Forstjóri Útlendingastofnunar: "Þetta voru mistök hjá okkur“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 30. september 2015 19:30 Samtökin, Barnaheill - Save the Children á Íslandi, segja engan vafa á því að verið sé að brjóta barnasáttmála sameinuðu þjóðanna með því að veita börnum hælisleitenda ekki skólavist, en á annan tug barna í slíkum aðstæðum eru nú utan skóla hér á landi. Forstjóri Útlendingastofnunar segir stofnunina ekki anna eftirspurn. Fréttablaðið greindi frá því í dag að Útlendingastofnun hefði ekki sótt um skólavist fyrir börn albanskra hælisleitenda sem dvalið hafa á Íslandi frá því í júní. Systkinin eru þrjú og öll á grunnskólaladri. Fjórtán önnur börn í sömu stöðu ganga hvorki í skóla hér á landi né hafa fengið viðeigandi menntun að öðru leyti. Umboðsmaður barna hefur lýst yfir þungum áhyggjum vegna málsins og en öll börn eiga rétt á skólavist þótt þau séu ekki komin með kennitölu. Systurnar Janie og Laura eru 13 og 15 ára og litli bróðir þeirra Petrit 8 ára. „Við erum bara búnin að vera heima að gera sömu hlutina dag eftir dag. Það getur verið svolítið þreytandi,“ segja þau. Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnastjóri Barnaheilla- Save the Children á Íslandi, segir algjörlega óásættanlegt að börnin séu utan skóla. Þannig sé þeim mismunað. „Það er alveg klárt að það er verið að brjóta á réttindum þessara barna. Öll börn eiga rétt á að ganga í skóla. Það á alltaf að líta á öll börn fyrst og fremst sem börn. Það skiptir ekki máli hvort þau eru hælisleitendur eða ríksiborgarar í landinu,“ segir hún. Í kjölfar umfjöllunar Fréttablaðsins um málið í dag var albönsku systkinunum boðin skólavist og fara þau í skólann strax á mánudag. Þá er unnið að því að koma tveimur börnum til viðbótar í skóla í Reykjavík og tólf í Hafnarfirði. Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, segir ástæðu þess að ekki var sótt um skólavist fyrir börnin vera mikið álag og ófyrirséður fjöldi hælisleitenda og flóttamanna sem hefur komið til landsins undanfarið. „Þetta eru mistök hjá okkur. Við brugðumst ekki nógu fljótt við. Á mánudagin hefst skólaganga þessara barna, og í framhaldinu af því munum við funda með hagsmunaaðilum og útbúa verkferil sem gerir það að verkum að svona aðstæður komi ekki upp aftur,“ segir Kristín. Flóttamenn Tengdar fréttir Unnið að því að koma öllum börnunum í grunnskóla Útlendingastofnun hefur í dag sótt um skólavist fyrir fimm börn í Reykjavík og vinnur nú að því að koma tólf börnum í Hafnarfirði í skóla. 30. september 2015 14:37 Á annan tug barna bíður þess að komast í skóla Umboðsmaður barna lítur alvarlegum augum á vinnubrögð Útlendingastofnunar, sem hefur látið hjá líða að sækja um skólavist fyrir á annan tug barna hælisleitenda hér á landi. 30. september 2015 12:12 Fréttir Stöðvar 2 í kvöld: Albönsku systkinin hlakka til að byrja í skólanum Albönsku systkinin hefja skólagöngu á mánudaginn og verða þau heimsótt í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. 30. september 2015 16:46 Öll börnin fengið inngöngu í skóla: „Hrökk upp við þessar fréttir“ Nú hafa öll börnin þrjú; Laura, Janie og Petrit fengið inngöngu í skóla. Systkinin hafa stöðu hælisleitenda hér á landi, en hafa verið búsett hér á landi frá því í júní. 30. september 2015 10:52 Fjölmargir vilja rétta albönsku fjölskyldunni hjálparhönd Íbúð fjölskyldunnar er nánast tóm. Ákveðnar reglur gilda þó um gjafir til hælisleitenda. 30. september 2015 11:45 Börn hælisleitenda fá ekki skólavist Þau Laura fimmtán ára, Janie þrettán ára og Petrit níu ára komu til Íslands í byrjun júní. Þau spyrja foreldra sína daglega hvenær þau fái að fara í skóla. Útlendingastofnun sótti ekki um skólavist fyrir systkinin þrátt fyrir ítrekaðar áminningar foreldra barnanna, lögfræðinga og umboðsmanns barna. 30. september 2015 07:00 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Sjá meira
Samtökin, Barnaheill - Save the Children á Íslandi, segja engan vafa á því að verið sé að brjóta barnasáttmála sameinuðu þjóðanna með því að veita börnum hælisleitenda ekki skólavist, en á annan tug barna í slíkum aðstæðum eru nú utan skóla hér á landi. Forstjóri Útlendingastofnunar segir stofnunina ekki anna eftirspurn. Fréttablaðið greindi frá því í dag að Útlendingastofnun hefði ekki sótt um skólavist fyrir börn albanskra hælisleitenda sem dvalið hafa á Íslandi frá því í júní. Systkinin eru þrjú og öll á grunnskólaladri. Fjórtán önnur börn í sömu stöðu ganga hvorki í skóla hér á landi né hafa fengið viðeigandi menntun að öðru leyti. Umboðsmaður barna hefur lýst yfir þungum áhyggjum vegna málsins og en öll börn eiga rétt á skólavist þótt þau séu ekki komin með kennitölu. Systurnar Janie og Laura eru 13 og 15 ára og litli bróðir þeirra Petrit 8 ára. „Við erum bara búnin að vera heima að gera sömu hlutina dag eftir dag. Það getur verið svolítið þreytandi,“ segja þau. Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnastjóri Barnaheilla- Save the Children á Íslandi, segir algjörlega óásættanlegt að börnin séu utan skóla. Þannig sé þeim mismunað. „Það er alveg klárt að það er verið að brjóta á réttindum þessara barna. Öll börn eiga rétt á að ganga í skóla. Það á alltaf að líta á öll börn fyrst og fremst sem börn. Það skiptir ekki máli hvort þau eru hælisleitendur eða ríksiborgarar í landinu,“ segir hún. Í kjölfar umfjöllunar Fréttablaðsins um málið í dag var albönsku systkinunum boðin skólavist og fara þau í skólann strax á mánudag. Þá er unnið að því að koma tveimur börnum til viðbótar í skóla í Reykjavík og tólf í Hafnarfirði. Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, segir ástæðu þess að ekki var sótt um skólavist fyrir börnin vera mikið álag og ófyrirséður fjöldi hælisleitenda og flóttamanna sem hefur komið til landsins undanfarið. „Þetta eru mistök hjá okkur. Við brugðumst ekki nógu fljótt við. Á mánudagin hefst skólaganga þessara barna, og í framhaldinu af því munum við funda með hagsmunaaðilum og útbúa verkferil sem gerir það að verkum að svona aðstæður komi ekki upp aftur,“ segir Kristín.
Flóttamenn Tengdar fréttir Unnið að því að koma öllum börnunum í grunnskóla Útlendingastofnun hefur í dag sótt um skólavist fyrir fimm börn í Reykjavík og vinnur nú að því að koma tólf börnum í Hafnarfirði í skóla. 30. september 2015 14:37 Á annan tug barna bíður þess að komast í skóla Umboðsmaður barna lítur alvarlegum augum á vinnubrögð Útlendingastofnunar, sem hefur látið hjá líða að sækja um skólavist fyrir á annan tug barna hælisleitenda hér á landi. 30. september 2015 12:12 Fréttir Stöðvar 2 í kvöld: Albönsku systkinin hlakka til að byrja í skólanum Albönsku systkinin hefja skólagöngu á mánudaginn og verða þau heimsótt í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. 30. september 2015 16:46 Öll börnin fengið inngöngu í skóla: „Hrökk upp við þessar fréttir“ Nú hafa öll börnin þrjú; Laura, Janie og Petrit fengið inngöngu í skóla. Systkinin hafa stöðu hælisleitenda hér á landi, en hafa verið búsett hér á landi frá því í júní. 30. september 2015 10:52 Fjölmargir vilja rétta albönsku fjölskyldunni hjálparhönd Íbúð fjölskyldunnar er nánast tóm. Ákveðnar reglur gilda þó um gjafir til hælisleitenda. 30. september 2015 11:45 Börn hælisleitenda fá ekki skólavist Þau Laura fimmtán ára, Janie þrettán ára og Petrit níu ára komu til Íslands í byrjun júní. Þau spyrja foreldra sína daglega hvenær þau fái að fara í skóla. Útlendingastofnun sótti ekki um skólavist fyrir systkinin þrátt fyrir ítrekaðar áminningar foreldra barnanna, lögfræðinga og umboðsmanns barna. 30. september 2015 07:00 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Sjá meira
Unnið að því að koma öllum börnunum í grunnskóla Útlendingastofnun hefur í dag sótt um skólavist fyrir fimm börn í Reykjavík og vinnur nú að því að koma tólf börnum í Hafnarfirði í skóla. 30. september 2015 14:37
Á annan tug barna bíður þess að komast í skóla Umboðsmaður barna lítur alvarlegum augum á vinnubrögð Útlendingastofnunar, sem hefur látið hjá líða að sækja um skólavist fyrir á annan tug barna hælisleitenda hér á landi. 30. september 2015 12:12
Fréttir Stöðvar 2 í kvöld: Albönsku systkinin hlakka til að byrja í skólanum Albönsku systkinin hefja skólagöngu á mánudaginn og verða þau heimsótt í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. 30. september 2015 16:46
Öll börnin fengið inngöngu í skóla: „Hrökk upp við þessar fréttir“ Nú hafa öll börnin þrjú; Laura, Janie og Petrit fengið inngöngu í skóla. Systkinin hafa stöðu hælisleitenda hér á landi, en hafa verið búsett hér á landi frá því í júní. 30. september 2015 10:52
Fjölmargir vilja rétta albönsku fjölskyldunni hjálparhönd Íbúð fjölskyldunnar er nánast tóm. Ákveðnar reglur gilda þó um gjafir til hælisleitenda. 30. september 2015 11:45
Börn hælisleitenda fá ekki skólavist Þau Laura fimmtán ára, Janie þrettán ára og Petrit níu ára komu til Íslands í byrjun júní. Þau spyrja foreldra sína daglega hvenær þau fái að fara í skóla. Útlendingastofnun sótti ekki um skólavist fyrir systkinin þrátt fyrir ítrekaðar áminningar foreldra barnanna, lögfræðinga og umboðsmanns barna. 30. september 2015 07:00
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent