flóa og Skeiða bora undir brúarsporð Eldvatnsbrúar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Vegagerðin lét bora könnunarholur undir brúarsporðinn í síðustu viku og sýna þær að jarðlögin undir eru veik og kalla á grjótvörn. Í næstu viku er ætlunin að dýptarmæla ána undir brúnni til að unnt sé að meta hvað grjótvörn kostar, sem og annar stuðningur við stöpulinn, að sögn Guðmundar Vals Guðmundssonar, brúarverkfræðings hjá Vegagerðinni. Þá vonast menn jafnframt til að geta metið hvort hægt sé að leyfa takmarkaða umferð léttari bíla um brúna. „Það verður ekki opnað á næstunni, ekki fyrr en menn eru vissir um öryggið. Það er verið að reikna burðarþol, skoða stöðugleika stöpulsins að austan og fleira,“ segir Pétur. Jarðlögin undir eystri brúarstöplinum, sem grófst undan, eru talin veik.MYND/INGIBJÖRG EIRÍKSDÓTTIR Guðmundur Valur segir ljóst að bráðabirgðaviðgerð kosti ekki undir 20 milljónum króna, hugsanlega eitthundrað milljónir, og hún myndi ekki verja brúna fyrir öðru Skaftárhlaupi af sömu stærð. Hann segir brúna tryggða hjá Viðlagatryggingu. Þegar kostnaðarmat á bráðabirgðaviðgerð liggi fyrir verði ákveðið hvort viðgerð svari kostnaði eða hvort skynsamlegra sé að dæma brúna ónothæfa og hefja undirbúning að smíði nýrrar. Í næstu viku verður dýpi mælt við brúarsporðinn til að meta kostnað við grjótvörn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Brúin hefur verið lokuð frá 2. október. Vegna þess hefur ferðatími milli Skaftártungu og Kirkjubæjarklaustur lengst um 25-30 mínútur, hvora leið. Hjáleið er um gamla þjóðveginn um Hrífunes.Stöð 2/Björn Sigurðsson. Hlaup í Skaftá Vegagerð Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Bráðabirgðaviðgerð á brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum, sem skemmdist í Skaftárhlaupinu, er talin kosta tugi milljóna króna. Vegagerðin metur nú í samráði við Viðlagatryggingu Íslands hvort skynsamlegra sé að dæma brúna ónýta og reisa nýja. Þegar ákafinn sást í þessu mesta Skaftárhlaupi sögunnar að morgni 2. október var brúnni yfir Eldvatn lokað en hún er aðaltenging sveitabæja í Skaftártungu við hringveginn og þéttbýlið á Kirkjubæjarklaustri. Þegar hlaupinu slotaði sást að áin hafði brotið niður hamravegginn á löngum kafla í kringum brúarstæðið og hluti eystri brúarstöpulsins stendur nú í lausu lofti „Brúin er verr farin eftir þessi átök en við töldum í fyrstu og þarf að skoða ástandið enn betur til að fá fullvissu um ásigkomulagið,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, í svari við fyrirspurn fréttastofu. Bormenn Ræktunarsambands Flóa og Skeiða bora undir brúarsporð Eldvatnsbrúar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Vegagerðin lét bora könnunarholur undir brúarsporðinn í síðustu viku og sýna þær að jarðlögin undir eru veik og kalla á grjótvörn. Í næstu viku er ætlunin að dýptarmæla ána undir brúnni til að unnt sé að meta hvað grjótvörn kostar, sem og annar stuðningur við stöpulinn, að sögn Guðmundar Vals Guðmundssonar, brúarverkfræðings hjá Vegagerðinni. Þá vonast menn jafnframt til að geta metið hvort hægt sé að leyfa takmarkaða umferð léttari bíla um brúna. „Það verður ekki opnað á næstunni, ekki fyrr en menn eru vissir um öryggið. Það er verið að reikna burðarþol, skoða stöðugleika stöpulsins að austan og fleira,“ segir Pétur. Jarðlögin undir eystri brúarstöplinum, sem grófst undan, eru talin veik.MYND/INGIBJÖRG EIRÍKSDÓTTIR Guðmundur Valur segir ljóst að bráðabirgðaviðgerð kosti ekki undir 20 milljónum króna, hugsanlega eitthundrað milljónir, og hún myndi ekki verja brúna fyrir öðru Skaftárhlaupi af sömu stærð. Hann segir brúna tryggða hjá Viðlagatryggingu. Þegar kostnaðarmat á bráðabirgðaviðgerð liggi fyrir verði ákveðið hvort viðgerð svari kostnaði eða hvort skynsamlegra sé að dæma brúna ónothæfa og hefja undirbúning að smíði nýrrar. Í næstu viku verður dýpi mælt við brúarsporðinn til að meta kostnað við grjótvörn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Brúin hefur verið lokuð frá 2. október. Vegna þess hefur ferðatími milli Skaftártungu og Kirkjubæjarklaustur lengst um 25-30 mínútur, hvora leið. Hjáleið er um gamla þjóðveginn um Hrífunes.Stöð 2/Björn Sigurðsson.
Hlaup í Skaftá Vegagerð Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira