Segir borgarstjórn ekki hafa haft val um annað en að draga tillöguna til baka Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. september 2015 19:12 Björk Vilhelmsdóttir er manneskjan á bak við tillöguna um að sniðganga vörur frá Ísrael. Það var hennar síðasta verk í borgarstjórn að leggja hana fram. Vísir/Vilhelm Björk Vilhelmsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi, segir að samstarfsfélagar sínir í borgarstjórn hafi ekki verið undirbúnir fyrir þau hörðu viðbrögð sem tillaga hennar um sniðgöngu á ísraelskum vörum vakti. Þetta segir Björk í viðtali við palestínskan vefmiðil en hún er nú á Vesturbakkanum þar sem hún sinnir sjálfboðastörfum. Um síðustu tillögu Bjarkar í borgarstjórn var að ræða og var hún samþykkt í síðustu viku. Tillagan var síðan dregin til baka síðastliðinn þriðjudag á miklum hitafundi í borgarstjórn.Sjá einnig: Erfið vika meirihlutans: Dagur í ákveðinni klípu Í viðtalinu segir Björk að tilgangurinn með sniðgöngunni hafi verið „að senda skýr skilaboð til Ísrael um það að við erum meðvituð um hvernig þeir koma fram við Palestínumenn og við vitum að það er ekki í samræmi við alþjóðlega mannréttindasáttmála og lög.“ Borgarstjórn hafi viljað koma þessu á framfæri á friðsælan en áhrifaríkan hátt. Hún segir að sér þyki leitt að tillagan hafi verið dregin en að hún fyrirgefi fyrrum samstarfsfélögum sínum í borgarstjórn. „Þeir höfðu ekki um neitt annað að velja enda voru þeir ekki undir það búnir að fá svona hörð viðbrögð frá Ísrael, Bandaríkjunum og þrýstihóp síonista,“ segir Björk. Hún hafi ekki getað ímyndað sér að fram myndu koma ásakanir um gyðingahatur borgarstjórnar. Að mati Bjarkar er ljóst hvar ábyrgðin á þessum viðbrögðum liggur. „Ég kenni ríkisstjórn Ísraels um. Að mínu mati er hún versti óvinur gyðinga því margir skilja ekki muninn sem er á milli gyðingatrúar og síonisma. Á þessu er þó mikill munur. Gyðingatrú er trú en síonismi er pólitísk hugmyndafræði sem aðskilnaðarstefna Ísraels sprettur úr.“ Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Lestu bréfið til borgarstjóra: Fjárfestir vildi að bankastjóri beitti sér í Ísraelsmálinu Íslenski fjárfestirinn Eggert Dagbjartsson vildi að tillagan yrði dregin til baka áður en gyðingar sem standa að byggingu hótels við Hörpu fréttu af henni. 22. september 2015 17:30 Hafa svarað rúmlega 400 fyrirspurnum vegna Ísraelsmálsins Fjöldi erinda hafa borist til sendiráðs Íslands í Washington D.C. 24. september 2015 16:08 Ekki óalgengt að lagðar séu fram óútfærðar tillögur Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sat fyrir svörum um misheppnaða tilraun til viðskiptaþvingana gegn Ísrael. 21. september 2015 20:30 Telur samþykkt borgarinnar skaða þingsályktun um viðurkenningu Palestínu Höskuldur Þórhallsson er ekki ánægður með hvernig Reykjavíkurborg stóð að málum sínum með viðskiptabann á hendur Ísrael. 22. september 2015 14:37 Utanríkisráðuneytið skýrir stefnu Íslands gagnvart Ísrael Ráðuneytið hefur átt í samskiptum við ýmsa aðila þar sem stefna Íslands gagnvart Ísrael hefur verið áréttuð og leitast við að leiðrétta útbreiddan misskilning sem málið hefur valdið. 25. september 2015 12:08 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Sjá meira
Björk Vilhelmsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi, segir að samstarfsfélagar sínir í borgarstjórn hafi ekki verið undirbúnir fyrir þau hörðu viðbrögð sem tillaga hennar um sniðgöngu á ísraelskum vörum vakti. Þetta segir Björk í viðtali við palestínskan vefmiðil en hún er nú á Vesturbakkanum þar sem hún sinnir sjálfboðastörfum. Um síðustu tillögu Bjarkar í borgarstjórn var að ræða og var hún samþykkt í síðustu viku. Tillagan var síðan dregin til baka síðastliðinn þriðjudag á miklum hitafundi í borgarstjórn.Sjá einnig: Erfið vika meirihlutans: Dagur í ákveðinni klípu Í viðtalinu segir Björk að tilgangurinn með sniðgöngunni hafi verið „að senda skýr skilaboð til Ísrael um það að við erum meðvituð um hvernig þeir koma fram við Palestínumenn og við vitum að það er ekki í samræmi við alþjóðlega mannréttindasáttmála og lög.“ Borgarstjórn hafi viljað koma þessu á framfæri á friðsælan en áhrifaríkan hátt. Hún segir að sér þyki leitt að tillagan hafi verið dregin en að hún fyrirgefi fyrrum samstarfsfélögum sínum í borgarstjórn. „Þeir höfðu ekki um neitt annað að velja enda voru þeir ekki undir það búnir að fá svona hörð viðbrögð frá Ísrael, Bandaríkjunum og þrýstihóp síonista,“ segir Björk. Hún hafi ekki getað ímyndað sér að fram myndu koma ásakanir um gyðingahatur borgarstjórnar. Að mati Bjarkar er ljóst hvar ábyrgðin á þessum viðbrögðum liggur. „Ég kenni ríkisstjórn Ísraels um. Að mínu mati er hún versti óvinur gyðinga því margir skilja ekki muninn sem er á milli gyðingatrúar og síonisma. Á þessu er þó mikill munur. Gyðingatrú er trú en síonismi er pólitísk hugmyndafræði sem aðskilnaðarstefna Ísraels sprettur úr.“
Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Lestu bréfið til borgarstjóra: Fjárfestir vildi að bankastjóri beitti sér í Ísraelsmálinu Íslenski fjárfestirinn Eggert Dagbjartsson vildi að tillagan yrði dregin til baka áður en gyðingar sem standa að byggingu hótels við Hörpu fréttu af henni. 22. september 2015 17:30 Hafa svarað rúmlega 400 fyrirspurnum vegna Ísraelsmálsins Fjöldi erinda hafa borist til sendiráðs Íslands í Washington D.C. 24. september 2015 16:08 Ekki óalgengt að lagðar séu fram óútfærðar tillögur Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sat fyrir svörum um misheppnaða tilraun til viðskiptaþvingana gegn Ísrael. 21. september 2015 20:30 Telur samþykkt borgarinnar skaða þingsályktun um viðurkenningu Palestínu Höskuldur Þórhallsson er ekki ánægður með hvernig Reykjavíkurborg stóð að málum sínum með viðskiptabann á hendur Ísrael. 22. september 2015 14:37 Utanríkisráðuneytið skýrir stefnu Íslands gagnvart Ísrael Ráðuneytið hefur átt í samskiptum við ýmsa aðila þar sem stefna Íslands gagnvart Ísrael hefur verið áréttuð og leitast við að leiðrétta útbreiddan misskilning sem málið hefur valdið. 25. september 2015 12:08 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Sjá meira
Lestu bréfið til borgarstjóra: Fjárfestir vildi að bankastjóri beitti sér í Ísraelsmálinu Íslenski fjárfestirinn Eggert Dagbjartsson vildi að tillagan yrði dregin til baka áður en gyðingar sem standa að byggingu hótels við Hörpu fréttu af henni. 22. september 2015 17:30
Hafa svarað rúmlega 400 fyrirspurnum vegna Ísraelsmálsins Fjöldi erinda hafa borist til sendiráðs Íslands í Washington D.C. 24. september 2015 16:08
Ekki óalgengt að lagðar séu fram óútfærðar tillögur Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sat fyrir svörum um misheppnaða tilraun til viðskiptaþvingana gegn Ísrael. 21. september 2015 20:30
Telur samþykkt borgarinnar skaða þingsályktun um viðurkenningu Palestínu Höskuldur Þórhallsson er ekki ánægður með hvernig Reykjavíkurborg stóð að málum sínum með viðskiptabann á hendur Ísrael. 22. september 2015 14:37
Utanríkisráðuneytið skýrir stefnu Íslands gagnvart Ísrael Ráðuneytið hefur átt í samskiptum við ýmsa aðila þar sem stefna Íslands gagnvart Ísrael hefur verið áréttuð og leitast við að leiðrétta útbreiddan misskilning sem málið hefur valdið. 25. september 2015 12:08