Nýr forstjóri en áframhaldandi erfiðleikar hjá Volkswagen Sæunn Gísladóttir skrifar 26. september 2015 07:00 Matthias Muller Nýr forstjóri hefur tekið við stýrinu hjá þýska bílaframleiðandanum Volkswagen eftir að dísilsvindlmálið kom upp. Þrátt fyrir nýjan forstjóra má búast við áframhaldandi erfiðleikum og fleiri málsóknum. Óvíst er hvort fyrirtækið nái að endurheimta traust viðskiptavina sinna sem tekið hefur áratugi að byggja upp. Nýi forstjórinn heitir Matthias Müller og tekur hann við af Martin Winterkorn. Müller er fyrrverandi forstjóri Porsche, sem er í eigu Volkswagen. Síðasta vika hefur verið stormasöm fyrir fyrirtækið eftir að í ljós kom að það hefði komið fyrir svindlhugbúnaði í 11 milljónum bíla víðsvegar um heiminn þannig að bílarnir virðast losa minna af mengandi lofttegundum en þeir gera í raun. Ráðning nýs forstjóra er einungis fyrsta skrefið í að endurvekja traust viðskiptavina til fyrirtækisins. Verkefnið verður miklu víðtækara. Enn er óljóst hversu margir bílar í Evrópu hafa orðið fyrir áhrifum. „Allt í einu ógnar Volkswagen þýska hagkerfinu meira heldur en gríska skuldakreppan,“ sagði Carsten Brzeski, aðalhagfræðingur ING bankans, í samtali við Reuters. Bílaiðnaðurinn hefur gríðarleg áhrif á hagkerfið í landinu. Þýskaland flutti út bíla og bílahluta fyrir jafnvirði 29 þúsund milljarða króna á síðasta ári. Það nemur fimmtungi af heildarútflutningi landsins. Umhverfiseftirlit Bandaríkjanna (EPA) gæti sektað VW um allt að 18 milljörðum dollara einungis vegna 482 þúsund bifreiða í Bandaríkjunum. Þar að auki hafa eigendur og leigjendur bílanna hafið hópmálsókn. Á síðasta ári þegar slík hópmálsókn átti sér stað þurftu Hyundai og Kia að greiða 300 milljónir dollara (39 milljarða króna) fyrir að ofmeta sparneytni bíla sinna. Þeir greiddu hverjum eiganda að meðaltali 353 dollara (45 þúsund krónur) í skaðabætur. Ef bandarískir bílaeigendur fengju sömu meðferð myndu tæplega fjórir milljarðar dollara bætast við kostnað VW. Eftir standa að minnsta kosti 10,5 milljónir bíla víðsvegar um heiminn og óvíst er hversu háar sektir hvert land mun leggja á bílaframleiðandann. Frakkland hefur nú þegar hafið rannsókn á málinu og í gær tilkynnti norska efnahagsbrotalögreglan að hún hygðist rannsaka hvort VW hefði brotið gegn norskum lögum í tengslum við útblásturshneykslið. Ef hugbúnaðurinn reynist vera í einhverjum vélum sem flutt hafa verið til Íslands, þá er Tollstjóra heimilt að endurákvarða gjöld allt að sex ár aftur í tímann. Gjöld af ökutækjum reiknast eftir útblæstri sem skráður er í ökutækjaskrá. Ef útblástur bifreiða hefur verið ranglega skráður af innflytjanda hjá Umferðarstofu þá má innheimta vanreiknuð gjöld. Markaðsverðmæti dróst saman um 25 milljarða evra (3.600 milljarða króna) þegar verð hlutabréfa í fyrirtækinu hríðféll í vikunni. Það mældist lægst á miðvikudagsmorgni, þá hafði það lækkað um 37% á þremur dögum. Sérfræðingar hjá Goldman Sachs telja að skaðinn af hneykslismálinu gæti falið í sér að eftirlitsaðilar lögfesti strangari reglur um mengun og að neytendur forðist dísilbíla. Dísill hefur alltaf verið talinn umhverfisvænni kostur og hefur aflað sér mikilla vinsælda í Evrópu undanfarin ár. Í dag eru dísilbílar 53% af bílaflota Evrópu. Bensín losar 147 grömm af CO2 á hvern kílómetra, en dísill einungis 132 grömm. Þetta hneykslismál gæti leitt til viðsnúnings í dísilvæðingu Evrópu. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Sjá meira
Nýr forstjóri hefur tekið við stýrinu hjá þýska bílaframleiðandanum Volkswagen eftir að dísilsvindlmálið kom upp. Þrátt fyrir nýjan forstjóra má búast við áframhaldandi erfiðleikum og fleiri málsóknum. Óvíst er hvort fyrirtækið nái að endurheimta traust viðskiptavina sinna sem tekið hefur áratugi að byggja upp. Nýi forstjórinn heitir Matthias Müller og tekur hann við af Martin Winterkorn. Müller er fyrrverandi forstjóri Porsche, sem er í eigu Volkswagen. Síðasta vika hefur verið stormasöm fyrir fyrirtækið eftir að í ljós kom að það hefði komið fyrir svindlhugbúnaði í 11 milljónum bíla víðsvegar um heiminn þannig að bílarnir virðast losa minna af mengandi lofttegundum en þeir gera í raun. Ráðning nýs forstjóra er einungis fyrsta skrefið í að endurvekja traust viðskiptavina til fyrirtækisins. Verkefnið verður miklu víðtækara. Enn er óljóst hversu margir bílar í Evrópu hafa orðið fyrir áhrifum. „Allt í einu ógnar Volkswagen þýska hagkerfinu meira heldur en gríska skuldakreppan,“ sagði Carsten Brzeski, aðalhagfræðingur ING bankans, í samtali við Reuters. Bílaiðnaðurinn hefur gríðarleg áhrif á hagkerfið í landinu. Þýskaland flutti út bíla og bílahluta fyrir jafnvirði 29 þúsund milljarða króna á síðasta ári. Það nemur fimmtungi af heildarútflutningi landsins. Umhverfiseftirlit Bandaríkjanna (EPA) gæti sektað VW um allt að 18 milljörðum dollara einungis vegna 482 þúsund bifreiða í Bandaríkjunum. Þar að auki hafa eigendur og leigjendur bílanna hafið hópmálsókn. Á síðasta ári þegar slík hópmálsókn átti sér stað þurftu Hyundai og Kia að greiða 300 milljónir dollara (39 milljarða króna) fyrir að ofmeta sparneytni bíla sinna. Þeir greiddu hverjum eiganda að meðaltali 353 dollara (45 þúsund krónur) í skaðabætur. Ef bandarískir bílaeigendur fengju sömu meðferð myndu tæplega fjórir milljarðar dollara bætast við kostnað VW. Eftir standa að minnsta kosti 10,5 milljónir bíla víðsvegar um heiminn og óvíst er hversu háar sektir hvert land mun leggja á bílaframleiðandann. Frakkland hefur nú þegar hafið rannsókn á málinu og í gær tilkynnti norska efnahagsbrotalögreglan að hún hygðist rannsaka hvort VW hefði brotið gegn norskum lögum í tengslum við útblásturshneykslið. Ef hugbúnaðurinn reynist vera í einhverjum vélum sem flutt hafa verið til Íslands, þá er Tollstjóra heimilt að endurákvarða gjöld allt að sex ár aftur í tímann. Gjöld af ökutækjum reiknast eftir útblæstri sem skráður er í ökutækjaskrá. Ef útblástur bifreiða hefur verið ranglega skráður af innflytjanda hjá Umferðarstofu þá má innheimta vanreiknuð gjöld. Markaðsverðmæti dróst saman um 25 milljarða evra (3.600 milljarða króna) þegar verð hlutabréfa í fyrirtækinu hríðféll í vikunni. Það mældist lægst á miðvikudagsmorgni, þá hafði það lækkað um 37% á þremur dögum. Sérfræðingar hjá Goldman Sachs telja að skaðinn af hneykslismálinu gæti falið í sér að eftirlitsaðilar lögfesti strangari reglur um mengun og að neytendur forðist dísilbíla. Dísill hefur alltaf verið talinn umhverfisvænni kostur og hefur aflað sér mikilla vinsælda í Evrópu undanfarin ár. Í dag eru dísilbílar 53% af bílaflota Evrópu. Bensín losar 147 grömm af CO2 á hvern kílómetra, en dísill einungis 132 grömm. Þetta hneykslismál gæti leitt til viðsnúnings í dísilvæðingu Evrópu.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Sjá meira