Hótelherbergjum mun fjölga um helming Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. september 2015 07:00 Konráð Guðjónsson, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion, segir fjölgunina ævintýralega mikla. Fréttablaðið/GVA Áætlað er að hótelherbergjum í Reykjavík verði fjölgað um 1.700 fram til 2018/2019. Stærstu framkvæmdirnar verða við Marriot hótelið við Hörpu og hótel sem áformað er að reisa í Hlíðarenda. Þetta kom fram á morgunfundi greiningardeildar Arion banka um stöðu og horfur í ferðaþjónustu í gær. Ef úr rætist mun hótelherbergjum í Reykjavík þá fjölga um 50 prósent, eða helming, frá því sem nú er. Í máli Önnu Hrefnu Ingimundardóttur, sérfræðings hjá greiningardeild, kom fram að fjölgun hótelherbergja hefur verið um 21 prósent frá árinu 2009 en fjölgun ferðamanna á sama tíma verið 109 prósent. Á sama tíma hafi nýting hótelherbergja farið úr 58 prósentum í 84 prósent. Árstíðasveiflan hefur haldið áfram að minnka. Anna Hrefna sagði að þrátt fyrir að framboð væri að aukast þá væri nýtingin nú orðin þannig að ekki væri hægt að koma fleiri ferðamönnum fyrir á hótelum á höfuðborgarsvæðinu á ákveðnum tímum ársins. „Við vorum með bestu nýtingu í Evrópu í fyrra. Árið 2013 vorum við í fimmta sæti með 77 prósent nýtingu en árið 2014 vorum við með 84 prósent nýtingu, sem er betra en í London og París. Mér skilst að það sé ekki fræðilegur möguleiki á að ná betri nýtingu,“ sagði Anna Hrefna. Greiningardeild Arion banka gerir ráð fyrir að 1,5 milljónir ferðamanna komi til Íslands á næsta ári og fjöldinn verði kominn upp í tæplega tvær milljónir 2018. Gert er ráð fyrir að hlutfallslega fjölgunin verði mest utan sumarmánaðanna. „En við vekjum athygli á því hve stór óvissuþátturinn er hér. Það eru engar augljósar skýringar á því af hverju ferðamenn eru að koma hingað. En samt fer þetta ágætlega saman við áætlanir innlendu flugfélaganna,“ sagði Anna Hrefna. Áætlað er að fjölgun ferðamanna í ár sé um 27 prósent frá fyrra ári. „Það er mesti vöxtur sem hefur verið frá því að ferðamannastraumurinn byrjaði. Það var enginn sem var búinn að spá þessu. Þetta er eiginlega ævintýralegt,“ sagði Konráð Guðjónsson, sérfræðingur hjá greiningardeildinni. Hann segir að þótt árstíðasveiflan fari minnkandi, þá sé hún enn mikil. Langflestir komi yfir sumarmánuðina. Jöfnun á sveiflum myndi auka framleiðni og hækka laun. „Ef við myndum ná að draga úr þessari sveiflu væri hægt að auka framleiðni og bæta afkomu,“ sagði Konráð. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Sjá meira
Áætlað er að hótelherbergjum í Reykjavík verði fjölgað um 1.700 fram til 2018/2019. Stærstu framkvæmdirnar verða við Marriot hótelið við Hörpu og hótel sem áformað er að reisa í Hlíðarenda. Þetta kom fram á morgunfundi greiningardeildar Arion banka um stöðu og horfur í ferðaþjónustu í gær. Ef úr rætist mun hótelherbergjum í Reykjavík þá fjölga um 50 prósent, eða helming, frá því sem nú er. Í máli Önnu Hrefnu Ingimundardóttur, sérfræðings hjá greiningardeild, kom fram að fjölgun hótelherbergja hefur verið um 21 prósent frá árinu 2009 en fjölgun ferðamanna á sama tíma verið 109 prósent. Á sama tíma hafi nýting hótelherbergja farið úr 58 prósentum í 84 prósent. Árstíðasveiflan hefur haldið áfram að minnka. Anna Hrefna sagði að þrátt fyrir að framboð væri að aukast þá væri nýtingin nú orðin þannig að ekki væri hægt að koma fleiri ferðamönnum fyrir á hótelum á höfuðborgarsvæðinu á ákveðnum tímum ársins. „Við vorum með bestu nýtingu í Evrópu í fyrra. Árið 2013 vorum við í fimmta sæti með 77 prósent nýtingu en árið 2014 vorum við með 84 prósent nýtingu, sem er betra en í London og París. Mér skilst að það sé ekki fræðilegur möguleiki á að ná betri nýtingu,“ sagði Anna Hrefna. Greiningardeild Arion banka gerir ráð fyrir að 1,5 milljónir ferðamanna komi til Íslands á næsta ári og fjöldinn verði kominn upp í tæplega tvær milljónir 2018. Gert er ráð fyrir að hlutfallslega fjölgunin verði mest utan sumarmánaðanna. „En við vekjum athygli á því hve stór óvissuþátturinn er hér. Það eru engar augljósar skýringar á því af hverju ferðamenn eru að koma hingað. En samt fer þetta ágætlega saman við áætlanir innlendu flugfélaganna,“ sagði Anna Hrefna. Áætlað er að fjölgun ferðamanna í ár sé um 27 prósent frá fyrra ári. „Það er mesti vöxtur sem hefur verið frá því að ferðamannastraumurinn byrjaði. Það var enginn sem var búinn að spá þessu. Þetta er eiginlega ævintýralegt,“ sagði Konráð Guðjónsson, sérfræðingur hjá greiningardeildinni. Hann segir að þótt árstíðasveiflan fari minnkandi, þá sé hún enn mikil. Langflestir komi yfir sumarmánuðina. Jöfnun á sveiflum myndi auka framleiðni og hækka laun. „Ef við myndum ná að draga úr þessari sveiflu væri hægt að auka framleiðni og bæta afkomu,“ sagði Konráð.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun