Kennarar í HÍ sekir um verkfallsbrot: „Gefa skít í launabaráttu þeirra sem eru lægra settir á staðnum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. október 2015 17:10 Verkfallsverðir í Háskóla Íslands í seinustu viku. vísir/pjetur Kennarar í Háskóla Íslands hafa fært til kennslu í verkfalli SFR þar sem engar byggingar eða skólastofur eru opnaðar í verkfallinu, fyrir utan stofur í Háskólabíói. Sólveig Jónasdóttir, upplýsingafullrúi SFR, segir að kennarar hafi meðal annars fært kennslu úr húsi eða í aðrar stofur innan skólans sem eru opnar en hún segir að slíkt sé klárt verkfallsbrot. „Þetta er synd því rektor gaf það strax út að hann ætlaði að vinna með okkur og ekki opna sjálfur en þarna detta inn svona einstaka kennarar og einstaka deildir sem líta á það sem forgangsmál að fá nemendur í tíma og þannig gefa skít í launabaráttu þeirra sem eru lægra settir á staðnum. Það er auðvitað bara skelfilegt mál,“ segir Sólveig í samtali við Vísi. Náms-og kennslunefnd Stúdentaráðs Háskóla Íslands sendi starfsfólki HÍ tölvupóst um helgina þar sem kennarar voru hvattir til að nýta sér upplýsingatæknina í kennslunni í verkfallinu, meðal annars með því að taka upp fyrirlestra. Sólveig segir að SFR geri ekki athugasemdir ef kennarar kjósi að setja upp nokkurs konar „stafrænar kennslustofur.“ Það að færa kennsluna til vegna verkfallsins megi hins vegar ekki.„Sá sem gerir þetta vanalega er í verkfalli“ Hún segist ekki vera með tölu á um hversu mörg brot sé að ræða en þau séu nokkur. Þá hafa einnig verið verið verkfallsbrot í framhaldsskólum. Í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti er til dæmis skrifstofufólk í verkfalli og á það við um fleiri skóla. Auk þess eru umsjónarmenn bygginga í ýmsum framhaldsskólum í verkfalli. „Verkfallsverðir fóru í Fjölbrautaskólann í Breiðholti í dag. Þar var skrifstofan opin og starfsmaður sem gekk í störf skrifstofufólksins. Svo sagði hann þessa gullnu setningu fyrir framan verkfallsverðina þegar það kom nemandi þarna aðvífandi: „Já, bíddu, ég ætla að reyna að finna þetta. Sá sem gerir þetta venjulega er í verkfalli.““Kemur á óvart að kennarar stundi verkfallsbrot Sólveig segir að það komi sér á óvart að kennarar skuli ekki standa betur við bakið á þeim félagsmönnum SFR sem eru í verkfalli, ekki síst þar sem kennarar þekki harða kjarabaráttu af eigin raun. Framhaldsskólakennarar hafa til að mynda oft farið í verkfall. „Þá hefur okkar fólk verið að standa með þeim því þetta er náttúrulega fólk sem vinnur mjög þétt saman, starfsfólk á skrifstofu og kennarar. Í sumum framhaldsskólum er svo rektor eða skólameistari að opna byggingar og stofur, og það er ekki verkfallsbrot, en það vantar samt þessa spurningu hvort að þetta sé það sem skólayfirvöld vilja sýna? Þarna er stór hópur í verkfalli og á þá bara að ganga í þeirra störf?“ Samninganefndir SFR, SLFÍ og LL og samninganefnd ríkisins sitja enn á fundi í húsakynnum ríkissáttasemjara en hann hófst klukkan 14 í dag. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Rektor má opna byggingar og kennslustofur Háskóla Íslands í verkfalli SFR Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, segir stöðuna alvarlega en mun virða verkfallsrétt umsjónarmanna fasteigna skólans. 9. október 2015 15:14 Fundur hafinn: „Viðræðurnar eru á mjög viðkvæmum stað“ Undantekning að ræstingafólk sé í SFR. 19. október 2015 13:32 Formaður SHÍ um verkfall SFR: „Við skiljum afstöðu rektors en erum kannski ekki með bros á vör“ Komi til verkfalls SFR mun hefðbundin kennsla að mestu lamast í Háskóla Íslands. 12. október 2015 16:52 Skellt í lás í Háskóla Íslands Hefðbundin kennsla í Háskóla Íslands mun lamast komi til verkfalls SFR þar sem kennslustofur verða ekki opnaðar. 