Slitnaði upp úr viðræðum SALEK-hópsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. október 2015 12:10 Lögreglumenn eru ein þeirra stétta sem nú berjast fyrir bættum kjörum. vísir/pjetur SALEK-hópurinn svokallaði fundaði í gær um stöðuna á vinnumarkaði en upp úr viðræðunum slitnaði í gærkvöldi. Hópurinn er samstarfsnefnd um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga en í honum sitja ríkissáttasemjari og fulltrúar samtaka á vinnumarkaði, bæði atvinnurekenda og verkalýðshreyfinga. Að því er fram kemur í tilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins stóðu vonir „til þess að samkomulag næðist sem stuðlaði að varanlegri aukningu kaupmáttar launafólks og kæmi í veg fyrir að verðbólga fari úr böndum í kjölfar mikilla launahækkana á almennum og opinberum vinnumarkaði á árinu.“ Í tilkynningu SA segir að slitnað hafi upp úr viðræðunum þar sem heildarsamtök opinberra starfsmanna hafi ekki treyst sér til „að vinna áfram saman á þeim grundvelli sem var til umræðu. Hætta er því á að umsamdar kauphækkanir muni á endanum einungis skila mikilli verðbólgu, lækkun gengis krónunnar, hærri verðtryggðum skuldum og hærri vöxtum sem eru nú þegar margfalt hærri en í nágrannalöndunum.“ Haft er eftir Þorsteini Víglundssyni, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, að það valdi miklum vonbrigðum að slitnað hafi upp úr viðræðunum. „Það má öllum vera ljóst að grafalvarleg staða blasir við í efnahagsmálum ef ekki tekst að koma böndum á þær miklu launahækkanir sem hafa verið á vinnumarkaðnum undanfarna mánuði, eins og skýrt kemur fram í niðurstöðu hagfræðinga allra samtakanna sem tekið hafa þátt í vinnu SALEK-hópsins. Haldi stéttarfélög opinberra starfsmanna áfram að halda á lofti kröfum um sérstakar launahækkanir umfram það sem samið hefur verið um á almennum markaði munu allir tapa . Það er sameiginleg ábyrgð allra samningsaðila að ná skynsamlegri niðurstöðu til að forða efnahagslegu stórslysi sem að óbreyttu stefnir í.“ Verkfall 2016 Tengdar fréttir Hækkun á móti skertum lífeyri Samræming lífeyrisréttinda blandast í áætlanir um upptöku nýs vinnumarkaðslíkans að norrænni fyrirmynd. 3. október 2015 09:00 Lífeyrir og kjaraþróun koma í veg fyrir sátt Fulltrúar í svonefndum SALEK-hópi eru sammála um ágæti þess að taka hér upp samningafyrirkomulag að norrænni fyrirmynd. Til að feta sig inn í þá mynd þurfi að stöðva það höfrungahlaup sem í gangi sé á vinnumarkaði. 1. október 2015 07:00 Fundur í dag hjá ríki og BSRB Draga kann til tíðinda í deilu þriggja stærstu félaga BRSB við ríkið á fundi í dag. Undirritun fyrirliggjandi samnings við SGS og Flóans var frestað. Nái BSRB-félögin ekki samningi hefjast verkföll í næstu viku. 6. október 2015 07:00 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
SALEK-hópurinn svokallaði fundaði í gær um stöðuna á vinnumarkaði en upp úr viðræðunum slitnaði í gærkvöldi. Hópurinn er samstarfsnefnd um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga en í honum sitja ríkissáttasemjari og fulltrúar samtaka á vinnumarkaði, bæði atvinnurekenda og verkalýðshreyfinga. Að því er fram kemur í tilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins stóðu vonir „til þess að samkomulag næðist sem stuðlaði að varanlegri aukningu kaupmáttar launafólks og kæmi í veg fyrir að verðbólga fari úr böndum í kjölfar mikilla launahækkana á almennum og opinberum vinnumarkaði á árinu.“ Í tilkynningu SA segir að slitnað hafi upp úr viðræðunum þar sem heildarsamtök opinberra starfsmanna hafi ekki treyst sér til „að vinna áfram saman á þeim grundvelli sem var til umræðu. Hætta er því á að umsamdar kauphækkanir muni á endanum einungis skila mikilli verðbólgu, lækkun gengis krónunnar, hærri verðtryggðum skuldum og hærri vöxtum sem eru nú þegar margfalt hærri en í nágrannalöndunum.“ Haft er eftir Þorsteini Víglundssyni, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, að það valdi miklum vonbrigðum að slitnað hafi upp úr viðræðunum. „Það má öllum vera ljóst að grafalvarleg staða blasir við í efnahagsmálum ef ekki tekst að koma böndum á þær miklu launahækkanir sem hafa verið á vinnumarkaðnum undanfarna mánuði, eins og skýrt kemur fram í niðurstöðu hagfræðinga allra samtakanna sem tekið hafa þátt í vinnu SALEK-hópsins. Haldi stéttarfélög opinberra starfsmanna áfram að halda á lofti kröfum um sérstakar launahækkanir umfram það sem samið hefur verið um á almennum markaði munu allir tapa . Það er sameiginleg ábyrgð allra samningsaðila að ná skynsamlegri niðurstöðu til að forða efnahagslegu stórslysi sem að óbreyttu stefnir í.“
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Hækkun á móti skertum lífeyri Samræming lífeyrisréttinda blandast í áætlanir um upptöku nýs vinnumarkaðslíkans að norrænni fyrirmynd. 3. október 2015 09:00 Lífeyrir og kjaraþróun koma í veg fyrir sátt Fulltrúar í svonefndum SALEK-hópi eru sammála um ágæti þess að taka hér upp samningafyrirkomulag að norrænni fyrirmynd. Til að feta sig inn í þá mynd þurfi að stöðva það höfrungahlaup sem í gangi sé á vinnumarkaði. 1. október 2015 07:00 Fundur í dag hjá ríki og BSRB Draga kann til tíðinda í deilu þriggja stærstu félaga BRSB við ríkið á fundi í dag. Undirritun fyrirliggjandi samnings við SGS og Flóans var frestað. Nái BSRB-félögin ekki samningi hefjast verkföll í næstu viku. 6. október 2015 07:00 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Hækkun á móti skertum lífeyri Samræming lífeyrisréttinda blandast í áætlanir um upptöku nýs vinnumarkaðslíkans að norrænni fyrirmynd. 3. október 2015 09:00
Lífeyrir og kjaraþróun koma í veg fyrir sátt Fulltrúar í svonefndum SALEK-hópi eru sammála um ágæti þess að taka hér upp samningafyrirkomulag að norrænni fyrirmynd. Til að feta sig inn í þá mynd þurfi að stöðva það höfrungahlaup sem í gangi sé á vinnumarkaði. 1. október 2015 07:00
Fundur í dag hjá ríki og BSRB Draga kann til tíðinda í deilu þriggja stærstu félaga BRSB við ríkið á fundi í dag. Undirritun fyrirliggjandi samnings við SGS og Flóans var frestað. Nái BSRB-félögin ekki samningi hefjast verkföll í næstu viku. 6. október 2015 07:00