Brúin yfir Eldvatn stendur á lyginni einni Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. október 2015 19:38 Möguleiki er að brúin yfir Eldvatn við Ása fari í Skaftárhlaupinu. Áin hefur haldið áfram að grafa undan undirstöðum hennar í dag og landið hefur sigið. Brúnni var lokað í gær vegna hættu sem myndaðist þegar áin tók að grafa undan undirstöðum hennar. Austan megin brúarinnar er sextán metra undirstaða en áin hefur náð að grafa sig meira en átta metra undir hana. Sérfræðingar Vegagerðarinnar hafa verið á staðnum í dag og metið stöðuna. „Það er töluvert vatn í ánni enn þá og undirstaðan er óstöðug eins og er,“ segir Guðmundur Valur Guðmundsson brúarverkfræðingur hjá Vegagerðinni. Hann segir að skoðað hafi verið að grípa til aðgerða til að hindra frekara tjón. Metið var sem svo að það myndi ekki skila árangri. „Ekki raunhæft og of áhættusamt held ég,“ segir Guðmundur Valur. Lögreglan hefur girt svæðið af með borðum til að enginn hætti sér of nálægt henni. „ Við vonum að hún hangi. Sá möguleiki er alveg fyrir hendi að hún fari,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Hann segir að þó töluvert hafi dregið úr rennsli Skaftár sé enn kraftur í hlaupinu. „Við erum enn þá að horfa á hækkun í vatninu við dyngjur,“ segir Sveinn og að töluvert sé að flæða inn í dyngjurnar. Þá segir Sveinn að þar flæði beggja vegna hringvegarins. „Þar fylgjumst við vel með en þar er svona eiginlega hættan á þjóðvegi 1 að það renni inn á,“ segir Sveinn. Myndin sem fylgir fréttinni var tekin af lögreglunni á Suðurlandi. Hlaup í Skaftá Samgöngur Tengdar fréttir Slæmar fréttir ef hlaup af þessari stærð verða venjan Engar skýringar hafa enn fundist á því hvers vegna Skaftárhlaupið nú er það stærsta í sögunni. 2. október 2015 12:35 Vatnamælingamenn flúðu úr skála við Sveinstind Gistu í tjaldi sem þeir slógu upp fjær ánni. 2. október 2015 08:08 Undirstöðurnar illa farnar undir brúnni Brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum var lokað í dag vegna þess hvað aurflóðið úr Skaftárjökli hefur grafið mikið undan brúnni. 3. október 2015 20:07 „Þetta er alltaf að síga á ógæfuhliðina“ Miklar skemmdir hafa orðið á brúm, túnum og vegum vegna Skaftárhlaupsins. Þjóðvegur eitt er enn opinn þó vatn flæði víða beggja vegna við hann. Lögreglan er með viðbúnað ef til þess kemur að það þurfi að loka veginum síðar í dag eða á morgun. 3. október 2015 11:09 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira
Möguleiki er að brúin yfir Eldvatn við Ása fari í Skaftárhlaupinu. Áin hefur haldið áfram að grafa undan undirstöðum hennar í dag og landið hefur sigið. Brúnni var lokað í gær vegna hættu sem myndaðist þegar áin tók að grafa undan undirstöðum hennar. Austan megin brúarinnar er sextán metra undirstaða en áin hefur náð að grafa sig meira en átta metra undir hana. Sérfræðingar Vegagerðarinnar hafa verið á staðnum í dag og metið stöðuna. „Það er töluvert vatn í ánni enn þá og undirstaðan er óstöðug eins og er,“ segir Guðmundur Valur Guðmundsson brúarverkfræðingur hjá Vegagerðinni. Hann segir að skoðað hafi verið að grípa til aðgerða til að hindra frekara tjón. Metið var sem svo að það myndi ekki skila árangri. „Ekki raunhæft og of áhættusamt held ég,“ segir Guðmundur Valur. Lögreglan hefur girt svæðið af með borðum til að enginn hætti sér of nálægt henni. „ Við vonum að hún hangi. Sá möguleiki er alveg fyrir hendi að hún fari,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Hann segir að þó töluvert hafi dregið úr rennsli Skaftár sé enn kraftur í hlaupinu. „Við erum enn þá að horfa á hækkun í vatninu við dyngjur,“ segir Sveinn og að töluvert sé að flæða inn í dyngjurnar. Þá segir Sveinn að þar flæði beggja vegna hringvegarins. „Þar fylgjumst við vel með en þar er svona eiginlega hættan á þjóðvegi 1 að það renni inn á,“ segir Sveinn. Myndin sem fylgir fréttinni var tekin af lögreglunni á Suðurlandi.
Hlaup í Skaftá Samgöngur Tengdar fréttir Slæmar fréttir ef hlaup af þessari stærð verða venjan Engar skýringar hafa enn fundist á því hvers vegna Skaftárhlaupið nú er það stærsta í sögunni. 2. október 2015 12:35 Vatnamælingamenn flúðu úr skála við Sveinstind Gistu í tjaldi sem þeir slógu upp fjær ánni. 2. október 2015 08:08 Undirstöðurnar illa farnar undir brúnni Brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum var lokað í dag vegna þess hvað aurflóðið úr Skaftárjökli hefur grafið mikið undan brúnni. 3. október 2015 20:07 „Þetta er alltaf að síga á ógæfuhliðina“ Miklar skemmdir hafa orðið á brúm, túnum og vegum vegna Skaftárhlaupsins. Þjóðvegur eitt er enn opinn þó vatn flæði víða beggja vegna við hann. Lögreglan er með viðbúnað ef til þess kemur að það þurfi að loka veginum síðar í dag eða á morgun. 3. október 2015 11:09 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira
Slæmar fréttir ef hlaup af þessari stærð verða venjan Engar skýringar hafa enn fundist á því hvers vegna Skaftárhlaupið nú er það stærsta í sögunni. 2. október 2015 12:35
Vatnamælingamenn flúðu úr skála við Sveinstind Gistu í tjaldi sem þeir slógu upp fjær ánni. 2. október 2015 08:08
Undirstöðurnar illa farnar undir brúnni Brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum var lokað í dag vegna þess hvað aurflóðið úr Skaftárjökli hefur grafið mikið undan brúnni. 3. október 2015 20:07
„Þetta er alltaf að síga á ógæfuhliðina“ Miklar skemmdir hafa orðið á brúm, túnum og vegum vegna Skaftárhlaupsins. Þjóðvegur eitt er enn opinn þó vatn flæði víða beggja vegna við hann. Lögreglan er með viðbúnað ef til þess kemur að það þurfi að loka veginum síðar í dag eða á morgun. 3. október 2015 11:09