Illugi segir milljónirnar þrjár hafa verið launagreiðslu Bjarki Ármannsson skrifar 9. október 2015 18:50 Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra segir það „algjörlega fráleitt“ að hann sé með einhverjum hætti fjárhagslega háður Hauki Harðarsyni, stjórnarformanni Orku Energy. Stundin sagðist á dögunum hafa heimildir fyrir því að Illugi hefði fengið þriggja milljóna króna lán frá fyrirtækinu en í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld segir ráðherrann að um fyrirframgreidd laun hafi verið að ræða. „Þarna er um að ræða laun sem greidd eru fyrir vinnu,“ sagði Illugi í viðtali við Þorbjörn Þórðarson fréttamann í beinni útsendingu. Í yfirlýsingu sem Orka Energy sendi frá sér síðdegis kemur fram að hvorki Illugi né félög tengd honum standi í skuld við Orku Energy. „Þar kemur líka fram að þær greiðslur sem hafa komið til mín hafa bara verið vegna starfa minna árið 2011,“ sagði Illugi. „Ég ákvað í dag að birta gögn um þetta mál þannig að menn geta skoðað þetta.“ Þá sýndi Illugi Þorbirni jafnframt launaseðil sinn, en hann sagði í viðtali við Fréttablaðið í dag að hann ætlaði sér ekki að opna heimabókhaldið fyrir blaðamönnum. „Það að ég sé með einhverjum hætti fjárhagslega háður þessum manni er algjörlega fráleitt.“ Umræða um tengsl Illuga við Hauk komst aftur í hámæli í vikunni. Illugi sagði frá því fjölmiðlum í apríl að Haukur hefði keypt íbúð þeirra hjóna og leigði þeim hana nú. Síðan þá hefur hann beðist undan spurningum fjölmiðla um málið, þar til í dag. Illugi og Orka Energy Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Orku Energy: Illugi skuldar Orku ekki neitt Í yfirlýsingu frá Orku Energy kemur fram að hvorki Illugi Gunnarsson, né félög tend honum, standi í skuld við Orku Energy. 9. október 2015 11:05 Mistök að upplýsa ekki allt strax Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, í ítarlegu viðtali. 9. október 2015 06:00 Illugi um veiðiferð í Vatnsdalsá: „Ég hef kvittun fyrir minni greiðslu“ Þingmaður Pírata spurði út í tengsl menntamálaráðherra við Orku Energy. 8. október 2015 11:36 Illugi vildi ekki svara af eða á um meint lán frá Orku Energy Illugi Gunnarsson vildi ekki svara spurningum blaðamanna Fréttablaðsins um meint þriggja milljóna króna lán. 9. október 2015 09:09 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra segir það „algjörlega fráleitt“ að hann sé með einhverjum hætti fjárhagslega háður Hauki Harðarsyni, stjórnarformanni Orku Energy. Stundin sagðist á dögunum hafa heimildir fyrir því að Illugi hefði fengið þriggja milljóna króna lán frá fyrirtækinu en í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld segir ráðherrann að um fyrirframgreidd laun hafi verið að ræða. „Þarna er um að ræða laun sem greidd eru fyrir vinnu,“ sagði Illugi í viðtali við Þorbjörn Þórðarson fréttamann í beinni útsendingu. Í yfirlýsingu sem Orka Energy sendi frá sér síðdegis kemur fram að hvorki Illugi né félög tengd honum standi í skuld við Orku Energy. „Þar kemur líka fram að þær greiðslur sem hafa komið til mín hafa bara verið vegna starfa minna árið 2011,“ sagði Illugi. „Ég ákvað í dag að birta gögn um þetta mál þannig að menn geta skoðað þetta.“ Þá sýndi Illugi Þorbirni jafnframt launaseðil sinn, en hann sagði í viðtali við Fréttablaðið í dag að hann ætlaði sér ekki að opna heimabókhaldið fyrir blaðamönnum. „Það að ég sé með einhverjum hætti fjárhagslega háður þessum manni er algjörlega fráleitt.“ Umræða um tengsl Illuga við Hauk komst aftur í hámæli í vikunni. Illugi sagði frá því fjölmiðlum í apríl að Haukur hefði keypt íbúð þeirra hjóna og leigði þeim hana nú. Síðan þá hefur hann beðist undan spurningum fjölmiðla um málið, þar til í dag.
Illugi og Orka Energy Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Orku Energy: Illugi skuldar Orku ekki neitt Í yfirlýsingu frá Orku Energy kemur fram að hvorki Illugi Gunnarsson, né félög tend honum, standi í skuld við Orku Energy. 9. október 2015 11:05 Mistök að upplýsa ekki allt strax Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, í ítarlegu viðtali. 9. október 2015 06:00 Illugi um veiðiferð í Vatnsdalsá: „Ég hef kvittun fyrir minni greiðslu“ Þingmaður Pírata spurði út í tengsl menntamálaráðherra við Orku Energy. 8. október 2015 11:36 Illugi vildi ekki svara af eða á um meint lán frá Orku Energy Illugi Gunnarsson vildi ekki svara spurningum blaðamanna Fréttablaðsins um meint þriggja milljóna króna lán. 9. október 2015 09:09 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Yfirlýsing frá Orku Energy: Illugi skuldar Orku ekki neitt Í yfirlýsingu frá Orku Energy kemur fram að hvorki Illugi Gunnarsson, né félög tend honum, standi í skuld við Orku Energy. 9. október 2015 11:05
Mistök að upplýsa ekki allt strax Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, í ítarlegu viðtali. 9. október 2015 06:00
Illugi um veiðiferð í Vatnsdalsá: „Ég hef kvittun fyrir minni greiðslu“ Þingmaður Pírata spurði út í tengsl menntamálaráðherra við Orku Energy. 8. október 2015 11:36
Illugi vildi ekki svara af eða á um meint lán frá Orku Energy Illugi Gunnarsson vildi ekki svara spurningum blaðamanna Fréttablaðsins um meint þriggja milljóna króna lán. 9. október 2015 09:09