Tækifæriskvæði Magnús Guðmundsson skrifar 19. október 2015 12:30 Þórunn Sigurðardóttir, sagnfræðingur Á morgun flytur Þórunn Sigurðardóttir hádegisfyrirlestur á vegum Sagnfræðingafélags Íslands sem nefnist Tækifæriskvæði sem heimildir um konur á árnýöld. Þórunn er með doktorsgráðu í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands og er sjálfstætt starfandi fræðimaður. Að venju fer fyrirlesturinn fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands og hefst kl. 12.05. Þórunn segir tækifæriskvæði hafi verið mjög vinsæla bókmenntagrein á 17. öld. „Það eru varðveitt fjölmörg slík kvæði í íslenskum handritum síðari alda. Þau hafa þó lítið verið prentuð og af þeim sökum hefur lítið verið fjallað um þau í bókmenntasögunni. Í kvæðunum birtast jafnt samfélagsleg viðhorf og afstaða einstaklinga til lífsins og tilverunnar, sem gerir þau að spennandi heimildum fyrir sagnfræðinga. Kvæðin snerta persónulegt líf og aðstæður samtímamanna skáldanna, karla, kvenna og barna, og þau fást við tilfinningar eins og gleði og sorg, örvæntingu og huggun, samkennd og samlíðan, svo nokkuð sé nefnt. Í fyrirlestrinum hyggst ég greina og túlka kvæði sem var ort eftir andlát ungrar konu árið 1619 í því skyni að varpa ljósi á félagslegar aðstæður, viðhorf, tilfinningar og samskipti kynjanna á fyrri hluta 17. aldar. Það sem um ræðir er harmljóð sem sr. Ólafur Einarsson í Kirkjubæ orti í orðastað Jóns bróður síns eftir konumissi hans árið 1619, honum til huggunar. Konan hét Guðrún Árnadóttir og dó úr bólusótt ásamt nýfæddu barni þeirra. Í þessum tveimur erindum sem við látum fylgja hér með kemur fram harla óvenjuleg menntun konu á þessum tíma. Henni var kennt bæði að lesa, skrifa og reikna, og svo virðist sem hún hafi verið eins konar ritari fóstra síns áður en hún giftist og flutti með manni sínum austur að Hofi í Álftafirði. Kvæðið hefur aðeins varðveist í einu handriti svo vitað sé en í því eru þessar merkilegu upplýsingar sem hvergi annars staðar eru fáanlegar.“Á Grund hjá göfugum manni,greina verð eg það,ólst upp ungur svannií þeim fagra stað.Sá heiðursmann var hýr,hygginn, frómur og skýr.Bókanna og bréfanna ritbrúðurin kunni dýr.Jón Björnsson með æruunga menntar kæru. (9. erindi) Kvæðið er prentað í bók Þórunnar, Heiður og huggun. Erfiljóð, harmljóð og huggunarkvæði frá 17. öld, sem kom út í liðinni viku hjá Árnastofnun og Háskólaútgáfunni. Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Á morgun flytur Þórunn Sigurðardóttir hádegisfyrirlestur á vegum Sagnfræðingafélags Íslands sem nefnist Tækifæriskvæði sem heimildir um konur á árnýöld. Þórunn er með doktorsgráðu í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands og er sjálfstætt starfandi fræðimaður. Að venju fer fyrirlesturinn fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands og hefst kl. 12.05. Þórunn segir tækifæriskvæði hafi verið mjög vinsæla bókmenntagrein á 17. öld. „Það eru varðveitt fjölmörg slík kvæði í íslenskum handritum síðari alda. Þau hafa þó lítið verið prentuð og af þeim sökum hefur lítið verið fjallað um þau í bókmenntasögunni. Í kvæðunum birtast jafnt samfélagsleg viðhorf og afstaða einstaklinga til lífsins og tilverunnar, sem gerir þau að spennandi heimildum fyrir sagnfræðinga. Kvæðin snerta persónulegt líf og aðstæður samtímamanna skáldanna, karla, kvenna og barna, og þau fást við tilfinningar eins og gleði og sorg, örvæntingu og huggun, samkennd og samlíðan, svo nokkuð sé nefnt. Í fyrirlestrinum hyggst ég greina og túlka kvæði sem var ort eftir andlát ungrar konu árið 1619 í því skyni að varpa ljósi á félagslegar aðstæður, viðhorf, tilfinningar og samskipti kynjanna á fyrri hluta 17. aldar. Það sem um ræðir er harmljóð sem sr. Ólafur Einarsson í Kirkjubæ orti í orðastað Jóns bróður síns eftir konumissi hans árið 1619, honum til huggunar. Konan hét Guðrún Árnadóttir og dó úr bólusótt ásamt nýfæddu barni þeirra. Í þessum tveimur erindum sem við látum fylgja hér með kemur fram harla óvenjuleg menntun konu á þessum tíma. Henni var kennt bæði að lesa, skrifa og reikna, og svo virðist sem hún hafi verið eins konar ritari fóstra síns áður en hún giftist og flutti með manni sínum austur að Hofi í Álftafirði. Kvæðið hefur aðeins varðveist í einu handriti svo vitað sé en í því eru þessar merkilegu upplýsingar sem hvergi annars staðar eru fáanlegar.“Á Grund hjá göfugum manni,greina verð eg það,ólst upp ungur svannií þeim fagra stað.Sá heiðursmann var hýr,hygginn, frómur og skýr.Bókanna og bréfanna ritbrúðurin kunni dýr.Jón Björnsson með æruunga menntar kæru. (9. erindi) Kvæðið er prentað í bók Þórunnar, Heiður og huggun. Erfiljóð, harmljóð og huggunarkvæði frá 17. öld, sem kom út í liðinni viku hjá Árnastofnun og Háskólaútgáfunni.
Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira