Hótelherbergjum mun fjölga um helming Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. september 2015 07:00 Konráð Guðjónsson, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion, segir fjölgunina ævintýralega mikla. Fréttablaðið/GVA Áætlað er að hótelherbergjum í Reykjavík verði fjölgað um 1.700 fram til 2018/2019. Stærstu framkvæmdirnar verða við Marriot hótelið við Hörpu og hótel sem áformað er að reisa í Hlíðarenda. Þetta kom fram á morgunfundi greiningardeildar Arion banka um stöðu og horfur í ferðaþjónustu í gær. Ef úr rætist mun hótelherbergjum í Reykjavík þá fjölga um 50 prósent, eða helming, frá því sem nú er. Í máli Önnu Hrefnu Ingimundardóttur, sérfræðings hjá greiningardeild, kom fram að fjölgun hótelherbergja hefur verið um 21 prósent frá árinu 2009 en fjölgun ferðamanna á sama tíma verið 109 prósent. Á sama tíma hafi nýting hótelherbergja farið úr 58 prósentum í 84 prósent. Árstíðasveiflan hefur haldið áfram að minnka. Anna Hrefna sagði að þrátt fyrir að framboð væri að aukast þá væri nýtingin nú orðin þannig að ekki væri hægt að koma fleiri ferðamönnum fyrir á hótelum á höfuðborgarsvæðinu á ákveðnum tímum ársins. „Við vorum með bestu nýtingu í Evrópu í fyrra. Árið 2013 vorum við í fimmta sæti með 77 prósent nýtingu en árið 2014 vorum við með 84 prósent nýtingu, sem er betra en í London og París. Mér skilst að það sé ekki fræðilegur möguleiki á að ná betri nýtingu,“ sagði Anna Hrefna. Greiningardeild Arion banka gerir ráð fyrir að 1,5 milljónir ferðamanna komi til Íslands á næsta ári og fjöldinn verði kominn upp í tæplega tvær milljónir 2018. Gert er ráð fyrir að hlutfallslega fjölgunin verði mest utan sumarmánaðanna. „En við vekjum athygli á því hve stór óvissuþátturinn er hér. Það eru engar augljósar skýringar á því af hverju ferðamenn eru að koma hingað. En samt fer þetta ágætlega saman við áætlanir innlendu flugfélaganna,“ sagði Anna Hrefna. Áætlað er að fjölgun ferðamanna í ár sé um 27 prósent frá fyrra ári. „Það er mesti vöxtur sem hefur verið frá því að ferðamannastraumurinn byrjaði. Það var enginn sem var búinn að spá þessu. Þetta er eiginlega ævintýralegt,“ sagði Konráð Guðjónsson, sérfræðingur hjá greiningardeildinni. Hann segir að þótt árstíðasveiflan fari minnkandi, þá sé hún enn mikil. Langflestir komi yfir sumarmánuðina. Jöfnun á sveiflum myndi auka framleiðni og hækka laun. „Ef við myndum ná að draga úr þessari sveiflu væri hægt að auka framleiðni og bæta afkomu,“ sagði Konráð. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Fleiri fréttir „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Sjá meira
Áætlað er að hótelherbergjum í Reykjavík verði fjölgað um 1.700 fram til 2018/2019. Stærstu framkvæmdirnar verða við Marriot hótelið við Hörpu og hótel sem áformað er að reisa í Hlíðarenda. Þetta kom fram á morgunfundi greiningardeildar Arion banka um stöðu og horfur í ferðaþjónustu í gær. Ef úr rætist mun hótelherbergjum í Reykjavík þá fjölga um 50 prósent, eða helming, frá því sem nú er. Í máli Önnu Hrefnu Ingimundardóttur, sérfræðings hjá greiningardeild, kom fram að fjölgun hótelherbergja hefur verið um 21 prósent frá árinu 2009 en fjölgun ferðamanna á sama tíma verið 109 prósent. Á sama tíma hafi nýting hótelherbergja farið úr 58 prósentum í 84 prósent. Árstíðasveiflan hefur haldið áfram að minnka. Anna Hrefna sagði að þrátt fyrir að framboð væri að aukast þá væri nýtingin nú orðin þannig að ekki væri hægt að koma fleiri ferðamönnum fyrir á hótelum á höfuðborgarsvæðinu á ákveðnum tímum ársins. „Við vorum með bestu nýtingu í Evrópu í fyrra. Árið 2013 vorum við í fimmta sæti með 77 prósent nýtingu en árið 2014 vorum við með 84 prósent nýtingu, sem er betra en í London og París. Mér skilst að það sé ekki fræðilegur möguleiki á að ná betri nýtingu,“ sagði Anna Hrefna. Greiningardeild Arion banka gerir ráð fyrir að 1,5 milljónir ferðamanna komi til Íslands á næsta ári og fjöldinn verði kominn upp í tæplega tvær milljónir 2018. Gert er ráð fyrir að hlutfallslega fjölgunin verði mest utan sumarmánaðanna. „En við vekjum athygli á því hve stór óvissuþátturinn er hér. Það eru engar augljósar skýringar á því af hverju ferðamenn eru að koma hingað. En samt fer þetta ágætlega saman við áætlanir innlendu flugfélaganna,“ sagði Anna Hrefna. Áætlað er að fjölgun ferðamanna í ár sé um 27 prósent frá fyrra ári. „Það er mesti vöxtur sem hefur verið frá því að ferðamannastraumurinn byrjaði. Það var enginn sem var búinn að spá þessu. Þetta er eiginlega ævintýralegt,“ sagði Konráð Guðjónsson, sérfræðingur hjá greiningardeildinni. Hann segir að þótt árstíðasveiflan fari minnkandi, þá sé hún enn mikil. Langflestir komi yfir sumarmánuðina. Jöfnun á sveiflum myndi auka framleiðni og hækka laun. „Ef við myndum ná að draga úr þessari sveiflu væri hægt að auka framleiðni og bæta afkomu,“ sagði Konráð.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Fleiri fréttir „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Sjá meira