Umboðsvandi Landsbankans Þorsteinn Sæmundsson skrifar 24. september 2015 08:00 Landsbanki Íslands er að níutíu og sjö hundraðshlutum í eigu þjóðarinnar. Þrátt fyrir það er aðkoma og áhrif kjörinna fulltrúa illa skilgreind og í lágmarki. Svo virðist sem 3% hluthafa, en meirihluti þeirra fékk hlut sinn á silfurfati í tíð síðustu ríkisstjórnar, fari sínu fram um stjórnun bankans án nokkurs tillits til vilja meirihlutaeiganda bankans, almennings. Undanfarið hefur farið nokkuð fyrir umræðu um starfsemi og starfshætti Landsbankans af ærnum tilefnum. Þar má nefna sölu bankans á hlutum í Borgun og Valitor sem fram fóru án útboðs og að því er virðist án gaumgæfilegs verðmats á hlutunum. Einnig kynnti stjórn bankans nú nýlega áform sín um að byggja hátimbraðar höfuðstöðvar á verðmætustu byggingarlóð landsins. Til að skýra þá framkvæmd steig almannatengill bankans fram og kvað bankann skilgreina sig sem ,,miðborgarfyrirtæki“!? Banki allra landsmanna með starfsstöðvar víða um land er sem sagt orðinn að „miðborgarfyrirtæki“! Ganga fram af þjóðinniFramangreind atriði eru góð dæmi um hvernig stjórnendur bankans ganga fram af aðaleiganda hans, þjóðinni. Nú þegar landið rís að nýju eftir ófarirnar árin 2005-2008 kærir fólk sig ekki um hegðun eins og þá sem skóp hrunið og eftirköst þess. Almenningur gerir réttilega kröfu um að ríkið og fyrirtæki þess séu rekin af ráðdeild og heiðarleika. Beiðnum um hluthafafund vegna byggingar nýrra höfuðstöðva hefur verið tekið með þögninni. Bankasýsla ríkisins sem fara á með 97% hlut ríkisins hefur ítrekað verið hunsuð af hálfu stjórnenda bankans eins og raunin var þegar sala á Borgun og Valitor var ákveðin. Bankasýslan hefur greinilega ekki treyst sér til að fylgja fram beiðni um hluthafafund vegna fyrirhugaðrar byggingaframkvæmdar. Fulltrúar almennings í landinu, kjörnir fulltrúar, eiga ekki sjálfkrafa seturétt á aðalfundi Landsbanka Íslands. Í svari við fyrirspurn á vegum undirritaðs í vor upplýsti bankinn reyndar að þingmönnum væri heimill aðgangur að fundinum ef þeir gæfu sig fram við þjónustuborð bankans og gerðu þar grein fyrir sér. Jafnframt kom fram að þingmönnum væri ekki gert kleift að tjá sig á aðalfundi. Síðastliðinn vetur sendi sá sem hér ritar formlegt erindi til Bankasýslu ríkisins um að Bankasýslan framkvæmdi mat á söluverði á hlut bankans. Svar Bankasýslunnar var í stuttu máli að ekki væri hægt að verða við beiðnum einstakra þingmanna en fjármálaráðherra gæti farið fram á upplýsingar um efnið. Ljóst er af því sem fram kemur hér að framan að Landsbankinn glímir við alvarlegan umboðsvanda þegar kjörnir fulltrúar almennings eiga þess ekki kost að fylgjast með og hafa áhrif á stórar ákvarðanir í rekstri bankans. Rétt er að taka fram að undirritaður er ekki þeirrar skoðunar að stjórnmálamenn eigi að horfa yfir axlir stjórnenda við dagleg störf eða hafa áhrif á lánveitingar til viðskiptavina. Brýnt er þó að bankinn ræki samfélagslegt hlutverk sitt og axli samfélagslega ábyrgð. Til þess að svo verði þarf verulega hugarfarsbreytingu í stjórn bankans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgunarmálið Þorsteinn Sæmundsson Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Landsbanki Íslands er að níutíu og sjö hundraðshlutum í eigu þjóðarinnar. Þrátt fyrir það er aðkoma og áhrif kjörinna fulltrúa illa skilgreind og í lágmarki. Svo virðist sem 3% hluthafa, en meirihluti þeirra fékk hlut sinn á silfurfati í tíð síðustu ríkisstjórnar, fari sínu fram um stjórnun bankans án nokkurs tillits til vilja meirihlutaeiganda bankans, almennings. Undanfarið hefur farið nokkuð fyrir umræðu um starfsemi og starfshætti Landsbankans af ærnum tilefnum. Þar má nefna sölu bankans á hlutum í Borgun og Valitor sem fram fóru án útboðs og að því er virðist án gaumgæfilegs verðmats á hlutunum. Einnig kynnti stjórn bankans nú nýlega áform sín um að byggja hátimbraðar höfuðstöðvar á verðmætustu byggingarlóð landsins. Til að skýra þá framkvæmd steig almannatengill bankans fram og kvað bankann skilgreina sig sem ,,miðborgarfyrirtæki“!? Banki allra landsmanna með starfsstöðvar víða um land er sem sagt orðinn að „miðborgarfyrirtæki“! Ganga fram af þjóðinniFramangreind atriði eru góð dæmi um hvernig stjórnendur bankans ganga fram af aðaleiganda hans, þjóðinni. Nú þegar landið rís að nýju eftir ófarirnar árin 2005-2008 kærir fólk sig ekki um hegðun eins og þá sem skóp hrunið og eftirköst þess. Almenningur gerir réttilega kröfu um að ríkið og fyrirtæki þess séu rekin af ráðdeild og heiðarleika. Beiðnum um hluthafafund vegna byggingar nýrra höfuðstöðva hefur verið tekið með þögninni. Bankasýsla ríkisins sem fara á með 97% hlut ríkisins hefur ítrekað verið hunsuð af hálfu stjórnenda bankans eins og raunin var þegar sala á Borgun og Valitor var ákveðin. Bankasýslan hefur greinilega ekki treyst sér til að fylgja fram beiðni um hluthafafund vegna fyrirhugaðrar byggingaframkvæmdar. Fulltrúar almennings í landinu, kjörnir fulltrúar, eiga ekki sjálfkrafa seturétt á aðalfundi Landsbanka Íslands. Í svari við fyrirspurn á vegum undirritaðs í vor upplýsti bankinn reyndar að þingmönnum væri heimill aðgangur að fundinum ef þeir gæfu sig fram við þjónustuborð bankans og gerðu þar grein fyrir sér. Jafnframt kom fram að þingmönnum væri ekki gert kleift að tjá sig á aðalfundi. Síðastliðinn vetur sendi sá sem hér ritar formlegt erindi til Bankasýslu ríkisins um að Bankasýslan framkvæmdi mat á söluverði á hlut bankans. Svar Bankasýslunnar var í stuttu máli að ekki væri hægt að verða við beiðnum einstakra þingmanna en fjármálaráðherra gæti farið fram á upplýsingar um efnið. Ljóst er af því sem fram kemur hér að framan að Landsbankinn glímir við alvarlegan umboðsvanda þegar kjörnir fulltrúar almennings eiga þess ekki kost að fylgjast með og hafa áhrif á stórar ákvarðanir í rekstri bankans. Rétt er að taka fram að undirritaður er ekki þeirrar skoðunar að stjórnmálamenn eigi að horfa yfir axlir stjórnenda við dagleg störf eða hafa áhrif á lánveitingar til viðskiptavina. Brýnt er þó að bankinn ræki samfélagslegt hlutverk sitt og axli samfélagslega ábyrgð. Til þess að svo verði þarf verulega hugarfarsbreytingu í stjórn bankans.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun