Lega Skaftár talsvert breytt eftir hlaupið Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. október 2015 20:11 Brúin hefur verið lokuð. vísir/kmu Þrátt fyrir að Skaftárhlaupið hafi náð hámarki sínu fyrir þremur dögum er vatnsflaumurinn enn gífurlegur. Þegar rennslið var sem mest var það tæpir 3000 rúmmetrar á sekúndu en er nú um einn sjöundi af því. Á stöku kafla á þjóðvegi eitt er vatn beggja megin vegarins. Eins gott er að bílar fari ekki út af veginum því þar sem vatnið er dýpst er það rúmur tugur metra. Framburður er mikill og eru bændur uggandi yfir því hvað bíður þeirra þegar minnkar í ánni. „Ég hef náð að kíkja á hluta af þessu og þetta er gífurlegt landbrot og ofboðslegur framburður,“ segir Gísli Magnússon bóndi á Ytri-Ásum. „Ég skoðaði svæði þar sem áður var hraun og núna er þar víða ekkert hraun lengur. Það er orðið slétt af sandi og leðju. Síðan mun þetta þorna og fjúka hérna yfir okkur með endalausum rykmekki. Það verður að sá í þetta um leið og hægt er.“ Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, var við Skaftá í dag. Síðastliðinn fimmtudag var hann staddur á bakkanum og flutti fréttir þaðan en nú var ómögulegt að vera staddur á sama stað þar sem bakkinn sem hann stóð á var horfinn. Brúin yfir Eldvatn á Ásum er enn lokuð og verður það þar til hægt verður að laga hana, ef það verður hægt að laga hana. Svipmyndir frá Skaftárbökkum má sjá í klippunni í fréttinni en þar lýsir Kristján Már meðal annars hvernig umhorfs var á svæðinu áður en hlaupið varð. Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Óljóst hvort bændur fái tjón vegna Skaftárhlaups bætt Bóndi á svæðinu furðar sig á því að lög um viðlagatryggingu eigi ekki við um jökulhlaup. 5. október 2015 11:23 Möguleiki að brúin fari í hlaupinu Óttast er að brúin yfir Eldvatn við Ása geti farið í hlaupinu í Skaftá. Henni var lokað um miðjan dag í gær vegna hættu sem skapaðist. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að verulega hafi dregið úr rennsli árinnar. Það sé þó enn mikið og því hætta á að undurstöður brúarinnar gefi sig. 4. október 2015 10:03 Veðurstofa varar við vatnavöxtum Búist er við talsverðri eða mikilli rigningu á Suður- og Suðausturlandi fram á nótt. 5. október 2015 17:20 Rennslið í Skaftá eins og í litlu hlaupi vegna mikillar úrkomu Brúin yfir Eldvatn skammt frá Ytri-Ásum stendur enn en Skaftá hefur grafið mikið undan undirstöðum hennar um helgina og landið sigið vegna hlaupsins í ánni. 5. október 2015 12:28 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent Fleiri fréttir Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Sjá meira
Þrátt fyrir að Skaftárhlaupið hafi náð hámarki sínu fyrir þremur dögum er vatnsflaumurinn enn gífurlegur. Þegar rennslið var sem mest var það tæpir 3000 rúmmetrar á sekúndu en er nú um einn sjöundi af því. Á stöku kafla á þjóðvegi eitt er vatn beggja megin vegarins. Eins gott er að bílar fari ekki út af veginum því þar sem vatnið er dýpst er það rúmur tugur metra. Framburður er mikill og eru bændur uggandi yfir því hvað bíður þeirra þegar minnkar í ánni. „Ég hef náð að kíkja á hluta af þessu og þetta er gífurlegt landbrot og ofboðslegur framburður,“ segir Gísli Magnússon bóndi á Ytri-Ásum. „Ég skoðaði svæði þar sem áður var hraun og núna er þar víða ekkert hraun lengur. Það er orðið slétt af sandi og leðju. Síðan mun þetta þorna og fjúka hérna yfir okkur með endalausum rykmekki. Það verður að sá í þetta um leið og hægt er.“ Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, var við Skaftá í dag. Síðastliðinn fimmtudag var hann staddur á bakkanum og flutti fréttir þaðan en nú var ómögulegt að vera staddur á sama stað þar sem bakkinn sem hann stóð á var horfinn. Brúin yfir Eldvatn á Ásum er enn lokuð og verður það þar til hægt verður að laga hana, ef það verður hægt að laga hana. Svipmyndir frá Skaftárbökkum má sjá í klippunni í fréttinni en þar lýsir Kristján Már meðal annars hvernig umhorfs var á svæðinu áður en hlaupið varð.
Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Óljóst hvort bændur fái tjón vegna Skaftárhlaups bætt Bóndi á svæðinu furðar sig á því að lög um viðlagatryggingu eigi ekki við um jökulhlaup. 5. október 2015 11:23 Möguleiki að brúin fari í hlaupinu Óttast er að brúin yfir Eldvatn við Ása geti farið í hlaupinu í Skaftá. Henni var lokað um miðjan dag í gær vegna hættu sem skapaðist. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að verulega hafi dregið úr rennsli árinnar. Það sé þó enn mikið og því hætta á að undurstöður brúarinnar gefi sig. 4. október 2015 10:03 Veðurstofa varar við vatnavöxtum Búist er við talsverðri eða mikilli rigningu á Suður- og Suðausturlandi fram á nótt. 5. október 2015 17:20 Rennslið í Skaftá eins og í litlu hlaupi vegna mikillar úrkomu Brúin yfir Eldvatn skammt frá Ytri-Ásum stendur enn en Skaftá hefur grafið mikið undan undirstöðum hennar um helgina og landið sigið vegna hlaupsins í ánni. 5. október 2015 12:28 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent Fleiri fréttir Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Sjá meira
Óljóst hvort bændur fái tjón vegna Skaftárhlaups bætt Bóndi á svæðinu furðar sig á því að lög um viðlagatryggingu eigi ekki við um jökulhlaup. 5. október 2015 11:23
Möguleiki að brúin fari í hlaupinu Óttast er að brúin yfir Eldvatn við Ása geti farið í hlaupinu í Skaftá. Henni var lokað um miðjan dag í gær vegna hættu sem skapaðist. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að verulega hafi dregið úr rennsli árinnar. Það sé þó enn mikið og því hætta á að undurstöður brúarinnar gefi sig. 4. október 2015 10:03
Veðurstofa varar við vatnavöxtum Búist er við talsverðri eða mikilli rigningu á Suður- og Suðausturlandi fram á nótt. 5. október 2015 17:20
Rennslið í Skaftá eins og í litlu hlaupi vegna mikillar úrkomu Brúin yfir Eldvatn skammt frá Ytri-Ásum stendur enn en Skaftá hefur grafið mikið undan undirstöðum hennar um helgina og landið sigið vegna hlaupsins í ánni. 5. október 2015 12:28
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“