Börn hælisleitenda fá ekki skólavist Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 30. september 2015 07:00 Út um stofugluggann sjá þau (f.v.) Janie, Petrit og Laura skóla hverfisins. Þau hafa þráspurt föður sinn hvenær þau geti byrjað í skóla. Útlendingastofnun sótti ekki um skólavist fyrir börnin þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir Hasans, umboðsmanns barna og lögmanns fjölskyldunnar. vísir/vilhelm Þau sjá skólann út um stofugluggann í annars nærri tómri íbúð. Á hverjum degi spyrja systkinin Laura, Janie og Petrit foreldra sína hvenær þau megi fara í skólann. Þau komu með foreldrum sínum til Íslands þann 1. júní frá Albaníu með viðkomu í Þýskalandi. Foreldrar þeirra, Hasan og Alketa, hafa sótt um hæli á Íslandi. Lögfræðingur fjölskyldunnar hefur ítrekað sent bréf til Útlendingastofnunar og minnt á mannréttindi barnanna sem eru að fá að ganga í skóla. „Nú er einn mánuður síðan skólinn byrjaði,“ segir Laura sem er elst. Hún er fimmtán ára gömul. Uppáhaldsfag hennar í skóla er líffræði. Janie og Petrit hafa gaman af ensku og stærðfræði. Í íbúðinni eru örfá húsgögn. Annað ekki. Ekki sjónvarp, bækur, tölva, persónulegir munir eða nokkuð til að dreifa huganum. Systkinin reyna að fara út á hverjum degi til að hafa eitthvað fyrir stafni, ganga um hverfið og fara með Petrit á róluvelli eða að skoða í búðum. „Við þekkjum hverfið mjög vel, þekkjum göturnar og helstu lágverðsverslanirnar.“ Einu sinni í viku fara þau í sund og þau hafa fengið að fara tvisvar sinnum í íslenskukennslu. „Það er alveg gaman þannig séð, en við erum með alls konar fólki, gömlu fólki líka. Það er svolítið skrítið,“ segir Janie og faðir þeirra segir kennsluna aðeins klukkustund í viku og geti varla talist uppfylla skólaskyldu barnanna auk þess sem það sé ekki nógu gott að íslenskukennsla barna og fullorðinna sé ekki aðgreind.Fullnýtt úrræði Skúli Á. Sigurðsson, verkefnastjóri hælissviðs hjá Útlendingastofnun, segir hælisleitendur sem þiggja þjónustu stofnunarinnar ekki hafa jafn greiðan aðgang að þjónustu sveitarfélaganna og þeir sem njóta þjónustu sveitarfélaganna sjálfra. „Útlendingastofnun hefur almennt litið svo á að börn hælisleitenda skuli fá að ganga í skóla hér á landi meðan hælisumsókn þeirra er til meðferðar, burtséð frá því hvort fólkið muni verða hér til frambúðar eða aðeins til skamms tíma. Hefur stofnunin leitast við að tryggja þetta í samvinnu við sveitarfélögin sem haft hafa þjónustu við hælisleitendur með höndum, Reykjanesbæ og Reykjavíkurborg. Börn þeirra hælisleitenda sem njóta þjónustu sveitarfélaganna ganga í skóla á vegum viðkomandi sveitarfélags eins og önnur börn í umsjá þeirra. Aftur á móti hafa hælisleitendur sem þiggja þjónustu Útlendingastofnunar ekki sama greiða aðgang að þjónustu sveitarfélaganna.“ Skúli segir þjónustuúrræði sveitarfélaganna fullnýtt vegna mikils og ófyrirséðs fjölda hælisleitenda og flóttamanna sem hefur komið til landsins undanfarið. Því hafi Útlendingastofnun tekið að sér þjónustu við hluta fólksins. Hann segir að það að útvega börnum skólavist sé verkefni sem Útlendingastofnun hafi ekki sinnt áður og vinna varðandi það hafi tafist á meðan unnið var að því að tryggja fólki þak yfir höfuðið og sinna helstu frumþörfum þess.Ekki sótt um skólavist Í Reykjavíkurborg hefur verið samþykkt að taka á móti börnum í skóla þótt þau séu ekki komin með kennitölu. Það var samþykkt í nóvember í fyrra. En hvers vegna hafa þá systkinin Laura, Janie og Petrit ekki hafið skólagöngu sína í Reykjavík? Frá Reykjavíkurborg fengust þau svör að það væri einfaldlega vegna þess að það hefði aldrei verið sótt um skólagöngu barnanna. Útlendingastofnun hefði ekki gert það. Margrét María Sigurðardóttir umboðsmaður barna„Það er í rauninni rétt, þótt ég geti alls ekki tjáð mig um málefni einstakra hælisleitenda þá get ég sagt að við höfum lítið okkur til málsbóta annað en við erum að takast á við þetta verkefni í fyrsta sinn og leysa úr því á sama tíma og við tökum á móti fordæmalausum fjölda hælisleitenda. Við vonumst til þess að geta leyst málefni þeirra barna sem hafa sótt um hæli en hefur ekki verið tryggð skólavist sem allra fyrst.“ Hann segir að í þeim tilgangi verði haft beint samband við þá skóla sem næstir eru heimilum barnanna en samkvæmt upplýsingum sem stofnunin fékk í dag sé það hinn hefðbundni ferill þegar um er að ræða börn sem ekki hafi kennitölu. „Við höfum litið þannig á að börn sem koma hingað til lands og sækja um hæli eiga rétt á menntun og við reynum að tryggja það.“ Þá sendi Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, Útlendingastofnun bréf þann 9. september vegna systkinanna og fleiri barna hælisleitenda sem hafa ekki fengið skólavist. Í bréfinu segist hún hafa fengið ábendingar um að meðal hælisleitenda hér á landi séu börn á grunnskólaaldri sem hafa enn ekki fengið að gangaí skóla eða fengið viðeigandi menntun að öðru leyti. Öll börn eigi rétt á menntun við hæfi og Margrét vísar meðal annars í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, lög um grunnskóla og lög um útlendinga. Útlendingastofnun hefur enn ekki svarað bréfinu.Þær Laura og Janie ættu með réttu að fá vist í Laugalækjarskóla og Petrit í Laugarnesskóla. Í staðinn hafa þau fundið sér eitthvað að gera í nágrenni skólans, farið í gönguferðir og heimsótt verslanir.vísir/vilhelm Flóttamenn Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Fleiri fréttir Lögreglan: Getur endað með ósköpum Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Sjá meira
Þau sjá skólann út um stofugluggann í annars nærri tómri íbúð. Á hverjum degi spyrja systkinin Laura, Janie og Petrit foreldra sína hvenær þau megi fara í skólann. Þau komu með foreldrum sínum til Íslands þann 1. júní frá Albaníu með viðkomu í Þýskalandi. Foreldrar þeirra, Hasan og Alketa, hafa sótt um hæli á Íslandi. Lögfræðingur fjölskyldunnar hefur ítrekað sent bréf til Útlendingastofnunar og minnt á mannréttindi barnanna sem eru að fá að ganga í skóla. „Nú er einn mánuður síðan skólinn byrjaði,“ segir Laura sem er elst. Hún er fimmtán ára gömul. Uppáhaldsfag hennar í skóla er líffræði. Janie og Petrit hafa gaman af ensku og stærðfræði. Í íbúðinni eru örfá húsgögn. Annað ekki. Ekki sjónvarp, bækur, tölva, persónulegir munir eða nokkuð til að dreifa huganum. Systkinin reyna að fara út á hverjum degi til að hafa eitthvað fyrir stafni, ganga um hverfið og fara með Petrit á róluvelli eða að skoða í búðum. „Við þekkjum hverfið mjög vel, þekkjum göturnar og helstu lágverðsverslanirnar.“ Einu sinni í viku fara þau í sund og þau hafa fengið að fara tvisvar sinnum í íslenskukennslu. „Það er alveg gaman þannig séð, en við erum með alls konar fólki, gömlu fólki líka. Það er svolítið skrítið,“ segir Janie og faðir þeirra segir kennsluna aðeins klukkustund í viku og geti varla talist uppfylla skólaskyldu barnanna auk þess sem það sé ekki nógu gott að íslenskukennsla barna og fullorðinna sé ekki aðgreind.Fullnýtt úrræði Skúli Á. Sigurðsson, verkefnastjóri hælissviðs hjá Útlendingastofnun, segir hælisleitendur sem þiggja