
Milljón tonn af mengun á ári
Dísilvélasvindl Volkswagen er eitt það stærsta í bílageiranum síðustu ár en fyrirtækið hefur viðurkennt að 11 milljónir bíla hafi verið búnir sérstökum hugbúnaði sem nam hvenær bílarnir fóru í gegnum opinberar útblástursmælingar, og kveikti á þá á mengunarvarnabúnaði.
Breska blaðið Guardian reiknaði út að miðað við meðal keyrslu hafi allt að milljón tonn af mengun farið út í andrúmsloftið á hverju ári umfram það sem áður var talið vegna búnaðarins.
3.647 bílar eru á Íslandi með dísilvélar af gerðinni EA189 en það eru vélarnar sem ræðir um í málinu. Þetta kom fram í tilkynningu frá Heklu, umboðsaðila Volskwagen á Íslandi.

Munu styðja neytendur
Samkvæmt heimildum fréttastofu er það álitamál hver beri ábyrgð á mögulegum endurútreikningi gjalda þar sem innheimta þeirra byggi á upplýsingum frá framleiðanda en ekki á framtali skattgreiðandans sjálfs.
Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir það ekki spurning að framleiðandinn eigi að bera allan kostnað sem gæti hlýst af röngum mengunartölum. Hann segir að samtökin muni standa við bakið á neytendum í málaferlum til að knýja á ábyrgð Volkswagen, komi til að þess þurfi.