Fjármálaráðuneytið varar Landssamband lögreglumanna við Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. október 2015 18:59 Lögreglumenn mótmæla við Stjórnarráðið. Landssamband lögreglumanna er í samfloti með SFR – stéttarfélagi í almannaþjónustu og Sjúkraliðafélaginu í kjaraviðræðum við ríkið, en þær sigldu í strand í síðasta mánuði. Verkföll hefjast hjá hinum félögunum 15. þessa mánaðar. vísir/pjetur Harka hefur færst í samskipti fjármálaráðuneytisins og Landssambands lögreglumanna. Ráðuneytið telur að boðuð veikindi lögreglumanna flokkist undir ólöglegar verkfallsaðgerðir og að mögulega muni Landssamband lögreglumanna verða ábyrgt fyrir tjóni sem verður af völdum veikinda lögreglumanna. Landssamband lögreglumanna hafnar alfarið að hafa að koma að skipulagningu fyrirhugaðra veikinda félagsmanna sinna en í bréfi ráðuneytisins segir að því hafi borist til eyrna að fjöldi lögreglumanna muni boða veikindi á morgun, aðfaranótt laugardags, 16. október og að auki 27.-28. október. Bréfin má nálgast hér fyrir neðan.Ráðuneytið segir að fyrirhuguð veikindi lögreglumanna séu ólögmætar verkfallsaðgerðirÍ bréfi frá ráðuneytinu, sem stílað er á Landssamband lögreglumanna er bent á að sú aðgerð að tilkynna veikindi, þegar ekki er um slíkt að ræða, sé brot á lögum nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Ráðuneytið lítur svo á að þessar aðgerðir séu ólögmætar og bendir jafnframt á að stéttarfélög ein geti samkvæmt lögum tilkynnt eða gripið til verkfallsaðgerða. Skorar ráðuneytið á Landssamband lögreglumanna um að slíkum aðgerðum verið hætt en að öðrum kosti muni ráðuneytið grípa til viðeigandi réttarúrræða. Í bréfinu segir einnig að Landssamband lögreglumanna geti orðið ábyrgt vegna þessa tjóns sem kann að hljótast af hinu ólögmætu aðgerðum. Er ljóst að fyrirhuguð veikindi gætu haft veruleg áhrif á löggæslu í landinu næstu tvær helgar taki margir lögreglumenn þátt í þessum aðgerðum.Snorri Magnússon er formaður Landssambands lögreglumanna.Vísir/VilhelmLandsamband lögreglumanna segist ekki hafa skipulagt veikindin Landssamband lögreglumanna svaraði bréfinu frá ráðuneytinu og segja að forsvarsmönnum félagsins hafi verið ókunnugt um að sögusagnir af yfirvofandi veikindum félagsmanna sinna líkt og rætt er um í bréfi ráðuneytisins. Landssamband lögreglumanna hafi ekki komið að skipulagningu. Jafnframt segir að Landssambandið frábiðji sér slíkar aðdróttanir af hálfu ráðuneytisins. Landssambandið hafnar því að það geti borið ábyrgð á veikindum einstakra félagsmanna og hafnar að auki öllum hugsanlegum bótakröfum ríkisins á hendur Landssambandi lögreglumanna. Nálgast má bréfin hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Félag yfirlögregluþjóna skorar á ríkið að semja við lögreglumenn Í yfirlýsingu frá félaginu segir að lögreglumenn geti ekki sætt sig við að kröfur þeirra sé ekki virtar viðlits. 5. október 2015 10:56 Félagar í SFR og SFLÍ samþykkja verkfallsboðun Gert ráð fyrir að vinnustöðvanir hefjist á miðnætti aðfaranótt 15. október, semjist ekki fyrir þann tíma. 29. september 2015 14:48 Kjarabarátta lögreglumanna: Enginn sinnti í umferðareftirliti í tvo tíma Allir lögreglumenn á landinu voru inni á öllum lögreglustöðvum landsins milli klukkan 14 og 16 í dag þar sem þeir unnu að frágangi mála og við skýrslugerð. 18. september 2015 17:59 SLFÍ og SFR samþykkja verkföll „Fram undan eru verkföll,“ segir í frétt á vef SFR – stéttarfélags í almannaþjónustu, um niðurstöður atkvæðagreiðslu félagsins og Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) um verkfallsaðgerðir. 30. september 2015 06:00 „Hendur okkar eru bundnar í bak og fyrir“ Formaður Landssambands lögreglumanna segir að félagsmenn sínir væru að öllum líkindum á leið í verkfallsaðgerðir hefðu þeir verkfallsrétt. Boðað er til baráttufundar í Háskólabíói á morgun. 14. september 2015 12:00 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Sjá meira
Harka hefur færst í samskipti fjármálaráðuneytisins og Landssambands lögreglumanna. Ráðuneytið telur að boðuð veikindi lögreglumanna flokkist undir ólöglegar verkfallsaðgerðir og að mögulega muni Landssamband lögreglumanna verða ábyrgt fyrir tjóni sem verður af völdum veikinda lögreglumanna. Landssamband lögreglumanna hafnar alfarið að hafa að koma að skipulagningu fyrirhugaðra veikinda félagsmanna sinna en í bréfi ráðuneytisins segir að því hafi borist til eyrna að fjöldi lögreglumanna muni boða veikindi á morgun, aðfaranótt laugardags, 16. október og að auki 27.-28. október. Bréfin má nálgast hér fyrir neðan.Ráðuneytið segir að fyrirhuguð veikindi lögreglumanna séu ólögmætar verkfallsaðgerðirÍ bréfi frá ráðuneytinu, sem stílað er á Landssamband lögreglumanna er bent á að sú aðgerð að tilkynna veikindi, þegar ekki er um slíkt að ræða, sé brot á lögum nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Ráðuneytið lítur svo á að þessar aðgerðir séu ólögmætar og bendir jafnframt á að stéttarfélög ein geti samkvæmt lögum tilkynnt eða gripið til verkfallsaðgerða. Skorar ráðuneytið á Landssamband lögreglumanna um að slíkum aðgerðum verið hætt en að öðrum kosti muni ráðuneytið grípa til viðeigandi réttarúrræða. Í bréfinu segir einnig að Landssamband lögreglumanna geti orðið ábyrgt vegna þessa tjóns sem kann að hljótast af hinu ólögmætu aðgerðum. Er ljóst að fyrirhuguð veikindi gætu haft veruleg áhrif á löggæslu í landinu næstu tvær helgar taki margir lögreglumenn þátt í þessum aðgerðum.Snorri Magnússon er formaður Landssambands lögreglumanna.Vísir/VilhelmLandsamband lögreglumanna segist ekki hafa skipulagt veikindin Landssamband lögreglumanna svaraði bréfinu frá ráðuneytinu og segja að forsvarsmönnum félagsins hafi verið ókunnugt um að sögusagnir af yfirvofandi veikindum félagsmanna sinna líkt og rætt er um í bréfi ráðuneytisins. Landssamband lögreglumanna hafi ekki komið að skipulagningu. Jafnframt segir að Landssambandið frábiðji sér slíkar aðdróttanir af hálfu ráðuneytisins. Landssambandið hafnar því að það geti borið ábyrgð á veikindum einstakra félagsmanna og hafnar að auki öllum hugsanlegum bótakröfum ríkisins á hendur Landssambandi lögreglumanna. Nálgast má bréfin hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Félag yfirlögregluþjóna skorar á ríkið að semja við lögreglumenn Í yfirlýsingu frá félaginu segir að lögreglumenn geti ekki sætt sig við að kröfur þeirra sé ekki virtar viðlits. 5. október 2015 10:56 Félagar í SFR og SFLÍ samþykkja verkfallsboðun Gert ráð fyrir að vinnustöðvanir hefjist á miðnætti aðfaranótt 15. október, semjist ekki fyrir þann tíma. 29. september 2015 14:48 Kjarabarátta lögreglumanna: Enginn sinnti í umferðareftirliti í tvo tíma Allir lögreglumenn á landinu voru inni á öllum lögreglustöðvum landsins milli klukkan 14 og 16 í dag þar sem þeir unnu að frágangi mála og við skýrslugerð. 18. september 2015 17:59 SLFÍ og SFR samþykkja verkföll „Fram undan eru verkföll,“ segir í frétt á vef SFR – stéttarfélags í almannaþjónustu, um niðurstöður atkvæðagreiðslu félagsins og Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) um verkfallsaðgerðir. 30. september 2015 06:00 „Hendur okkar eru bundnar í bak og fyrir“ Formaður Landssambands lögreglumanna segir að félagsmenn sínir væru að öllum líkindum á leið í verkfallsaðgerðir hefðu þeir verkfallsrétt. Boðað er til baráttufundar í Háskólabíói á morgun. 14. september 2015 12:00 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Sjá meira
Félag yfirlögregluþjóna skorar á ríkið að semja við lögreglumenn Í yfirlýsingu frá félaginu segir að lögreglumenn geti ekki sætt sig við að kröfur þeirra sé ekki virtar viðlits. 5. október 2015 10:56
Félagar í SFR og SFLÍ samþykkja verkfallsboðun Gert ráð fyrir að vinnustöðvanir hefjist á miðnætti aðfaranótt 15. október, semjist ekki fyrir þann tíma. 29. september 2015 14:48
Kjarabarátta lögreglumanna: Enginn sinnti í umferðareftirliti í tvo tíma Allir lögreglumenn á landinu voru inni á öllum lögreglustöðvum landsins milli klukkan 14 og 16 í dag þar sem þeir unnu að frágangi mála og við skýrslugerð. 18. september 2015 17:59
SLFÍ og SFR samþykkja verkföll „Fram undan eru verkföll,“ segir í frétt á vef SFR – stéttarfélags í almannaþjónustu, um niðurstöður atkvæðagreiðslu félagsins og Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) um verkfallsaðgerðir. 30. september 2015 06:00
„Hendur okkar eru bundnar í bak og fyrir“ Formaður Landssambands lögreglumanna segir að félagsmenn sínir væru að öllum líkindum á leið í verkfallsaðgerðir hefðu þeir verkfallsrétt. Boðað er til baráttufundar í Háskólabíói á morgun. 14. september 2015 12:00