Í morgun flaug þyrlan með fulltrúa lögreglu, almannavarna og jarðvísindamönnum að Skaftá svo þeir gætu lagt mat á stöðu mála vegna Skaftárhlaupsins. Hlaupið er það stærsta í manna minnum en gert er ráð fyrir að það nái hámarki í dag.
Á leiðinni til baka fékk gæslan beiðni um að sækja fólkið. Það hafði fest bíl sinn en var að sögn Svanhildar Sverrisdóttur, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, ekki í hættu. Var því kippt með af þyrlunni og komið til byggða.
