Lífríkið stendur Skaftárhlaupið af sér 6. október 2015 09:00 Tungulækur rennur í Skaftá skammt neðan Kirkjubæjarklausturs og er ein gjöfulla sjóbirtingsáa sem tengjast vatnasviði Skaftár. fréttablaðið/svavar Engin sérstök ástæða er til að óttast að óvenjulega stórt Skaftárhlaup hafi haft neikvæð áhrif á lífríki til lengri tíma. Full ástæða er þó til að íhuga sérstakar rannsóknir á vatnasvæði Skaftár ef miklar breytingar eru að verða á vatnafari og í ljósi þeirrar staðreyndar að hlaupið nú var það langstærsta sem mælingar ná til. Magnús Jóhannsson, sviðsstjóri hjá Veiðimálastofnun, segir að ekki hafi sérstaklega verið gerð athugun á því hvaða áhrif Skaftárhlaup hafa á lífríki í vatni. Skaftárhlaup hafi komið reglulega allt frá árinu 1955 svo þau eru engan veginn ný af nálinni og lífríkið hefur því búið við þessi hlaup lengi og staðið þau af sér. Hins vegar hafa rannsóknir Veiðimálastofnunar sýnt að það er nokkurt smádýralíf í Skaftá sjálfri. Þar er einnig hrygning og uppeldi laxfiska, einkum urriða og bleikju. Hrygning og uppeldi sjóbirtings er mun meira í Kúðafljóti. „Gera má ráð fyrir að Skaftárhlaup hafi neikvæð áhrif á lífríki ánna sem hlaupvatnið fer um og þar með talið seiðabúskapinn. Sennilega hefur aurinn mest áhrif, bæði bein áhrif á lífverurnar og óbein vegna þess að sólarljós nær ekki niður í vatnið. Áhrifin eru tímabundin og lífríkið nær sér aftur eftir einhvern tíma. Sjóbirtingurinn elst mun meira upp í þverám Skaftár en Skaftá sjálfri. Þar verða ekki bein áhrif af hlaupinu,“ segir Magnús. Nú er göngutími sjóbirtings úr sjó og hrygningartími að hefjast. Stór hluti sjóbirtinganna er genginn í þverárnar. „Þeir sjóbirtingar sem lentu í hlaupvatninu hafa væntanlega hörfað niður ána undan flóðinu. Ekki er þekkt að fiskar hafi drepist vegna hlaupvatns úr Skaftá. Vatn mun vaxa töluvert í lindarlækjum sem eiga upptök undan Eldhrauninu. Viðbúið er að jökulvatn geti borist í lindarlækina og litað lækjarvatnið en það verður aldrei það mikið að það hafi teljandi áhrif á lífríki þeirra.“ svavar@frettabladid.is Hlaup í Skaftá Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Sjá meira
Engin sérstök ástæða er til að óttast að óvenjulega stórt Skaftárhlaup hafi haft neikvæð áhrif á lífríki til lengri tíma. Full ástæða er þó til að íhuga sérstakar rannsóknir á vatnasvæði Skaftár ef miklar breytingar eru að verða á vatnafari og í ljósi þeirrar staðreyndar að hlaupið nú var það langstærsta sem mælingar ná til. Magnús Jóhannsson, sviðsstjóri hjá Veiðimálastofnun, segir að ekki hafi sérstaklega verið gerð athugun á því hvaða áhrif Skaftárhlaup hafa á lífríki í vatni. Skaftárhlaup hafi komið reglulega allt frá árinu 1955 svo þau eru engan veginn ný af nálinni og lífríkið hefur því búið við þessi hlaup lengi og staðið þau af sér. Hins vegar hafa rannsóknir Veiðimálastofnunar sýnt að það er nokkurt smádýralíf í Skaftá sjálfri. Þar er einnig hrygning og uppeldi laxfiska, einkum urriða og bleikju. Hrygning og uppeldi sjóbirtings er mun meira í Kúðafljóti. „Gera má ráð fyrir að Skaftárhlaup hafi neikvæð áhrif á lífríki ánna sem hlaupvatnið fer um og þar með talið seiðabúskapinn. Sennilega hefur aurinn mest áhrif, bæði bein áhrif á lífverurnar og óbein vegna þess að sólarljós nær ekki niður í vatnið. Áhrifin eru tímabundin og lífríkið nær sér aftur eftir einhvern tíma. Sjóbirtingurinn elst mun meira upp í þverám Skaftár en Skaftá sjálfri. Þar verða ekki bein áhrif af hlaupinu,“ segir Magnús. Nú er göngutími sjóbirtings úr sjó og hrygningartími að hefjast. Stór hluti sjóbirtinganna er genginn í þverárnar. „Þeir sjóbirtingar sem lentu í hlaupvatninu hafa væntanlega hörfað niður ána undan flóðinu. Ekki er þekkt að fiskar hafi drepist vegna hlaupvatns úr Skaftá. Vatn mun vaxa töluvert í lindarlækjum sem eiga upptök undan Eldhrauninu. Viðbúið er að jökulvatn geti borist í lindarlækina og litað lækjarvatnið en það verður aldrei það mikið að það hafi teljandi áhrif á lífríki þeirra.“ svavar@frettabladid.is
Hlaup í Skaftá Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Sjá meira