7. október 2015 14:56 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Kennarar í Háskóla Íslands hafa fært til kennslu í verkfalli SFR þar sem engar byggingar eða skólastofur eru opnaðar í verkfallinu, fyrir utan stofur í Háskólabíói. Sólveig Jónasdóttir, upplýsingafullrúi SFR, segir að kennarar hafi meðal annars fært kennslu úr húsi eða í aðrar stofur innan skólans sem eru opnar en hún segir að slíkt sé klárt verkfallsbrot. „Þetta er synd því rektor gaf það strax út að hann ætlaði að vinna með okkur og ekki opna sjálfur en þarna detta inn svona einstaka kennarar og einstaka deildir sem líta á það sem forgangsmál að fá nemendur í tíma og þannig gefa skít í launabaráttu þeirra sem eru lægra settir á staðnum. Það er auðvitað bara skelfilegt mál,“ segir Sólveig í samtali við Vísi. Náms-og kennslunefnd Stúdentaráðs Háskóla Íslands sendi starfsfólki HÍ tölvupóst um helgina þar sem kennarar voru hvattir til að nýta sér upplýsingatæknina í kennslunni í verkfallinu, meðal annars með því að taka upp fyrirlestra. Sólveig segir að SFR geri ekki athugasemdir ef kennarar kjósi að setja upp nokkurs konar „stafrænar kennslustofur.“ Það að færa kennsluna til vegna verkfallsins megi hins vegar ekki.„Sá sem gerir þetta vanalega er í verkfalli“ Hún segist ekki vera með tölu á um hversu mörg brot sé að ræða en þau séu nokkur. Þá hafa einnig verið verið verkfallsbrot í framhaldsskólum. Í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti er til dæmis skrifstofufólk í verkfalli og á það við um fleiri skóla. Auk þess eru umsjónarmenn bygginga í ýmsum framhaldsskólum í verkfalli. „Verkfallsverðir fóru í Fjölbrautaskólann í Breiðholti í dag. Þar var skrifstofan opin og starfsmaður sem gekk í störf skrifstofufólksins. Svo sagði hann þessa gullnu setningu fyrir framan verkfallsverðina þegar það kom nemandi þarna aðvífandi: „Já, bíddu, ég ætla að reyna að finna þetta. Sá sem gerir þetta venjulega er í verkfalli.““Kemur á óvart að kennarar stundi verkfallsbrot Sólveig segir að það komi sér á óvart að kennarar skuli ekki standa betur við bakið á þeim félagsmönnum SFR sem eru í verkfalli, ekki síst þar sem kennarar þekki harða kjarabaráttu af eigin raun. Framhaldsskólakennarar hafa til að mynda oft farið í verkfall. „Þá hefur okkar fólk verið að standa með þeim því þetta er náttúrulega fólk sem vinnur mjög þétt saman, starfsfólk á skrifstofu og kennarar. Í sumum framhaldsskólum er svo rektor eða skólameistari að opna byggingar og stofur, og það er ekki verkfallsbrot, en það vantar samt þessa spurningu hvort að þetta sé það sem skólayfirvöld vilja sýna? Þarna er stór hópur í verkfalli og á þá bara að ganga í þeirra störf?“ Samninganefndir SFR, SLFÍ og LL og samninganefnd ríkisins sitja enn á fundi í húsakynnum ríkissáttasemjara en hann hófst klukkan 14 í dag.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Rektor má opna byggingar og kennslustofur Háskóla Íslands í verkfalli SFR Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, segir stöðuna alvarlega en mun virða verkfallsrétt umsjónarmanna fasteigna skólans. 9. október 2015 15:14 Fundur hafinn: „Viðræðurnar eru á mjög viðkvæmum stað“ Undantekning að ræstingafólk sé í SFR. 19. október 2015 13:32 Formaður SHÍ um verkfall SFR: „Við skiljum afstöðu rektors en erum kannski ekki með bros á vör“ Komi til verkfalls SFR mun hefðbundin kennsla að mestu lamast í Háskóla Íslands. 12. október 2015 16:52 Skellt í lás í Háskóla Íslands Hefðbundin kennsla í Háskóla Íslands mun lamast komi til verkfalls SFR þar sem kennslustofur verða ekki opnaðar. 7. október 2015 14:56 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Rektor má opna byggingar og kennslustofur Háskóla Íslands í verkfalli SFR Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, segir stöðuna alvarlega en mun virða verkfallsrétt umsjónarmanna fasteigna skólans. 9. október 2015 15:14
Fundur hafinn: „Viðræðurnar eru á mjög viðkvæmum stað“ Undantekning að ræstingafólk sé í SFR. 19. október 2015 13:32
Formaður SHÍ um verkfall SFR: „Við skiljum afstöðu rektors en erum kannski ekki með bros á vör“ Komi til verkfalls SFR mun hefðbundin kennsla að mestu lamast í Háskóla Íslands. 12. október 2015 16:52
Skellt í lás í Háskóla Íslands Hefðbundin kennsla í Háskóla Íslands mun lamast komi til verkfalls SFR þar sem kennslustofur verða ekki opnaðar. 7. október 2015 14:56
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels