Þorgerður Katrín: Flokkurinn hefur alltaf látið sér nægja eina konu sem fjarvistarsönnun Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 4. október 2015 16:26 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu, en viðtalið má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Í viðtalinu ræddi Þorgerður pólítíkina, mikilvægi iðnnáms og flokkinn sinn sem hún segir að þurfi að breytast.Verður kona einhverntíma formaður Sjálfstæðisflokksins? „Já. Ég held að sú manneskja sem tekur við af Bjarna Ben verði kona. Ef ég verð áfram í flokknum mun ég líka berjast fyrir því. Flokkurinn má ekki fletja sína sýn og stefnu í jafnréttismálum og ekki gera þá stefnu að einhverju þynnildi vegna þess að það eru nokkrir í flokknum sem finnst óþægilegt að tala um jafnréttismál. Massinn í flokknum vill tala um jafnréttismál.“ Aðspurð segir hún þó enn eima eftir af gömlum viðhorfum. „Já, ég verð nú bara að vera hreinskilin með það. Maður fær enn að heyra athugasemdir eins og, hvað eru þið stelpurnar nú að vasast? Það er svosem ekkert bara innan flokksins, það er víða. En nú finn ég að það er að koma inn mjög sterkt fólk í gegnum ungliðahreyfingarnar, sem hefur án efa mikið að segja um þessi mál. Ég ætla að fá að biðja flokkinn minn að hlusta á það fólk, ekki bara fylla einhvern kvóta af konum og ungu fólki. Ekki vera að þykjast eitthvað.“Fyrir okkur sem stöndum utan við flokkinn þá finnst manni konur einhvern veginn aldrei vera aðal í Sjálfstæðisflokknum? „Flokkurinn, í ljósi sögunnar, hefur alltaf látið sér nægja að hafa einhverja eina konu einhverstaðar sem ákveðna fjarvistarsönnun fyrir því að það sé bara allt í lagi. Það er það sem mér fannst svo mikilvægt þegar Bjarni Ben lýsti því yfir að ef flokkurinn kæmist í ríkisstjórn yrðu jöfn hlutfall karla og kvenna í ráðherrastólum. Nú er það svo að það er eins nálægt því og við komumst, fimm ráðherrar, þar af tvær konur. Það er gríðarlega mikilvægt. Ég hef sagt frá því að ég var eina konan í ríkisstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn og síðan kom Sigríður Anna inn. Það breytti miklu og var allt annað. Við Sigríður Anna vorum ekkert endilega sammála um um alla aðferðarfræði, en það var allt annað að vera ekki eina stelpan, eina konan, því það er bara þannig að strákarnir tala alltaf meira saman. Svo þegar hún fór, og ég varð aftur eina konan í ráðherrastól fann ég fyrir því. Konur mega ekki vera einar í flokknum. Það er svo mikilvægt að láta konur finna fyrir því að þær hafi breiðan stuðning, karla en ekki síst kvenna innan flokksins, að það sé staðið með þeim og þeim klappað á bakið. En þetta er líka það sem karlarnir þurfa að vita. Bakland kvenna er mjög sterkt, og það verður alltaf sterkara og þeir þurfa einfaldlega að fara að vara sig.“ Tengdar fréttir Föstudagsviðtalið: Sjálfstæðisflokkurinn þarf að breytast Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ræðir þörfina á aukinni iðnmenntun, Sjálfstæðisflokkinn og flöt fyrir nýju stjórnmálaafli. 2. október 2015 07:00 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu, en viðtalið má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Í viðtalinu ræddi Þorgerður pólítíkina, mikilvægi iðnnáms og flokkinn sinn sem hún segir að þurfi að breytast.Verður kona einhverntíma formaður Sjálfstæðisflokksins? „Já. Ég held að sú manneskja sem tekur við af Bjarna Ben verði kona. Ef ég verð áfram í flokknum mun ég líka berjast fyrir því. Flokkurinn má ekki fletja sína sýn og stefnu í jafnréttismálum og ekki gera þá stefnu að einhverju þynnildi vegna þess að það eru nokkrir í flokknum sem finnst óþægilegt að tala um jafnréttismál. Massinn í flokknum vill tala um jafnréttismál.“ Aðspurð segir hún þó enn eima eftir af gömlum viðhorfum. „Já, ég verð nú bara að vera hreinskilin með það. Maður fær enn að heyra athugasemdir eins og, hvað eru þið stelpurnar nú að vasast? Það er svosem ekkert bara innan flokksins, það er víða. En nú finn ég að það er að koma inn mjög sterkt fólk í gegnum ungliðahreyfingarnar, sem hefur án efa mikið að segja um þessi mál. Ég ætla að fá að biðja flokkinn minn að hlusta á það fólk, ekki bara fylla einhvern kvóta af konum og ungu fólki. Ekki vera að þykjast eitthvað.“Fyrir okkur sem stöndum utan við flokkinn þá finnst manni konur einhvern veginn aldrei vera aðal í Sjálfstæðisflokknum? „Flokkurinn, í ljósi sögunnar, hefur alltaf látið sér nægja að hafa einhverja eina konu einhverstaðar sem ákveðna fjarvistarsönnun fyrir því að það sé bara allt í lagi. Það er það sem mér fannst svo mikilvægt þegar Bjarni Ben lýsti því yfir að ef flokkurinn kæmist í ríkisstjórn yrðu jöfn hlutfall karla og kvenna í ráðherrastólum. Nú er það svo að það er eins nálægt því og við komumst, fimm ráðherrar, þar af tvær konur. Það er gríðarlega mikilvægt. Ég hef sagt frá því að ég var eina konan í ríkisstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn og síðan kom Sigríður Anna inn. Það breytti miklu og var allt annað. Við Sigríður Anna vorum ekkert endilega sammála um um alla aðferðarfræði, en það var allt annað að vera ekki eina stelpan, eina konan, því það er bara þannig að strákarnir tala alltaf meira saman. Svo þegar hún fór, og ég varð aftur eina konan í ráðherrastól fann ég fyrir því. Konur mega ekki vera einar í flokknum. Það er svo mikilvægt að láta konur finna fyrir því að þær hafi breiðan stuðning, karla en ekki síst kvenna innan flokksins, að það sé staðið með þeim og þeim klappað á bakið. En þetta er líka það sem karlarnir þurfa að vita. Bakland kvenna er mjög sterkt, og það verður alltaf sterkara og þeir þurfa einfaldlega að fara að vara sig.“
Tengdar fréttir Föstudagsviðtalið: Sjálfstæðisflokkurinn þarf að breytast Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ræðir þörfina á aukinni iðnmenntun, Sjálfstæðisflokkinn og flöt fyrir nýju stjórnmálaafli. 2. október 2015 07:00 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Föstudagsviðtalið: Sjálfstæðisflokkurinn þarf að breytast Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ræðir þörfina á aukinni iðnmenntun, Sjálfstæðisflokkinn og flöt fyrir nýju stjórnmálaafli. 2. október 2015 07:00