Trump ræddi þessi mál og ýmislegt fleira í viðtali í fréttaskýringaþættinum 60 mínútur sem sýndur var á sjónvarpsstöðinni CBS í gærkvöldi.
Flestir frambjóðendur Repúblikana hafa talað fyrir aukinni hernaðarlegri þátttöku Bandaríkjanna í Sýrlandi, en Trump segist þó vilja fara aðra leið og draga úr þegar takmarkaðri þátttöku Bandaríkjahers í Sýrlandi.
Rússlandsstjórn og Bashar al-Assad Sýrlandsforseti eru bandamenn og hafa Rússar sent herlið til Sýrlands á síðustu vikum.
Trump sagði þó annað eiga við um Írak og segist reiðubúinn sem forseti að senda bandarískt herlið á vettvang til að stöðva vígasveitir ISIS.
Sjá má viðtalið við Trump í spilaranum að neðan.