þjónustu stofnunarinnar ekki hafa jafn greiðan aðgang að þjónustu sveitarfélaganna og þeir sem njóta þjónustu sveitarfélaganna sjálfra. „Útlendingastofnun hefur almennt litið svo á að börn hælisleitenda skuli fá að ganga í skóla hér á landi meðan hælisumsókn þeirra er til meðferðar, burtséð frá því hvort fólkið muni verða hér til frambúðar eða aðeins til skamms tíma. Hefur stofnunin leitast við að tryggja þetta í samvinnu við sveitarfélögin sem haft hafa þjónustu við hælisleitendur með höndum, Reykjanesbæ og Reykjavíkurborg. Börn þeirra hælisleitenda sem njóta þjónustu sveitarfélaganna ganga í skóla á vegum viðkomandi sveitarfélags eins og önnur börn í umsjá þeirra. Aftur á móti hafa hælisleitendur sem þiggja þjónustu Útlendingastofnunar ekki sama greiða aðgang að þjónustu sveitarfélaganna.“ Skúli segir þjónustuúrræði sveitarfélaganna fullnýtt vegna mikils og ófyrirséðs fjölda hælisleitenda og flóttamanna sem hefur komið til landsins undanfarið. Því hafi Útlendingastofnun tekið að sér þjónustu við hluta fólksins. Hann segir að það að útvega börnum skólavist sé verkefni sem Útlendingastofnun hafi ekki sinnt áður og vinna varðandi það hafi tafist á meðan unnið var að því að tryggja fólki þak yfir höfuðið og sinna helstu frumþörfum þess.Ekki sótt um skólavist Í Reykjavíkurborg hefur verið samþykkt að taka á móti börnum í skóla þótt þau séu ekki komin með kennitölu. Það var samþykkt í nóvember í fyrra. En hvers vegna hafa þá systkinin Laura, Janie og Petrit ekki hafið skólagöngu sína í Reykjavík? Frá Reykjavíkurborg fengust þau svör að það væri einfaldlega vegna þess að það hefði aldrei verið sótt um skólagöngu barnanna. Útlendingastofnun hefði ekki gert það. Margrét María Sigurðardóttir umboðsmaður barna„Það er í rauninni rétt, þótt ég geti alls ekki tjáð mig um málefni einstakra hælisleitenda þá get ég sagt að við höfum lítið okkur til málsbóta annað en við erum að takast á við þetta verkefni í fyrsta sinn og leysa úr því á sama tíma og við tökum á móti fordæmalausum fjölda hælisleitenda. Við vonumst til þess að geta leyst málefni þeirra barna sem hafa sótt um hæli en hefur ekki verið tryggð skólavist sem allra fyrst.“ Hann segir að í þeim tilgangi verði haft beint samband við þá skóla sem næstir eru heimilum barnanna en samkvæmt upplýsingum sem stofnunin fékk í dag sé það hinn hefðbundni ferill þegar um er að ræða börn sem ekki hafi kennitölu. „Við höfum litið þannig á að börn sem koma hingað til lands og sækja um hæli eiga rétt á menntun og við reynum að tryggja það.“ Þá sendi Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, Útlendingastofnun bréf þann 9. september vegna systkinanna og fleiri barna hælisleitenda sem hafa ekki fengið skólavist. Í bréfinu segist hún hafa fengið ábendingar um að meðal hælisleitenda hér á landi séu börn á grunnskólaaldri sem hafa enn ekki fengið að gangaí skóla eða fengið viðeigandi menntun að öðru leyti. Öll börn eigi rétt á menntun við hæfi og Margrét vísar meðal annars í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, lög um grunnskóla og lög um útlendinga. Útlendingastofnun hefur enn ekki svarað bréfinu.Þær Laura og Janie ættu með réttu að fá vist í Laugalækjarskóla og Petrit í Laugarnesskóla. Í staðinn hafa þau fundið sér eitthvað að gera í nágrenni skólans, farið í gönguferðir og heimsótt verslanir.vísir/vilhelm
Flóttamenn Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Fleiri fréttir Lögreglan: Getur endað með ósköpum Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Sjá meira