Ríkjandi Evrópumeistarar Frakka unnu Serbíu, 81-68, í leiknum um bronsverðlaunin á Evrópumótinu í körfubolta í dag.
Frakkar voru fimm stigum yfir í hálfleik, 37-32, og gengu frá leiknum í þriðja leikhluta sem þeir unnu með níu stiga mun, 21-12.
Nando De Colo, fyrrverandi leikmaður San Antonio Spurs, var stigahæstur á vellinum, en hann skoraði 20 stig fyrir Frakka. Tony Parker skoraði þrettán stig. Hjá Serbíu var Bogdan Bogdanovic stigahæstur með 14 stig.
Úrslitaleikurinn hefst klukkan 17.00 en þar mætast Spánn og Litháen.
Frakkar fengu bronsið á EM
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið


Afturelding mætir Val í undanúrslitum
Handbolti



„Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“
Körfubolti


Íslendingalið Birmingham upp í B-deild
Enski boltinn



„Við völdum okkur ekki andstæðinga“
Handbolti