Nærri helmingur félagsmanna SFR hefur greitt atkvæði um verkfall Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 24. september 2015 18:54 Frá fundi á Landspítalanum í gær þar sem farið var yfir stöðu mála. mynd/sfr Afgreiðsla vegabréfa og ökuskírteina stöðvast og starfsemi Landspítlans og fleiri stofnana skerðist mikið ef til verkfalls félagsmanna SFR og sjúkraliða kemur. Þátttaka í atkvæðagreiðslum um verkfallsboðun er góð. Félagsráð SFR-stéttarfélags í almannaþjónustu kom saman til fundar í dag þar sem meðal annars voru ræddar fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir. SFR, sjúkraliðar og lögreglumenn standa saman í kjaraviðræðum við ríkið. Kjaradeilan er í algjörum hnút og á þriðjudaginn hófust atkvæðagreiðslur meðal félagsmanna SFR og sjúkraliða um verkfallsboðun. Nærri 50% félagsmanna hafa kosið á tveimur dögum en atkvæðagreiðslunni líkur á þriðjudaginn í næstu viku. „Annars vegar erum við að fara í allsherjarverkfall með alla ríkisstarfsmenn okkar sem eru svona um 3.700 manns og hins vegar erum við með verkfall á fjórum stofnunum. Sem eru þá í verkfalli alveg frá 15. október og þar til semst. Þetta eru Landspítalinn, þetta eru ríkisskattstjóri, þetta eru sýslumannsembættin út um allt land og tollstjórinn,“ segir Árni Stefán Jónsson formaður SFR. Árni segir áhrifin verða einna mest á Landspítalanum þar sem bæði SFR félagar og sjúkraliðar fara í verkfall. SFR félagar sinna fjölda verkefna á Landspítalanum líkt og flutning sjúklinga, öryggisgæslu og móttökustörfum. „Þar fara í verkföll eitthvað um 1.100 manns. Labba þar út svo það hlýtur að hafa veruleg, veruleg áhrif,“ segir Árni Stefán. Á starfsstöð Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu í Kópavogi starfa 25 SFR félagsmenn. Þeir sjá um afgreiðslu vegabréfa og ökuskírteina. „Það er ætlunin að öll sýslumannsembættin á landinu fara í verkfall sem þýðir að það verða ekki gefin út vegabréf. Það verða ekki gefin út ökuskírteini. Ég meina skemmtanaleyfi, framhaldsskólar geta ekki haldið skemmtanir,“ segir Cilia Marianne Úlfsdóttir trúnaðarmaður SFR. Hún segir félagsmenn vilja sambærilegar launahækkanir og BHM-félagar og hjúkrunarfræðingar fengu samkvæmt úrskurði gerðardóms. Þá segir hún þá tilbúna til að fara í verkfall til að knýja á um það en meðallaun starfsmanna á skrifstofunni eru um 260 þúsund krónur. „Þetta er ekki nóg til að lifa af. Ég er með tvö börn og við erum tvær fyrirvinnur en þetta er tæpt hver einustu mánaðarmót,“ segir Cilia. Verkfall 2016 Tengdar fréttir SFR vill sömu launahækkanir og hjúkrunarfræðingar Framkvæmdastjóri félagsins segir félasmenn til í verkfallsaðgerðir og á von á að atkvæðagreiðsla um það fari fram á næstunni. 14. september 2015 13:55 Sjúkraliðar greiða atkvæði um verkfall: „Við erum gjörsamlega nauðbeygð“ „Það er enginn sem vill fara í verkföll,“ segir formaður Sjúkraliðafélags Íslands. 20. september 2015 12:12 Vínbúðir loka og neftóbaksframleiðsla stöðvast fari félagsmenn SFR í verkfall Lítið hefur þokast í kjaradeilu SFR og ríkisins en engir samningafundir hafa verið boðaðir. 18. september 2015 10:08 Félagsmenn SFR greiða atkvæði um verkfallsboðun Verði af verkfalli hefst það 15. október og mun hafa áhrif á flestum vinnustöðum ríkisins. 22. september 2015 16:02 Þúsund starfsmenn Landspítalans gætu lagt niður störf Grafalvarleg staða er uppi í kjarasamningsviðræðum SFR, en ef af verkfalli SFR og Sjúkraliðafélags Íslands, munu um eitt þúsund manns á Landspítalanum leggja niður störf. Atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir er hafin og lýkur á þriðjudag. 24. september 2015 17:45 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Innlent Fleiri fréttir Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang Sjá meira
Afgreiðsla vegabréfa og ökuskírteina stöðvast og starfsemi Landspítlans og fleiri stofnana skerðist mikið ef til verkfalls félagsmanna SFR og sjúkraliða kemur. Þátttaka í atkvæðagreiðslum um verkfallsboðun er góð. Félagsráð SFR-stéttarfélags í almannaþjónustu kom saman til fundar í dag þar sem meðal annars voru ræddar fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir. SFR, sjúkraliðar og lögreglumenn standa saman í kjaraviðræðum við ríkið. Kjaradeilan er í algjörum hnút og á þriðjudaginn hófust atkvæðagreiðslur meðal félagsmanna SFR og sjúkraliða um verkfallsboðun. Nærri 50% félagsmanna hafa kosið á tveimur dögum en atkvæðagreiðslunni líkur á þriðjudaginn í næstu viku. „Annars vegar erum við að fara í allsherjarverkfall með alla ríkisstarfsmenn okkar sem eru svona um 3.700 manns og hins vegar erum við með verkfall á fjórum stofnunum. Sem eru þá í verkfalli alveg frá 15. október og þar til semst. Þetta eru Landspítalinn, þetta eru ríkisskattstjóri, þetta eru sýslumannsembættin út um allt land og tollstjórinn,“ segir Árni Stefán Jónsson formaður SFR. Árni segir áhrifin verða einna mest á Landspítalanum þar sem bæði SFR félagar og sjúkraliðar fara í verkfall. SFR félagar sinna fjölda verkefna á Landspítalanum líkt og flutning sjúklinga, öryggisgæslu og móttökustörfum. „Þar fara í verkföll eitthvað um 1.100 manns. Labba þar út svo það hlýtur að hafa veruleg, veruleg áhrif,“ segir Árni Stefán. Á starfsstöð Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu í Kópavogi starfa 25 SFR félagsmenn. Þeir sjá um afgreiðslu vegabréfa og ökuskírteina. „Það er ætlunin að öll sýslumannsembættin á landinu fara í verkfall sem þýðir að það verða ekki gefin út vegabréf. Það verða ekki gefin út ökuskírteini. Ég meina skemmtanaleyfi, framhaldsskólar geta ekki haldið skemmtanir,“ segir Cilia Marianne Úlfsdóttir trúnaðarmaður SFR. Hún segir félagsmenn vilja sambærilegar launahækkanir og BHM-félagar og hjúkrunarfræðingar fengu samkvæmt úrskurði gerðardóms. Þá segir hún þá tilbúna til að fara í verkfall til að knýja á um það en meðallaun starfsmanna á skrifstofunni eru um 260 þúsund krónur. „Þetta er ekki nóg til að lifa af. Ég er með tvö börn og við erum tvær fyrirvinnur en þetta er tæpt hver einustu mánaðarmót,“ segir Cilia.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir SFR vill sömu launahækkanir og hjúkrunarfræðingar Framkvæmdastjóri félagsins segir félasmenn til í verkfallsaðgerðir og á von á að atkvæðagreiðsla um það fari fram á næstunni. 14. september 2015 13:55 Sjúkraliðar greiða atkvæði um verkfall: „Við erum gjörsamlega nauðbeygð“ „Það er enginn sem vill fara í verkföll,“ segir formaður Sjúkraliðafélags Íslands. 20. september 2015 12:12 Vínbúðir loka og neftóbaksframleiðsla stöðvast fari félagsmenn SFR í verkfall Lítið hefur þokast í kjaradeilu SFR og ríkisins en engir samningafundir hafa verið boðaðir. 18. september 2015 10:08 Félagsmenn SFR greiða atkvæði um verkfallsboðun Verði af verkfalli hefst það 15. október og mun hafa áhrif á flestum vinnustöðum ríkisins. 22. september 2015 16:02 Þúsund starfsmenn Landspítalans gætu lagt niður störf Grafalvarleg staða er uppi í kjarasamningsviðræðum SFR, en ef af verkfalli SFR og Sjúkraliðafélags Íslands, munu um eitt þúsund manns á Landspítalanum leggja niður störf. Atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir er hafin og lýkur á þriðjudag. 24. september 2015 17:45 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Innlent Fleiri fréttir Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang Sjá meira
SFR vill sömu launahækkanir og hjúkrunarfræðingar Framkvæmdastjóri félagsins segir félasmenn til í verkfallsaðgerðir og á von á að atkvæðagreiðsla um það fari fram á næstunni. 14. september 2015 13:55
Sjúkraliðar greiða atkvæði um verkfall: „Við erum gjörsamlega nauðbeygð“ „Það er enginn sem vill fara í verkföll,“ segir formaður Sjúkraliðafélags Íslands. 20. september 2015 12:12
Vínbúðir loka og neftóbaksframleiðsla stöðvast fari félagsmenn SFR í verkfall Lítið hefur þokast í kjaradeilu SFR og ríkisins en engir samningafundir hafa verið boðaðir. 18. september 2015 10:08
Félagsmenn SFR greiða atkvæði um verkfallsboðun Verði af verkfalli hefst það 15. október og mun hafa áhrif á flestum vinnustöðum ríkisins. 22. september 2015 16:02
Þúsund starfsmenn Landspítalans gætu lagt niður störf Grafalvarleg staða er uppi í kjarasamningsviðræðum SFR, en ef af verkfalli SFR og Sjúkraliðafélags Íslands, munu um eitt þúsund manns á Landspítalanum leggja niður störf. Atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir er hafin og lýkur á þriðjudag. 24. september 2015 17:45