Hollenska olíufélagið Royal Dutch Shell hefur stöðvað olíu- og gasleit sína undan strönd Alaska. Rannsóknir félagsins í Chukchi hafa valdið vonbrigðum og segir í yfirlýsingu frá félaginu að rannsóknum hafi verið hætt.
Shell segir að ekki hafi fundist nægilegt magn olíu og gass í Burger J holunni til að réttlæta frekari rannsóknir.
Félagið hefur varið um sjö milljörðum Bandaríkjadala, um 900 milljörðum króna, í olíu- og gasleit í Chukchi og Beauforthafi.
Jarðvísindastofnun Bandaríkjanna áætlar að um þrjátíu prósent af ófundnum olíu- og gaslindum heims sé að finna á norðurslóðum.

